Handbolti

Seinni bylgjan: Sóknarleikurinn á Íslandi á pari við atvinnumannabolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Selfoss er einu skrefi frá því að komast í riðlakeppni EHF-bikarsins eftir frábæran sigur á toppliði slóvensku deildarinnar, Ribnica, um nýliðna helgi.

Mörg frábær lið eru í pottinum í næstu umferð. Lið eins og Kiel og Füchse Berlin. Einnig eru í pottinum lið sem Selfoss gæti hæglega klárað.

„Ég væri til í að sjá eitthvað þýskt lið koma hingað heim,“ segir Logi Geirsson.

„Þarna eru líka lið frá Ísrael og Búlgaríu. Þeir eru alveg í séns. Þetta eru lakari lið en þeir voru að vinna núna,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson.

„Ég er mjög stoltur af þessum íslensku liðum í Evrópukeppninni. Það er frábært. Sóknarleikurinn okkar er á pari við atvinnumannabolta en ekki varnarleikur og markvarsla. Það eru skrefin sem vantar,“ bætir Logi við.

FH var einu marki frá því að komast í riðlakeppnina síðasta vetur. Sjá má umræðu um Selfoss og Evrópukeppnina hér að neðan.


 


Tengdar fréttir

Patrekur: Frábær auglýsing fyrir Selfoss

„Þetta var frábært. Hvernig við komum inn í leikinn var flott hjá strákunum. Að fá á sig tíu mörk í einum hálfleik og þar af 4-5 hraðaupphlaup, frábær vörn. Þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.”Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.