Fordómar á vinnumarkaði: Mun líklegra að Guðmundur og Anna fái starfið en Muhammed og Aisha Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2018 10:00 Kári Kristinsson segir að það hafi komið mjög sterkt í ljós að það séu töluverðir fordómar gagnvart þeim sem bera múslimskt nafn. Mynd/Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Að bera dæmigert múslimskt nafn er mikil hindrun á íslenskum vinnumarkaði og á það sérstaklega við um konur. Þetta er niðurstaða rannsóknar Kára Kristinssonar og Margrétar Sigrúnar Sigurðardóttur hjá Háskóla Íslands, en Kári kynnir rannsókn þeirra á Þjóðarspeglinum í HÍ í dag. „Það kemur mjög sterkt í ljós að það eru töluverðir fordómar gagnvart þeim sem bera múslimskt nafn,“ segir Kári sem er dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann segir að þau hafi ákveðið að ráðast í beina mælingu á fordómum, þar sem í gegnum árin hafi verið alls kyns sögusagnir um fordóma gagnvart útlendingum á íslenskum vinnumarkaði. „Að menntun þeirra sé ekki metin og annað í þeim dúr. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé rétt, en við vildum kanna þetta betur og þá með megindlegri rannsókn.“Skoðuðu starfsumsóknir Kári segir að þau Margrét Sigrún hafi tekið handahófskennt úrtak af þjóðinni og fengið Félagsvísindastofnun til liðs við sig. „Við fengum úrtakið til að skoða ferilskrár, starfsumsóknir. Þátttakendur í rannsókninni fengu bara eina starfsumsókn og voru svo beðnir um að meta ýmsa eiginleika þessa fólks – hvort það væri líklegt til að ráða þessa manneskju í vinnu, hvað það taldi vera eðlileg laun, hvort það væri hæft fólk og fleira í þeim dúr. Við settum svo dæmigert íslenskt karlmannsnafn og kvenmannsnafn á ferilskrárnar – Guðmund og Önnu – sem og týpískt múslimskt nafn á karlmanni og svo konu – Muhammed og Aisha,“ segir Kári, en bendir á að höfundar geri sér fulla grein fyrir því að múslimar geti líka verið Íslendingar. „En við völdum mjög þekkt nöfn úr múslimaheiminum. Eftirnöfnin á þessum umsækjendum voru sömuleiðis valin með sama hætti.“Þjóðarspegillinn: Ráðstefna í félagsvísindum fer fram í Háskóla Íslands í dag milli klukkan 9 og 17.Vísir/VilhelmEini munurinn á ferilskránum var nafn umsækjanda Kári segir að það hafi komið mjög sterkt í ljós að það séu töluverðir fordómar gagnvart þeim sem bera múslimskt nafn. „Eini munurinn á þessum ferilskrám var nafnið á umsækjandanum. Það eru sérstaklega konur með dæmigert múslimskt nafn sem koma illa út. Ef það væru engir fordómar til staðar þá ættum við ekki að sjá neinn mun. Þetta eru nákvæmlega jafn hæfir einstaklingar að öllu leyti.“Rímar við það sem þekkist erlendis Hann segir að þetta stemmi að mörgu leyti við það sem þekkist erlendis. „Þar sem við á annað borð finnum fordóma þá er það sérstaklega mikið gagnvart þeim með múslimskan bakgrunn. Þetta voru að sjálfsögðu ekki starfsviðtöl, þeir sem voru spurðir hittu ekki viðkomandi umsækjanda, en á móti kemur að ef það eru svona miklir fordómar þá er ólíklegt að viðkomandi yrði á annað borð boðið í viðtal. Langlíklegast er að umsækjandinn færi í bunkann sem yrði ýtt til hliðar. Það er eitt sem útlendingar hafa oft kvartað yfir. Þeim er ekki einu sinni boðið í viðtal. Eiga ekki séns.“ Mest lesið „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Sjá meira
Að bera dæmigert múslimskt nafn er mikil hindrun á íslenskum vinnumarkaði og á það sérstaklega við um konur. Þetta er niðurstaða rannsóknar Kára Kristinssonar og Margrétar Sigrúnar Sigurðardóttur hjá Háskóla Íslands, en Kári kynnir rannsókn þeirra á Þjóðarspeglinum í HÍ í dag. „Það kemur mjög sterkt í ljós að það eru töluverðir fordómar gagnvart þeim sem bera múslimskt nafn,“ segir Kári sem er dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann segir að þau hafi ákveðið að ráðast í beina mælingu á fordómum, þar sem í gegnum árin hafi verið alls kyns sögusagnir um fordóma gagnvart útlendingum á íslenskum vinnumarkaði. „Að menntun þeirra sé ekki metin og annað í þeim dúr. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé rétt, en við vildum kanna þetta betur og þá með megindlegri rannsókn.“Skoðuðu starfsumsóknir Kári segir að þau Margrét Sigrún hafi tekið handahófskennt úrtak af þjóðinni og fengið Félagsvísindastofnun til liðs við sig. „Við fengum úrtakið til að skoða ferilskrár, starfsumsóknir. Þátttakendur í rannsókninni fengu bara eina starfsumsókn og voru svo beðnir um að meta ýmsa eiginleika þessa fólks – hvort það væri líklegt til að ráða þessa manneskju í vinnu, hvað það taldi vera eðlileg laun, hvort það væri hæft fólk og fleira í þeim dúr. Við settum svo dæmigert íslenskt karlmannsnafn og kvenmannsnafn á ferilskrárnar – Guðmund og Önnu – sem og týpískt múslimskt nafn á karlmanni og svo konu – Muhammed og Aisha,“ segir Kári, en bendir á að höfundar geri sér fulla grein fyrir því að múslimar geti líka verið Íslendingar. „En við völdum mjög þekkt nöfn úr múslimaheiminum. Eftirnöfnin á þessum umsækjendum voru sömuleiðis valin með sama hætti.“Þjóðarspegillinn: Ráðstefna í félagsvísindum fer fram í Háskóla Íslands í dag milli klukkan 9 og 17.Vísir/VilhelmEini munurinn á ferilskránum var nafn umsækjanda Kári segir að það hafi komið mjög sterkt í ljós að það séu töluverðir fordómar gagnvart þeim sem bera múslimskt nafn. „Eini munurinn á þessum ferilskrám var nafnið á umsækjandanum. Það eru sérstaklega konur með dæmigert múslimskt nafn sem koma illa út. Ef það væru engir fordómar til staðar þá ættum við ekki að sjá neinn mun. Þetta eru nákvæmlega jafn hæfir einstaklingar að öllu leyti.“Rímar við það sem þekkist erlendis Hann segir að þetta stemmi að mörgu leyti við það sem þekkist erlendis. „Þar sem við á annað borð finnum fordóma þá er það sérstaklega mikið gagnvart þeim með múslimskan bakgrunn. Þetta voru að sjálfsögðu ekki starfsviðtöl, þeir sem voru spurðir hittu ekki viðkomandi umsækjanda, en á móti kemur að ef það eru svona miklir fordómar þá er ólíklegt að viðkomandi yrði á annað borð boðið í viðtal. Langlíklegast er að umsækjandinn færi í bunkann sem yrði ýtt til hliðar. Það er eitt sem útlendingar hafa oft kvartað yfir. Þeim er ekki einu sinni boðið í viðtal. Eiga ekki séns.“
Mest lesið „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Sjá meira