Leigjendur og neytendur eiga að standa þétt saman Rán Reynisdóttir og Pálína Sjöfn Þórarinsdóttir skrifar 26. október 2018 10:00 Því miður hefur sundurlyndi en ekki samheldni einkennt samskipti samtaka um hagsmunamál almennings. Svo mjög, að ætla má að einstök félög skilgreini önnur almannasamtök sem andstæðinga sína en ekki samherja. Við ættum að nýta þau tímamót sem Neytendasamtökin standa nú frammi fyrir til að yfirstíga þennan vanda, skilja alla kergju eftir og vinna sameiginlega að því að stórefla hagsmunabaráttu neytenda. Í dag er það svo að það er Alþýðusamband Íslands sem heldur utan um verðkannanir í samvinnu við stjórnvöld, en ekki Neytendasamtökin. Neytendasamtökin sinna síðan leigjendaaðstoðinni fyrir ráðuneytið, en ekki Samtök leigjenda. Það er engu líkara en að stjórnvöld leiki sér að því að egna einum samtökum upp á móti systursamtökum sínum. Þessu viljum við breyta. Við viljum að Samtök leigjenda séu viðurkennd fyrir það sem þau eru; samtök leigjenda. Og við viljum að Alþýðusambandið virði hlutverk Neytendasamtakanna og gefi frá sér verkefni sem augljóslega ættu best heima hjá Neytendasamtökunum. Þessi kergja milli almannasamtaka birtist einnig á komandi þingi Neytendasamtakanna þar sem hálf stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna bíður sig fram til stjórnarsetu í Neytendasamtökunum. Það segir sig sjálft að við, sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu þrettán frambjóðenda til stjórnar, Neytendur rísa upp!, erum ekki stuðningsfólk framboðs stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna til stjórnar Neytendasamtakanna. Við erum í okkar eigin framboði. Í því fellst ekki að við séum andstæðingar Hagsmunasamtaka heimilanna, þvert á móti. Okkar von og trú er að Neytendasamtökin muni byggja upp samstarf við Hagsmunasamtökin í framtíðinni, eins og þau muni gera gagnvart Samtökum leigjenda, Alþýðusambandinu, Félagi íslenskra bifreiðareigenda og fleirum samtökum. Það samstarf þarf að byggjast upp af virðingu, trausti og viðurkenningu á meginverkefnum hvers félags. Það er vilji okkar að Neytendasamtökin styðji Hagsmunasamtök heimilanna til að þróast áfram sem hagsmunasamtök almennings sem lántaka, eins og verkalýðsfélögin eru hagsmunasamtök almennings sem launafólks, Samtök leigjenda sem hagsmunasamtök almennings sem leigjenda og svo framvegis. Við sjáum ekki tilganginn með því að Neytendasamtökin verði það sem Hagsmunasamtökin eru né að Hagsmunasamtökin verði það sem Neytendasamtökin ættu að vera. Við ættum að horfa til verkalýðshreyfingarinnar sem fyrirmyndar. Þar hefur skýrari framtíðarsýn og róttækari hugmyndir sameinað félög og samtök. Starfsgreinasambandið mætir nú sameinað til kjaraviðræðna í fyrsta sinn og Landssamband verslunarmanna og VR leggja fram svo til sömu kröfur. Aldrei fyrr hefur verkalýðshreyfingin verið jafn sameinuð. Við viljum að sami andi leiki um Neytendasamtökin og systurfélög þeirra. Við eigum að hlusta hvert á annað, læra hvort af öðru og finna þann takt sem sameinar okkur. Við eigum ekki að skemmta andstæðingum okkar með sundrung. Til þess er ábyrgð okkar of mikil. Til þess er hlutverk Neytendasamtakanna of mikilvægt. Við sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu í aðdraganda þings Neytendasamtakanna gerðum það í kjölfar samtals og skoðanaskipta um hlutverk og framtíð samtakanna og hagsmunabaráttu neytenda. Við komum sum úr verkalýðshreyfingunni, önnur úr Samtökum leigjenda, sem ganga nú í gegnum endurnýjun, og höfum flest starfað innan annarra almannasamtaka. Ekkert okkar vill spila einleik í aðdraganda þessa þings og ekkert okkar vill að Neytendasamtökin spili einleik á næstu árum. Við bjóðum okkur fram til að sameina neytendur í sterkum almannasamtökum, ekki með því að þynna út stefnuna heldur með því að marka skýra stefnu, ákveðnar kröfur, sterka rödd og beittar aðgerðir. Við viljum að Neytendasamtökin verði herská í baráttu sinni gegn okri og svikum fyrirtækja. En við viljum að þau verði góð systir sinna systursamtaka.Höfundar eru frambjóðendur til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Því miður hefur sundurlyndi en ekki samheldni einkennt samskipti samtaka um hagsmunamál almennings. Svo mjög, að ætla má að einstök félög skilgreini önnur almannasamtök sem andstæðinga sína en ekki samherja. Við ættum að nýta þau tímamót sem Neytendasamtökin standa nú frammi fyrir til að yfirstíga þennan vanda, skilja alla kergju eftir og vinna sameiginlega að því að stórefla hagsmunabaráttu neytenda. Í dag er það svo að það er Alþýðusamband Íslands sem heldur utan um verðkannanir í samvinnu við stjórnvöld, en ekki Neytendasamtökin. Neytendasamtökin sinna síðan leigjendaaðstoðinni fyrir ráðuneytið, en ekki Samtök leigjenda. Það er engu líkara en að stjórnvöld leiki sér að því að egna einum samtökum upp á móti systursamtökum sínum. Þessu viljum við breyta. Við viljum að Samtök leigjenda séu viðurkennd fyrir það sem þau eru; samtök leigjenda. Og við viljum að Alþýðusambandið virði hlutverk Neytendasamtakanna og gefi frá sér verkefni sem augljóslega ættu best heima hjá Neytendasamtökunum. Þessi kergja milli almannasamtaka birtist einnig á komandi þingi Neytendasamtakanna þar sem hálf stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna bíður sig fram til stjórnarsetu í Neytendasamtökunum. Það segir sig sjálft að við, sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu þrettán frambjóðenda til stjórnar, Neytendur rísa upp!, erum ekki stuðningsfólk framboðs stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna til stjórnar Neytendasamtakanna. Við erum í okkar eigin framboði. Í því fellst ekki að við séum andstæðingar Hagsmunasamtaka heimilanna, þvert á móti. Okkar von og trú er að Neytendasamtökin muni byggja upp samstarf við Hagsmunasamtökin í framtíðinni, eins og þau muni gera gagnvart Samtökum leigjenda, Alþýðusambandinu, Félagi íslenskra bifreiðareigenda og fleirum samtökum. Það samstarf þarf að byggjast upp af virðingu, trausti og viðurkenningu á meginverkefnum hvers félags. Það er vilji okkar að Neytendasamtökin styðji Hagsmunasamtök heimilanna til að þróast áfram sem hagsmunasamtök almennings sem lántaka, eins og verkalýðsfélögin eru hagsmunasamtök almennings sem launafólks, Samtök leigjenda sem hagsmunasamtök almennings sem leigjenda og svo framvegis. Við sjáum ekki tilganginn með því að Neytendasamtökin verði það sem Hagsmunasamtökin eru né að Hagsmunasamtökin verði það sem Neytendasamtökin ættu að vera. Við ættum að horfa til verkalýðshreyfingarinnar sem fyrirmyndar. Þar hefur skýrari framtíðarsýn og róttækari hugmyndir sameinað félög og samtök. Starfsgreinasambandið mætir nú sameinað til kjaraviðræðna í fyrsta sinn og Landssamband verslunarmanna og VR leggja fram svo til sömu kröfur. Aldrei fyrr hefur verkalýðshreyfingin verið jafn sameinuð. Við viljum að sami andi leiki um Neytendasamtökin og systurfélög þeirra. Við eigum að hlusta hvert á annað, læra hvort af öðru og finna þann takt sem sameinar okkur. Við eigum ekki að skemmta andstæðingum okkar með sundrung. Til þess er ábyrgð okkar of mikil. Til þess er hlutverk Neytendasamtakanna of mikilvægt. Við sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu í aðdraganda þings Neytendasamtakanna gerðum það í kjölfar samtals og skoðanaskipta um hlutverk og framtíð samtakanna og hagsmunabaráttu neytenda. Við komum sum úr verkalýðshreyfingunni, önnur úr Samtökum leigjenda, sem ganga nú í gegnum endurnýjun, og höfum flest starfað innan annarra almannasamtaka. Ekkert okkar vill spila einleik í aðdraganda þessa þings og ekkert okkar vill að Neytendasamtökin spili einleik á næstu árum. Við bjóðum okkur fram til að sameina neytendur í sterkum almannasamtökum, ekki með því að þynna út stefnuna heldur með því að marka skýra stefnu, ákveðnar kröfur, sterka rödd og beittar aðgerðir. Við viljum að Neytendasamtökin verði herská í baráttu sinni gegn okri og svikum fyrirtækja. En við viljum að þau verði góð systir sinna systursamtaka.Höfundar eru frambjóðendur til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun