Fordómar á vinnumarkaði: Mun líklegra að Guðmundur og Anna fái starfið en Muhammed og Aisha Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2018 10:00 Kári Kristinsson segir að það hafi komið mjög sterkt í ljós að það séu töluverðir fordómar gagnvart þeim sem bera múslimskt nafn. Mynd/Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Að bera dæmigert múslimskt nafn er mikil hindrun á íslenskum vinnumarkaði og á það sérstaklega við um konur. Þetta er niðurstaða rannsóknar Kára Kristinssonar og Margrétar Sigrúnar Sigurðardóttur hjá Háskóla Íslands, en Kári kynnir rannsókn þeirra á Þjóðarspeglinum í HÍ í dag. „Það kemur mjög sterkt í ljós að það eru töluverðir fordómar gagnvart þeim sem bera múslimskt nafn,“ segir Kári sem er dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann segir að þau hafi ákveðið að ráðast í beina mælingu á fordómum, þar sem í gegnum árin hafi verið alls kyns sögusagnir um fordóma gagnvart útlendingum á íslenskum vinnumarkaði. „Að menntun þeirra sé ekki metin og annað í þeim dúr. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé rétt, en við vildum kanna þetta betur og þá með megindlegri rannsókn.“Skoðuðu starfsumsóknir Kári segir að þau Margrét Sigrún hafi tekið handahófskennt úrtak af þjóðinni og fengið Félagsvísindastofnun til liðs við sig. „Við fengum úrtakið til að skoða ferilskrár, starfsumsóknir. Þátttakendur í rannsókninni fengu bara eina starfsumsókn og voru svo beðnir um að meta ýmsa eiginleika þessa fólks – hvort það væri líklegt til að ráða þessa manneskju í vinnu, hvað það taldi vera eðlileg laun, hvort það væri hæft fólk og fleira í þeim dúr. Við settum svo dæmigert íslenskt karlmannsnafn og kvenmannsnafn á ferilskrárnar – Guðmund og Önnu – sem og týpískt múslimskt nafn á karlmanni og svo konu – Muhammed og Aisha,“ segir Kári, en bendir á að höfundar geri sér fulla grein fyrir því að múslimar geti líka verið Íslendingar. „En við völdum mjög þekkt nöfn úr múslimaheiminum. Eftirnöfnin á þessum umsækjendum voru sömuleiðis valin með sama hætti.“Þjóðarspegillinn: Ráðstefna í félagsvísindum fer fram í Háskóla Íslands í dag milli klukkan 9 og 17.Vísir/VilhelmEini munurinn á ferilskránum var nafn umsækjanda Kári segir að það hafi komið mjög sterkt í ljós að það séu töluverðir fordómar gagnvart þeim sem bera múslimskt nafn. „Eini munurinn á þessum ferilskrám var nafnið á umsækjandanum. Það eru sérstaklega konur með dæmigert múslimskt nafn sem koma illa út. Ef það væru engir fordómar til staðar þá ættum við ekki að sjá neinn mun. Þetta eru nákvæmlega jafn hæfir einstaklingar að öllu leyti.“Rímar við það sem þekkist erlendis Hann segir að þetta stemmi að mörgu leyti við það sem þekkist erlendis. „Þar sem við á annað borð finnum fordóma þá er það sérstaklega mikið gagnvart þeim með múslimskan bakgrunn. Þetta voru að sjálfsögðu ekki starfsviðtöl, þeir sem voru spurðir hittu ekki viðkomandi umsækjanda, en á móti kemur að ef það eru svona miklir fordómar þá er ólíklegt að viðkomandi yrði á annað borð boðið í viðtal. Langlíklegast er að umsækjandinn færi í bunkann sem yrði ýtt til hliðar. Það er eitt sem útlendingar hafa oft kvartað yfir. Þeim er ekki einu sinni boðið í viðtal. Eiga ekki séns.“ Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira
Að bera dæmigert múslimskt nafn er mikil hindrun á íslenskum vinnumarkaði og á það sérstaklega við um konur. Þetta er niðurstaða rannsóknar Kára Kristinssonar og Margrétar Sigrúnar Sigurðardóttur hjá Háskóla Íslands, en Kári kynnir rannsókn þeirra á Þjóðarspeglinum í HÍ í dag. „Það kemur mjög sterkt í ljós að það eru töluverðir fordómar gagnvart þeim sem bera múslimskt nafn,“ segir Kári sem er dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann segir að þau hafi ákveðið að ráðast í beina mælingu á fordómum, þar sem í gegnum árin hafi verið alls kyns sögusagnir um fordóma gagnvart útlendingum á íslenskum vinnumarkaði. „Að menntun þeirra sé ekki metin og annað í þeim dúr. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé rétt, en við vildum kanna þetta betur og þá með megindlegri rannsókn.“Skoðuðu starfsumsóknir Kári segir að þau Margrét Sigrún hafi tekið handahófskennt úrtak af þjóðinni og fengið Félagsvísindastofnun til liðs við sig. „Við fengum úrtakið til að skoða ferilskrár, starfsumsóknir. Þátttakendur í rannsókninni fengu bara eina starfsumsókn og voru svo beðnir um að meta ýmsa eiginleika þessa fólks – hvort það væri líklegt til að ráða þessa manneskju í vinnu, hvað það taldi vera eðlileg laun, hvort það væri hæft fólk og fleira í þeim dúr. Við settum svo dæmigert íslenskt karlmannsnafn og kvenmannsnafn á ferilskrárnar – Guðmund og Önnu – sem og týpískt múslimskt nafn á karlmanni og svo konu – Muhammed og Aisha,“ segir Kári, en bendir á að höfundar geri sér fulla grein fyrir því að múslimar geti líka verið Íslendingar. „En við völdum mjög þekkt nöfn úr múslimaheiminum. Eftirnöfnin á þessum umsækjendum voru sömuleiðis valin með sama hætti.“Þjóðarspegillinn: Ráðstefna í félagsvísindum fer fram í Háskóla Íslands í dag milli klukkan 9 og 17.Vísir/VilhelmEini munurinn á ferilskránum var nafn umsækjanda Kári segir að það hafi komið mjög sterkt í ljós að það séu töluverðir fordómar gagnvart þeim sem bera múslimskt nafn. „Eini munurinn á þessum ferilskrám var nafnið á umsækjandanum. Það eru sérstaklega konur með dæmigert múslimskt nafn sem koma illa út. Ef það væru engir fordómar til staðar þá ættum við ekki að sjá neinn mun. Þetta eru nákvæmlega jafn hæfir einstaklingar að öllu leyti.“Rímar við það sem þekkist erlendis Hann segir að þetta stemmi að mörgu leyti við það sem þekkist erlendis. „Þar sem við á annað borð finnum fordóma þá er það sérstaklega mikið gagnvart þeim með múslimskan bakgrunn. Þetta voru að sjálfsögðu ekki starfsviðtöl, þeir sem voru spurðir hittu ekki viðkomandi umsækjanda, en á móti kemur að ef það eru svona miklir fordómar þá er ólíklegt að viðkomandi yrði á annað borð boðið í viðtal. Langlíklegast er að umsækjandinn færi í bunkann sem yrði ýtt til hliðar. Það er eitt sem útlendingar hafa oft kvartað yfir. Þeim er ekki einu sinni boðið í viðtal. Eiga ekki séns.“
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira