Hagsmunir neytenda, allra hagur Guðjón Sigurbjartsson skrifar 26. október 2018 10:10 Í góðu samfélagi hefur almenningur það gott, líka í samanburði við önnur samfélög. Hér hjá okkur hefur allt of stóri hópur hefur það skítt og sumir því miður ömurlegt. Þar á meðal eru lífeyrisþegar, láglaunaðir og um 6.000 börn. Þetta þarf ekki að vera svona og á ekki að vera svona. Það þarf að stórbæta hag almennings, sérstaklega þeirra sem verst eru settir.Almannahagur vs. sérhagsmunir Það kann að vera arfur frá þeirri tíð þegar lífsbaráttan var harðari, að sérhagsmunir framleiðenda og fleiri eru oft teknir fram yfir almannahag jafnvel þó það komi niður á lífskjörum, sem er stóralvarlegt gagnvart fátækum. Sem betur fer er matarskortur ekki lengur vandamál og feðraveldið á undanhaldi, ef út í það er farið. Löngu tímabært er að láta hag neytenda og almennings hafa forgang á sérhagsmuni þó auðvitað þurfi að gæta að undirstöðunni, atvinnuvegunum.Við getum auðveldlega bætt lífskjör Við samanburð á lífskjörum neytenda hér og í nágrannalöndunum er tvennt sem sker mest í augun. (1) Matvara er hér mjög dýr og (2) vextir eru mjög háir. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem skuldar í húsnæði lætur nærri að útgjöld í mat og vexti séu um 150.000kr. hærri á mánuði en í nágrannalöndunum. Til að greiða þennan mun þarf að hafa um 300.000kr. tekjur á mánuði. Ef greiða ætti hærri laun en gert er í nágrannalöndunum til að bæta upp hærri framfærslukostnað þyrfti þjóðarframleiðsla á mann að vera hærri og framlegð betri en hjá þeim. En hún er því miður um 20% lægri eins og ekki útlit fyrir að við förum fram úr þeim í fyrirsjáanlegri framtíð. Vonandi nálgumst við þau að þessu leyti á næstu árum en til þess þurfum við að hafa okkur öll við, enda keppast aðrir við að auka sína þjóðarframleiðslu til að bæta lífskjör hjá sér. En það er ekki einu sinni nóg að hafa góðar tekjur, það þarf líka að fara vel með. Evrópulöndin hafa fyrir löngu fellt niður matartolla og opnað matvælamarkað sín á milli. Svo hafa þau komið sér upp sameiginlegum gjaldmiðli sem hjálpar þeim í lífskjarabaráttunni. Evran færir með sér auðveldari viðskipti, minni viðskiptakostnað, stöðugleika, meiri samkeppni á fjármagnsmarkaði og lægri vextir. Evran myndi því hjálpa okkur að bæta lífskjörin til jafns við betur settu Evrópuþjóðirnar. Þörfin fyrir krónuna, sem hægt er að fella ef illa gengur, er ýkt af sérhagsmunaaðilum með hræðsluáróðri. En það tekur tíma að fá Evruna. Þangað til þurfum við virka samkeppni á fjármálamarkaði til að lækka vexti.Neytendur eiga leik Neytendasamtökin (NS) styðja lækkun matartolla og vaxta en sérhagsmunaöflin hafa hingað til haft betur í sinni hagsmunagæslu. Það þarf að stórefla NS til að sjónarmið okkar heyrist hátt og skýrt. Það má gera með ýmsum ráðum enda vaxandi skilningur á mikilvægi málsins. Landsþing NS verður laugardaginn 27. október n.k. þar sem kosin verður ný forysta og félagsformið uppfært. Margir eru í framboði meðal annars sá er þetta ritar. Fjöldi frambjóðenda sýnir aukinn áhuga á samtökunum. Þú ættir að og taka þátt í starfinu, sjá ns.is. Áfram neytendur!Tilvísanir:www.ns.ishttps://gudjonsigurbjarts.wordpress.com/neytendur/Höfundur er viðskiptafræðingur í framboði til formennsku í Neytendasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í góðu samfélagi hefur almenningur það gott, líka í samanburði við önnur samfélög. Hér hjá okkur hefur allt of stóri hópur hefur það skítt og sumir því miður ömurlegt. Þar á meðal eru lífeyrisþegar, láglaunaðir og um 6.000 börn. Þetta þarf ekki að vera svona og á ekki að vera svona. Það þarf að stórbæta hag almennings, sérstaklega þeirra sem verst eru settir.Almannahagur vs. sérhagsmunir Það kann að vera arfur frá þeirri tíð þegar lífsbaráttan var harðari, að sérhagsmunir framleiðenda og fleiri eru oft teknir fram yfir almannahag jafnvel þó það komi niður á lífskjörum, sem er stóralvarlegt gagnvart fátækum. Sem betur fer er matarskortur ekki lengur vandamál og feðraveldið á undanhaldi, ef út í það er farið. Löngu tímabært er að láta hag neytenda og almennings hafa forgang á sérhagsmuni þó auðvitað þurfi að gæta að undirstöðunni, atvinnuvegunum.Við getum auðveldlega bætt lífskjör Við samanburð á lífskjörum neytenda hér og í nágrannalöndunum er tvennt sem sker mest í augun. (1) Matvara er hér mjög dýr og (2) vextir eru mjög háir. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem skuldar í húsnæði lætur nærri að útgjöld í mat og vexti séu um 150.000kr. hærri á mánuði en í nágrannalöndunum. Til að greiða þennan mun þarf að hafa um 300.000kr. tekjur á mánuði. Ef greiða ætti hærri laun en gert er í nágrannalöndunum til að bæta upp hærri framfærslukostnað þyrfti þjóðarframleiðsla á mann að vera hærri og framlegð betri en hjá þeim. En hún er því miður um 20% lægri eins og ekki útlit fyrir að við förum fram úr þeim í fyrirsjáanlegri framtíð. Vonandi nálgumst við þau að þessu leyti á næstu árum en til þess þurfum við að hafa okkur öll við, enda keppast aðrir við að auka sína þjóðarframleiðslu til að bæta lífskjör hjá sér. En það er ekki einu sinni nóg að hafa góðar tekjur, það þarf líka að fara vel með. Evrópulöndin hafa fyrir löngu fellt niður matartolla og opnað matvælamarkað sín á milli. Svo hafa þau komið sér upp sameiginlegum gjaldmiðli sem hjálpar þeim í lífskjarabaráttunni. Evran færir með sér auðveldari viðskipti, minni viðskiptakostnað, stöðugleika, meiri samkeppni á fjármagnsmarkaði og lægri vextir. Evran myndi því hjálpa okkur að bæta lífskjörin til jafns við betur settu Evrópuþjóðirnar. Þörfin fyrir krónuna, sem hægt er að fella ef illa gengur, er ýkt af sérhagsmunaaðilum með hræðsluáróðri. En það tekur tíma að fá Evruna. Þangað til þurfum við virka samkeppni á fjármálamarkaði til að lækka vexti.Neytendur eiga leik Neytendasamtökin (NS) styðja lækkun matartolla og vaxta en sérhagsmunaöflin hafa hingað til haft betur í sinni hagsmunagæslu. Það þarf að stórefla NS til að sjónarmið okkar heyrist hátt og skýrt. Það má gera með ýmsum ráðum enda vaxandi skilningur á mikilvægi málsins. Landsþing NS verður laugardaginn 27. október n.k. þar sem kosin verður ný forysta og félagsformið uppfært. Margir eru í framboði meðal annars sá er þetta ritar. Fjöldi frambjóðenda sýnir aukinn áhuga á samtökunum. Þú ættir að og taka þátt í starfinu, sjá ns.is. Áfram neytendur!Tilvísanir:www.ns.ishttps://gudjonsigurbjarts.wordpress.com/neytendur/Höfundur er viðskiptafræðingur í framboði til formennsku í Neytendasamtökunum.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun