Konan sem hvarf Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. október 2018 08:00 Laugardaginn 23. mars árið 1918 flæktist þýsk kona, Annie Riethof að nafni, óvænt inn í sögu Íslands þegar hún talaði í fyrsta skipti við strák sem hún var skotin í. Strákurinn var íslenskur og hét Jón Þorleifsson en kallaði sig Jón Leifs. Annie kynntist Jóni í Leipzig í Þýskalandi en þar stunduðu þau bæði nám í píanóleik. Annie var komin af efnuðu fólki og hafði alist upp á heimili þar sem menning og listir voru í hávegum hafðar. Jón hafði hins vegar alist upp í Reykjavík sem við upphaf 20. aldar var sex þúsund manna þorp þar sem menningarlífið var fábreytt. Neisti á milli tónlistarnemendanna tveggja varð fljótt að miklu ástarbáli. Annie og Jón gengu í hjónaband, þvert á vilja foreldra sinna. En lífið að tónlistarnáminu loknu var enginn dans á rósum. Þótt pabbi Anniear væri auðugur verksmiðjujöfur tók við sár fátækt hjá ungu hjónunum. Annie og Jón reyndu hvað þau gátu að framfleyta sér sem tónlistarfólk en upp úr því var lítið að hafa. Þótt Annie og Jón ætluðu sér bæði að verða frægir tónlistarmenn sat ferill Anniear oft á hakanum. Tími hennar fór í að huga að frama Jóns, hjálpa honum að fá innblástur, hjúkra honum í veikindum og koma tónsmíðum hans á framfæri. Fórnfýsi Anniear átti sér engin takmörk. Árið 1926 ákvað Jón að flytja sinfóníuhljómsveit frá Þýskalandi til Íslands. Lifandi leikur slíkrar hljómsveitar hafði aldrei fyrr heyrst hér á landi. Annie hjálpaði Jóni við undirbúninginn. Auk þess lagði hún fram flygilinn sinn sem veð gegn hugsanlegu tapi á tónleikaferðinni. Að vera án hljóðfæris setti ungum og upprennandi píanista miklar skorður. Þótt Annie, Jón og dætur þeirra tvær, Snót og Líf, væru stundum við það að svelta vegna fátæktar hvatti Annie mann sinn alltaf til að einbeita sér heldur að listsköpun en að fá sér venjulega vinnu eins og foreldrar þeirra beggja vildu að hann gerði. En óveðursský hrönnuðust upp við sjóndeildarhringinn.Persónuleg martröð Árið 1933 komst Adolf Hitler til valda í Þýskalandi. Annie var gyðingur. Móðir Anniear var tekin af lífi í gasklefa í útrýmingarbúðum í Póllandi. Annie, Jón og dæturnar flúðu frá Þýskalandi til Svíþjóðar. Við komuna til Svíþjóðar varð Jón ástfanginn af forstöðukonu gistiheimilisins sem fjölskyldan dvaldi á. Jón krafðist skilnaðar. Persónuleg martröð Anniear var þó aðeins rétt að byrja. Þann 12. júlí árið 1947 hringdi síminn. Á línunni var sænskur fiðluleikari sem Líf dvaldist hjá á sumrin og sótti fiðlutíma hjá. Líf byrjaði hvern dag á því að synda í sjónum undan vesturströnd Svíþjóðar. En þennan dag hafði hún aldrei snúið til baka. Leitað var að Líf í sjónum úr vélbátum, togurum og flugvélum. Á níunda degi kom lík stúlkunnar í leitirnar. Líf var grafin í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Annie gat hvergi hugsað sér að búa nema nærri legstað dóttur sinnar. Annie og Snót fluttust inn í litla kjallaraíbúð í Reykjavík. En áföllin héldu áfram að dynja yfir. Snót greindist með geðklofa. Umönnun Snótar varð hlutskipti Anniear. Mörgum samtíðarmönnum Anniear fannst þessi útlenska kona skrítin. Þeir muna eftir henni þar sem hún gekk dökkklædd um götur bæjarins hægum skrefum ásamt Snót sem gekk alltaf nokkrum skrefum á eftir henni. Annie Leifs andaðist í Reykjavík árið 1970, sjötíu og þriggja ára að aldri. Hún var jarðsett við hlið Lífar í Fossvogskirkjugarði.Krafa um framtíð „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í ræðu á kvennafrídaginn. Mér varð hugsað til Anniear Leifs. Bæði voru Annie Leifs og Jón Leifs merkilegar manneskjur og bæði áttu þau sér markverða ævi. Sagnfræðingar hafa skrifað fjölda bóka og greina um Jón. Öld eftir að Annie flæktist inn í sögu Íslands hefur enn enginn skrifað um hana bók. Þögnin um Annie er þögn um okkur allar. Pólitískt pláss, efnahagsleg völd og réttmætur sess í sögunni: Það er krafa okkar um framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Laugardaginn 23. mars árið 1918 flæktist þýsk kona, Annie Riethof að nafni, óvænt inn í sögu Íslands þegar hún talaði í fyrsta skipti við strák sem hún var skotin í. Strákurinn var íslenskur og hét Jón Þorleifsson en kallaði sig Jón Leifs. Annie kynntist Jóni í Leipzig í Þýskalandi en þar stunduðu þau bæði nám í píanóleik. Annie var komin af efnuðu fólki og hafði alist upp á heimili þar sem menning og listir voru í hávegum hafðar. Jón hafði hins vegar alist upp í Reykjavík sem við upphaf 20. aldar var sex þúsund manna þorp þar sem menningarlífið var fábreytt. Neisti á milli tónlistarnemendanna tveggja varð fljótt að miklu ástarbáli. Annie og Jón gengu í hjónaband, þvert á vilja foreldra sinna. En lífið að tónlistarnáminu loknu var enginn dans á rósum. Þótt pabbi Anniear væri auðugur verksmiðjujöfur tók við sár fátækt hjá ungu hjónunum. Annie og Jón reyndu hvað þau gátu að framfleyta sér sem tónlistarfólk en upp úr því var lítið að hafa. Þótt Annie og Jón ætluðu sér bæði að verða frægir tónlistarmenn sat ferill Anniear oft á hakanum. Tími hennar fór í að huga að frama Jóns, hjálpa honum að fá innblástur, hjúkra honum í veikindum og koma tónsmíðum hans á framfæri. Fórnfýsi Anniear átti sér engin takmörk. Árið 1926 ákvað Jón að flytja sinfóníuhljómsveit frá Þýskalandi til Íslands. Lifandi leikur slíkrar hljómsveitar hafði aldrei fyrr heyrst hér á landi. Annie hjálpaði Jóni við undirbúninginn. Auk þess lagði hún fram flygilinn sinn sem veð gegn hugsanlegu tapi á tónleikaferðinni. Að vera án hljóðfæris setti ungum og upprennandi píanista miklar skorður. Þótt Annie, Jón og dætur þeirra tvær, Snót og Líf, væru stundum við það að svelta vegna fátæktar hvatti Annie mann sinn alltaf til að einbeita sér heldur að listsköpun en að fá sér venjulega vinnu eins og foreldrar þeirra beggja vildu að hann gerði. En óveðursský hrönnuðust upp við sjóndeildarhringinn.Persónuleg martröð Árið 1933 komst Adolf Hitler til valda í Þýskalandi. Annie var gyðingur. Móðir Anniear var tekin af lífi í gasklefa í útrýmingarbúðum í Póllandi. Annie, Jón og dæturnar flúðu frá Þýskalandi til Svíþjóðar. Við komuna til Svíþjóðar varð Jón ástfanginn af forstöðukonu gistiheimilisins sem fjölskyldan dvaldi á. Jón krafðist skilnaðar. Persónuleg martröð Anniear var þó aðeins rétt að byrja. Þann 12. júlí árið 1947 hringdi síminn. Á línunni var sænskur fiðluleikari sem Líf dvaldist hjá á sumrin og sótti fiðlutíma hjá. Líf byrjaði hvern dag á því að synda í sjónum undan vesturströnd Svíþjóðar. En þennan dag hafði hún aldrei snúið til baka. Leitað var að Líf í sjónum úr vélbátum, togurum og flugvélum. Á níunda degi kom lík stúlkunnar í leitirnar. Líf var grafin í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Annie gat hvergi hugsað sér að búa nema nærri legstað dóttur sinnar. Annie og Snót fluttust inn í litla kjallaraíbúð í Reykjavík. En áföllin héldu áfram að dynja yfir. Snót greindist með geðklofa. Umönnun Snótar varð hlutskipti Anniear. Mörgum samtíðarmönnum Anniear fannst þessi útlenska kona skrítin. Þeir muna eftir henni þar sem hún gekk dökkklædd um götur bæjarins hægum skrefum ásamt Snót sem gekk alltaf nokkrum skrefum á eftir henni. Annie Leifs andaðist í Reykjavík árið 1970, sjötíu og þriggja ára að aldri. Hún var jarðsett við hlið Lífar í Fossvogskirkjugarði.Krafa um framtíð „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í ræðu á kvennafrídaginn. Mér varð hugsað til Anniear Leifs. Bæði voru Annie Leifs og Jón Leifs merkilegar manneskjur og bæði áttu þau sér markverða ævi. Sagnfræðingar hafa skrifað fjölda bóka og greina um Jón. Öld eftir að Annie flæktist inn í sögu Íslands hefur enn enginn skrifað um hana bók. Þögnin um Annie er þögn um okkur allar. Pólitískt pláss, efnahagsleg völd og réttmætur sess í sögunni: Það er krafa okkar um framtíðina.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar