Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis, segir lögreglu hafa farið offari í rannsókn á skjalafalsi, misbeitt valdi sínu og ætlar hann að fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og meðal annars rætt við lögmann Ingimars.

Einnig verður fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins. Krafist er þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka.

Við skoðum einnig rándýru stráin við braggann í Nauthólsvík, skoðum þyrlu sem kynnt var fyrir Landhelgisgæslunni til kaupa í dag og sjáum myndir frá Flórída fellibylurinn Michael nálgast strendur ríkisins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×