Logi um landsliðið: Ásgeir blekkti okkur og Janus Daði er betri en Elvar Örn Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. október 2018 11:00 Jóhann Gunnar og Logi Geirsson fóru yfir landsliðsvalið í gær. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í síðustu viku hópinn fyrir leikina á móti Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í handbolta. Þar kom hvað helst fram að Vignir Svavarsson er búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna og þá var Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður Hauka og silfurdrengur, ekki valinn. Silfurdrengirnir halda áfram að tínast út úr liðinu. „Ásgeir blekkti okkur mikið á undirbúningstímabilinu. Hann var stórkostlegur þar og við héldum án gríns að hann væri að fara að labba yfir þessa deild,“ sagði Logi Geirsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Fyrir leikinn í kvöld [gærkvöldi á móti Gróttu] var hann búinn að spila fjóra leiki og skora níu mörk. Auðvitað er hann að leggja mikið upp og hann spilar góða vörn. Það kemur manni alveg á óvart að hann sé ekki valinn út af varnarleiknum en það er bara ekki það sem að Gummi er að leita eftir,“ sagði Logi. Leikstjórnendaher Guðmundar Guðmundssonar er ekki gamall. Þeir þrír sem voru valdir eru Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson auk Gísla Þorgeirs Kristjánssonar en allir eru undir tvítugu. Janus Daði Smárason, sem hefur spilað frábærlega með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni, var ekki valinn.Hópurinn.mynd/hsí„Janus er stærsta nafnið sem vantar en Gummi er með ákveðið plan. Honum finnst Janus greinilega ekki virka. Hann kýlir mikið áfram og sækir mikið á. Það er rosalegur hraði í kringum hann og þá vantar stundum upp á skynsemi. Á móti er Gummi að taka Gísla og Hauk sem eru gáfaðir leikmenn miðað við aldur,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér finnst skrítið að Janus Daði sé ekki þarna. Hann vantar vissulega styrk í varnarleiknum en sem sóknarmaður hefur hann sýnt okkur að hann getur brotið upp leiki og skorað á móti hverjum sem er. Hann var kóngurinn í Olís-deildinni þegar að hann var hér heima,“ sagði Logi en fyrir hvern á hann að vera þarna inni? „Mér finnst hann betri en Elvar í sókn en Elvar er sterkari varnarmaður,“ svaraði Logi. Einnig var talað um línumenn í landsliðinu en töluvert línumannahallæri er í gangi þessi misserin. Ágúst Birgisson fær tækifæri að þessu sinni og Logi var ánægður með að sjá hann inni. „Ég er ógeðslega glaður að sjá Ágúst Birgisson í hópnum. Ég hef verið að horfa á hann í Evrópukeppninnni. Hann er að taka þar atvinnumenn og jarða þá. Hann getur spilað vörn og sókn. Hann er þungur, hann er stór. Þetta er týpa eins og Vignir Svavarsson. Ég held bara, eins og staðan er í dag, er hann í góðum séns að sanna sig,“ sagði Logi Geirsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í síðustu viku hópinn fyrir leikina á móti Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í handbolta. Þar kom hvað helst fram að Vignir Svavarsson er búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna og þá var Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður Hauka og silfurdrengur, ekki valinn. Silfurdrengirnir halda áfram að tínast út úr liðinu. „Ásgeir blekkti okkur mikið á undirbúningstímabilinu. Hann var stórkostlegur þar og við héldum án gríns að hann væri að fara að labba yfir þessa deild,“ sagði Logi Geirsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Fyrir leikinn í kvöld [gærkvöldi á móti Gróttu] var hann búinn að spila fjóra leiki og skora níu mörk. Auðvitað er hann að leggja mikið upp og hann spilar góða vörn. Það kemur manni alveg á óvart að hann sé ekki valinn út af varnarleiknum en það er bara ekki það sem að Gummi er að leita eftir,“ sagði Logi. Leikstjórnendaher Guðmundar Guðmundssonar er ekki gamall. Þeir þrír sem voru valdir eru Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson auk Gísla Þorgeirs Kristjánssonar en allir eru undir tvítugu. Janus Daði Smárason, sem hefur spilað frábærlega með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni, var ekki valinn.Hópurinn.mynd/hsí„Janus er stærsta nafnið sem vantar en Gummi er með ákveðið plan. Honum finnst Janus greinilega ekki virka. Hann kýlir mikið áfram og sækir mikið á. Það er rosalegur hraði í kringum hann og þá vantar stundum upp á skynsemi. Á móti er Gummi að taka Gísla og Hauk sem eru gáfaðir leikmenn miðað við aldur,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér finnst skrítið að Janus Daði sé ekki þarna. Hann vantar vissulega styrk í varnarleiknum en sem sóknarmaður hefur hann sýnt okkur að hann getur brotið upp leiki og skorað á móti hverjum sem er. Hann var kóngurinn í Olís-deildinni þegar að hann var hér heima,“ sagði Logi en fyrir hvern á hann að vera þarna inni? „Mér finnst hann betri en Elvar í sókn en Elvar er sterkari varnarmaður,“ svaraði Logi. Einnig var talað um línumenn í landsliðinu en töluvert línumannahallæri er í gangi þessi misserin. Ágúst Birgisson fær tækifæri að þessu sinni og Logi var ánægður með að sjá hann inni. „Ég er ógeðslega glaður að sjá Ágúst Birgisson í hópnum. Ég hef verið að horfa á hann í Evrópukeppninnni. Hann er að taka þar atvinnumenn og jarða þá. Hann getur spilað vörn og sókn. Hann er þungur, hann er stór. Þetta er týpa eins og Vignir Svavarsson. Ég held bara, eins og staðan er í dag, er hann í góðum séns að sanna sig,“ sagði Logi Geirsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira