Fagleg stjórnun grunnskóla? Hulda María Magnúsdóttir skrifar 26. október 2018 12:55 Nú á haustmánuðum voru liðin 5 ár frá því ég fór fyrst að taka virkan þátt í kjarabaráttu grunnskólakennara. Afskiptin hófust í grasrótinni og urðu síðar að formlegri þátttöku sem kjörinn fulltrúi en því tímabili lauk síðastliðið vor. Eins og með flest nýtt sem fólk tekur sér fyrir hendur reyndist þetta afar lærdómsríkur tími þar sem ég öðlaðist dýpri og betri skilning á kjaramálum. Hafandi verið á kafi í þessu síðustu ár var ég komin með kjarasamninginn minn alveg á hreint og því svolítil viðbrigði nú í haust að taka við starfi deildarstýru í skólanum mínum. Það þýddi nefnilega nýtt félag og nýr kjarasamningur, að læra eitthvað nýtt. Ekki hafði ég þó séð fyrir að ég yrði sett á bókstaflegan núllpunkt við það að taka að mér stjórnunarstöðu með tilheyrandi ábyrgð. Mér hafði jú verið boðin staðan, eftir viðtal, vegna margra ára kennslureynslu þar sem ég hafði sannað mig sem fær kennslukona. Það er nefnilega þannig að þegar kennari fer af „gólfinu“ og inn á skrifstofu þá skiptir kennslureynslan ekki lengur máli, allavega ekki launalega séð. 11 ár af kennslu ýmissa námsgreina, umsjón, valfög og skipulagning ýmiss konar er einskis virði í peningum. Fyrsta launahækkun fyrir reynslu kemur eftir 5 ár í stjórnunarstöðu. Sem þýðir að ef einhver kemur beint úr námi og fær sambærilega stöðu við mína strax eftir nám byrjum við með sömu laun. Viðkomandi hækkar líka jafn mikið og ég, á sama tíma og ég þrátt fyrir að hafa enga fyrri reynslu. Ég með reynsluna og manneskjan sem er ný inn fylgjumst því að í launum frá upphafi. Með þessu er mér því send þau skilaboð að það sé í raun algjör óþarfi að þekkja inn á skólakerfið eða vita í þaula hvernig skólastarf fer fram. Að mitt fyrra faglega starf til margra ára skipti ekki máli. Stjórnun hlýtur jú alltaf bara að vera stjórnun, rekum þetta eins og hvert annað fyrirtæki, horfum ekkert á faglegu hliðina, hverjum er ekki sama hvað hentar best fyrir börnin? Mögulega hefði þetta komið mér meira á óvart hefði ég ekki verið að hrærast í þessu samningaumhverfi undanfarin ár. Því miður þekki ég nefnilega of vel það skilningsleysi sem oft virðist ríkja hjá viðsemjandanum, þrátt fyrir nýtt félag er ég ennþá launþegi hjá sveitarfélögunum. Þar á bæ virðist fólk ekki alveg hafa skilning á því hvernig skólastarf gengur fyrir sig. Eða kannski hefur það skilning á því en hefur bara ekki áhuga á að spá í það. Eða kannski er því bara alveg sama hvort skólastjórnendur eru fagfólk með góða menntun og reynslu af kennslu. Á meðan tölurnar eru réttu megin við núllið og hægt er að taka stikkprufur úr samræmdum prófum og PÍSA. Restin er kannski bara aukaatriði í þeirra augum. Vonandi er það nú ekki raunin en þannig er samt mín upplifun. Ég er komin í nýja stöðu, þar sem ég ber meiri ábyrgð (deildin mín telur yfir 250 unglinga) og get mögulega haft meiri áhrif. Það er því að mínu mati algjörlega fáránlegt að ég byrji bara á núllpunkti hvað reynslu varðar, eins og ég hafi verið að ganga ný inn, því ég hef „bara“ verið að kenna en ekki að stjórna. Ef sveitarfélögin hafa áhuga á því að hafa reynslumikið skólafólk til að gegna faglegu starfi stjórnenda grunnskóla þurfa þau aðeins að hugsa sinn gang og meta fólk að verðleikum!Höfundur er deildarstýra í grunnskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Nú á haustmánuðum voru liðin 5 ár frá því ég fór fyrst að taka virkan þátt í kjarabaráttu grunnskólakennara. Afskiptin hófust í grasrótinni og urðu síðar að formlegri þátttöku sem kjörinn fulltrúi en því tímabili lauk síðastliðið vor. Eins og með flest nýtt sem fólk tekur sér fyrir hendur reyndist þetta afar lærdómsríkur tími þar sem ég öðlaðist dýpri og betri skilning á kjaramálum. Hafandi verið á kafi í þessu síðustu ár var ég komin með kjarasamninginn minn alveg á hreint og því svolítil viðbrigði nú í haust að taka við starfi deildarstýru í skólanum mínum. Það þýddi nefnilega nýtt félag og nýr kjarasamningur, að læra eitthvað nýtt. Ekki hafði ég þó séð fyrir að ég yrði sett á bókstaflegan núllpunkt við það að taka að mér stjórnunarstöðu með tilheyrandi ábyrgð. Mér hafði jú verið boðin staðan, eftir viðtal, vegna margra ára kennslureynslu þar sem ég hafði sannað mig sem fær kennslukona. Það er nefnilega þannig að þegar kennari fer af „gólfinu“ og inn á skrifstofu þá skiptir kennslureynslan ekki lengur máli, allavega ekki launalega séð. 11 ár af kennslu ýmissa námsgreina, umsjón, valfög og skipulagning ýmiss konar er einskis virði í peningum. Fyrsta launahækkun fyrir reynslu kemur eftir 5 ár í stjórnunarstöðu. Sem þýðir að ef einhver kemur beint úr námi og fær sambærilega stöðu við mína strax eftir nám byrjum við með sömu laun. Viðkomandi hækkar líka jafn mikið og ég, á sama tíma og ég þrátt fyrir að hafa enga fyrri reynslu. Ég með reynsluna og manneskjan sem er ný inn fylgjumst því að í launum frá upphafi. Með þessu er mér því send þau skilaboð að það sé í raun algjör óþarfi að þekkja inn á skólakerfið eða vita í þaula hvernig skólastarf fer fram. Að mitt fyrra faglega starf til margra ára skipti ekki máli. Stjórnun hlýtur jú alltaf bara að vera stjórnun, rekum þetta eins og hvert annað fyrirtæki, horfum ekkert á faglegu hliðina, hverjum er ekki sama hvað hentar best fyrir börnin? Mögulega hefði þetta komið mér meira á óvart hefði ég ekki verið að hrærast í þessu samningaumhverfi undanfarin ár. Því miður þekki ég nefnilega of vel það skilningsleysi sem oft virðist ríkja hjá viðsemjandanum, þrátt fyrir nýtt félag er ég ennþá launþegi hjá sveitarfélögunum. Þar á bæ virðist fólk ekki alveg hafa skilning á því hvernig skólastarf gengur fyrir sig. Eða kannski hefur það skilning á því en hefur bara ekki áhuga á að spá í það. Eða kannski er því bara alveg sama hvort skólastjórnendur eru fagfólk með góða menntun og reynslu af kennslu. Á meðan tölurnar eru réttu megin við núllið og hægt er að taka stikkprufur úr samræmdum prófum og PÍSA. Restin er kannski bara aukaatriði í þeirra augum. Vonandi er það nú ekki raunin en þannig er samt mín upplifun. Ég er komin í nýja stöðu, þar sem ég ber meiri ábyrgð (deildin mín telur yfir 250 unglinga) og get mögulega haft meiri áhrif. Það er því að mínu mati algjörlega fáránlegt að ég byrji bara á núllpunkti hvað reynslu varðar, eins og ég hafi verið að ganga ný inn, því ég hef „bara“ verið að kenna en ekki að stjórna. Ef sveitarfélögin hafa áhuga á því að hafa reynslumikið skólafólk til að gegna faglegu starfi stjórnenda grunnskóla þurfa þau aðeins að hugsa sinn gang og meta fólk að verðleikum!Höfundur er deildarstýra í grunnskóla í Reykjavík.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun