Leigjendur og neytendur eiga að standa þétt saman Rán Reynisdóttir og Pálína Sjöfn Þórarinsdóttir skrifar 26. október 2018 10:00 Því miður hefur sundurlyndi en ekki samheldni einkennt samskipti samtaka um hagsmunamál almennings. Svo mjög, að ætla má að einstök félög skilgreini önnur almannasamtök sem andstæðinga sína en ekki samherja. Við ættum að nýta þau tímamót sem Neytendasamtökin standa nú frammi fyrir til að yfirstíga þennan vanda, skilja alla kergju eftir og vinna sameiginlega að því að stórefla hagsmunabaráttu neytenda. Í dag er það svo að það er Alþýðusamband Íslands sem heldur utan um verðkannanir í samvinnu við stjórnvöld, en ekki Neytendasamtökin. Neytendasamtökin sinna síðan leigjendaaðstoðinni fyrir ráðuneytið, en ekki Samtök leigjenda. Það er engu líkara en að stjórnvöld leiki sér að því að egna einum samtökum upp á móti systursamtökum sínum. Þessu viljum við breyta. Við viljum að Samtök leigjenda séu viðurkennd fyrir það sem þau eru; samtök leigjenda. Og við viljum að Alþýðusambandið virði hlutverk Neytendasamtakanna og gefi frá sér verkefni sem augljóslega ættu best heima hjá Neytendasamtökunum. Þessi kergja milli almannasamtaka birtist einnig á komandi þingi Neytendasamtakanna þar sem hálf stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna bíður sig fram til stjórnarsetu í Neytendasamtökunum. Það segir sig sjálft að við, sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu þrettán frambjóðenda til stjórnar, Neytendur rísa upp!, erum ekki stuðningsfólk framboðs stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna til stjórnar Neytendasamtakanna. Við erum í okkar eigin framboði. Í því fellst ekki að við séum andstæðingar Hagsmunasamtaka heimilanna, þvert á móti. Okkar von og trú er að Neytendasamtökin muni byggja upp samstarf við Hagsmunasamtökin í framtíðinni, eins og þau muni gera gagnvart Samtökum leigjenda, Alþýðusambandinu, Félagi íslenskra bifreiðareigenda og fleirum samtökum. Það samstarf þarf að byggjast upp af virðingu, trausti og viðurkenningu á meginverkefnum hvers félags. Það er vilji okkar að Neytendasamtökin styðji Hagsmunasamtök heimilanna til að þróast áfram sem hagsmunasamtök almennings sem lántaka, eins og verkalýðsfélögin eru hagsmunasamtök almennings sem launafólks, Samtök leigjenda sem hagsmunasamtök almennings sem leigjenda og svo framvegis. Við sjáum ekki tilganginn með því að Neytendasamtökin verði það sem Hagsmunasamtökin eru né að Hagsmunasamtökin verði það sem Neytendasamtökin ættu að vera. Við ættum að horfa til verkalýðshreyfingarinnar sem fyrirmyndar. Þar hefur skýrari framtíðarsýn og róttækari hugmyndir sameinað félög og samtök. Starfsgreinasambandið mætir nú sameinað til kjaraviðræðna í fyrsta sinn og Landssamband verslunarmanna og VR leggja fram svo til sömu kröfur. Aldrei fyrr hefur verkalýðshreyfingin verið jafn sameinuð. Við viljum að sami andi leiki um Neytendasamtökin og systurfélög þeirra. Við eigum að hlusta hvert á annað, læra hvort af öðru og finna þann takt sem sameinar okkur. Við eigum ekki að skemmta andstæðingum okkar með sundrung. Til þess er ábyrgð okkar of mikil. Til þess er hlutverk Neytendasamtakanna of mikilvægt. Við sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu í aðdraganda þings Neytendasamtakanna gerðum það í kjölfar samtals og skoðanaskipta um hlutverk og framtíð samtakanna og hagsmunabaráttu neytenda. Við komum sum úr verkalýðshreyfingunni, önnur úr Samtökum leigjenda, sem ganga nú í gegnum endurnýjun, og höfum flest starfað innan annarra almannasamtaka. Ekkert okkar vill spila einleik í aðdraganda þessa þings og ekkert okkar vill að Neytendasamtökin spili einleik á næstu árum. Við bjóðum okkur fram til að sameina neytendur í sterkum almannasamtökum, ekki með því að þynna út stefnuna heldur með því að marka skýra stefnu, ákveðnar kröfur, sterka rödd og beittar aðgerðir. Við viljum að Neytendasamtökin verði herská í baráttu sinni gegn okri og svikum fyrirtækja. En við viljum að þau verði góð systir sinna systursamtaka.Höfundar eru frambjóðendur til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Því miður hefur sundurlyndi en ekki samheldni einkennt samskipti samtaka um hagsmunamál almennings. Svo mjög, að ætla má að einstök félög skilgreini önnur almannasamtök sem andstæðinga sína en ekki samherja. Við ættum að nýta þau tímamót sem Neytendasamtökin standa nú frammi fyrir til að yfirstíga þennan vanda, skilja alla kergju eftir og vinna sameiginlega að því að stórefla hagsmunabaráttu neytenda. Í dag er það svo að það er Alþýðusamband Íslands sem heldur utan um verðkannanir í samvinnu við stjórnvöld, en ekki Neytendasamtökin. Neytendasamtökin sinna síðan leigjendaaðstoðinni fyrir ráðuneytið, en ekki Samtök leigjenda. Það er engu líkara en að stjórnvöld leiki sér að því að egna einum samtökum upp á móti systursamtökum sínum. Þessu viljum við breyta. Við viljum að Samtök leigjenda séu viðurkennd fyrir það sem þau eru; samtök leigjenda. Og við viljum að Alþýðusambandið virði hlutverk Neytendasamtakanna og gefi frá sér verkefni sem augljóslega ættu best heima hjá Neytendasamtökunum. Þessi kergja milli almannasamtaka birtist einnig á komandi þingi Neytendasamtakanna þar sem hálf stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna bíður sig fram til stjórnarsetu í Neytendasamtökunum. Það segir sig sjálft að við, sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu þrettán frambjóðenda til stjórnar, Neytendur rísa upp!, erum ekki stuðningsfólk framboðs stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna til stjórnar Neytendasamtakanna. Við erum í okkar eigin framboði. Í því fellst ekki að við séum andstæðingar Hagsmunasamtaka heimilanna, þvert á móti. Okkar von og trú er að Neytendasamtökin muni byggja upp samstarf við Hagsmunasamtökin í framtíðinni, eins og þau muni gera gagnvart Samtökum leigjenda, Alþýðusambandinu, Félagi íslenskra bifreiðareigenda og fleirum samtökum. Það samstarf þarf að byggjast upp af virðingu, trausti og viðurkenningu á meginverkefnum hvers félags. Það er vilji okkar að Neytendasamtökin styðji Hagsmunasamtök heimilanna til að þróast áfram sem hagsmunasamtök almennings sem lántaka, eins og verkalýðsfélögin eru hagsmunasamtök almennings sem launafólks, Samtök leigjenda sem hagsmunasamtök almennings sem leigjenda og svo framvegis. Við sjáum ekki tilganginn með því að Neytendasamtökin verði það sem Hagsmunasamtökin eru né að Hagsmunasamtökin verði það sem Neytendasamtökin ættu að vera. Við ættum að horfa til verkalýðshreyfingarinnar sem fyrirmyndar. Þar hefur skýrari framtíðarsýn og róttækari hugmyndir sameinað félög og samtök. Starfsgreinasambandið mætir nú sameinað til kjaraviðræðna í fyrsta sinn og Landssamband verslunarmanna og VR leggja fram svo til sömu kröfur. Aldrei fyrr hefur verkalýðshreyfingin verið jafn sameinuð. Við viljum að sami andi leiki um Neytendasamtökin og systurfélög þeirra. Við eigum að hlusta hvert á annað, læra hvort af öðru og finna þann takt sem sameinar okkur. Við eigum ekki að skemmta andstæðingum okkar með sundrung. Til þess er ábyrgð okkar of mikil. Til þess er hlutverk Neytendasamtakanna of mikilvægt. Við sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu í aðdraganda þings Neytendasamtakanna gerðum það í kjölfar samtals og skoðanaskipta um hlutverk og framtíð samtakanna og hagsmunabaráttu neytenda. Við komum sum úr verkalýðshreyfingunni, önnur úr Samtökum leigjenda, sem ganga nú í gegnum endurnýjun, og höfum flest starfað innan annarra almannasamtaka. Ekkert okkar vill spila einleik í aðdraganda þessa þings og ekkert okkar vill að Neytendasamtökin spili einleik á næstu árum. Við bjóðum okkur fram til að sameina neytendur í sterkum almannasamtökum, ekki með því að þynna út stefnuna heldur með því að marka skýra stefnu, ákveðnar kröfur, sterka rödd og beittar aðgerðir. Við viljum að Neytendasamtökin verði herská í baráttu sinni gegn okri og svikum fyrirtækja. En við viljum að þau verði góð systir sinna systursamtaka.Höfundar eru frambjóðendur til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar