Handbolti

Seinni bylgjan: Logi sá sjálfur um að gefa rauðu spjöldin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Logi Geirsson gefur rautt.
Logi Geirsson gefur rautt. vísir
Dómararnir í spennuleik Fram og Akureyrar í Olís-deild karla á laugardaginn höfðu nóg að gera og ráku meðal annars Friðrik Svavarsson, línumann gestanna, út af þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik.

Logi Geirsson var sammála þeim dómi og gaf rautt spjald úr myndveri en hann fékk brakandi ný spjöld í afælisgjöf og beitti þeim óspart í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport HD.

Loga fannst þó vanta tvö rauð spjöld til viðbótar. Hann rak Brynjar Hólm, leikmann Akureyrar, út af fyrir að slá Framarann Þorgrím Smára Ólafsson í andlitið og þá fékk markvörður Akureyrar einni að fjúka út af fyrir karatespark sem var svipað og hann sá rautt fyrir um daginn.

Jóhann Gunnar Einarsson var svo sannarlega ekki sammála rauða spjaldinu á markvörðinn eins og hann var ekki sammála þegar að Marius fékk rauða spjaldið á móti Haukum á dögunum.

Alla umræðuna og spjaldagleði Loga má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×