Selfoss getur mætt stórliðum handboltans í næstu umferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2018 07:00 Patrekur vonast til að mæta Kiel í næstu umferð. Fréttablaðið/eyþór Selfoss tryggði sér sæti í 3. umferð EHF-bikars karla í handbolta með 32-26 sigri á Riko Ribnica, toppliðinu í Slóveníu, á laugardaginn. Selfoss tapaði fyrri leiknum ytra, 30-27, en vann einvígið 59-56. Á sama tíma féllu FH og ÍBV úr leik í sömu keppni og er Evrópuævintýri þeirra því lokið þetta árið. Hafnfirðingar mættu portúgalska liðinu Benfica ytra tvisvar um helgina. FH-ingar seldu heimaleikjaréttinn til Benfica og fóru báðir leikirnir fram í Portúgal. FH lék vel í sóknarleiknum í báðum leikjunum gegn Benfica um helgina en öflugur sóknarleikur Portúgalana reyndist hausverkur sem FH tókst ekki að leysa. ÍBV tók eins marka forskot til Frakklands þar sem þeir mættu liði Pays d’Aix undir stjórn frönsku goðsagnarinnar Jerome Fernandez. Eyjamönnum tókst að halda í við Frakkana framan af en öflugur sprettur franska félagsins undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess seinni gerði út um vonir ÍBV. Selfoss verður því eina íslenska liðið þegar dregið verður í næstu umferð Að sögn Patreks Jóhannessonar, þjálfara Selfoss, var lykillinn að sigri þeirra öflug framliggjandi vörn sem kom gestunum í opna skjöldu. „Það er svolítið síðan við í þjálfarateyminu ákváðum að spila 3-3 vörn á þá hérna heima. Það sló þá aðeins út af laginu og það kom mér á óvart að þeir skyldu ekki spila með aukamann í sókninni,“ sagði Patrekur í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í Hleðsluhöllinni á laugardaginn. Selfyssingar leiddu allan leikinn en Slóvenarnir héngu í skottinu á þeim lengi vel. Riko Ribnica minnkaði muninn í fjögur mörk, 22-18, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá tók Patrekur leikhlé og eftir það skoraði Selfoss tvö mörk í röð og komst aftur í lykilstöðu. Liðsheildin var sterk hjá Selfossi í leiknum í fyrradag. Markaskorið dreifðist vel, vinnslan í vörninni var til fyrirmyndar og markverðirnir, Pawel Kiepulski og Sölvi Ólafsson, voru góðir. Kiepulski varði vel í fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik í byrjun þess seinni. Þá kom Sölvi inn á og varði sjö af þeim 17 skotum sem hann fékk á sig (41%) það sem eftir lifði leiks. „Við vorum hættulegir í öllum stöðum,“ sagði Patrekur. „Það áttu allir góðan leik og enginn sem var út úr kortinu.“ Í næstu umferð EHF-bikarsins eru stórlið eins og Kiel, Magdeburg, Aalborg og Füchse Berlin í pottinum. „Ég var búinn að segja við vin minn Viktor Szilágyi [íþróttastjóra Kiel] að við myndum dragast á móti Kiel. Við vorum búnir að tala um það fyrir þó nokkru. Það yrði skemmtilegt,“ sagði Patrekur og glotti. Þeir Szilágyi þekkjast vel, spiluðu saman hjá TUSEM Essen og Patrekur þjálfaði Szilágyi svo í austurríska landsliðinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Patrekur: Frábær auglýsing fyrir Selfoss „Þetta var frábært. Hvernig við komum inn í leikinn var flott hjá strákunum. Að fá á sig tíu mörk í einum hálfleik og þar af 4-5 hraðaupphlaup, frábær vörn. Þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” 13. október 2018 20:54 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Riko Ribnica 32-26 | Selfoss komið áfram í EHF-bikarnum Selfyssingar eru komnir áfram í EHF-bikarnum í handknattleik eftir sex marka sigur á slóvenska liðinu Riko Ribnica á Selfossi í kvöld. Slóvenarnir unnu fyrri leikinn 30-27 en Selfoss vinnur samanlagt 59-56 og fer áfram í þriðju umferð. 13. október 2018 21:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Selfoss tryggði sér sæti í 3. umferð EHF-bikars karla í handbolta með 32-26 sigri á Riko Ribnica, toppliðinu í Slóveníu, á laugardaginn. Selfoss tapaði fyrri leiknum ytra, 30-27, en vann einvígið 59-56. Á sama tíma féllu FH og ÍBV úr leik í sömu keppni og er Evrópuævintýri þeirra því lokið þetta árið. Hafnfirðingar mættu portúgalska liðinu Benfica ytra tvisvar um helgina. FH-ingar seldu heimaleikjaréttinn til Benfica og fóru báðir leikirnir fram í Portúgal. FH lék vel í sóknarleiknum í báðum leikjunum gegn Benfica um helgina en öflugur sóknarleikur Portúgalana reyndist hausverkur sem FH tókst ekki að leysa. ÍBV tók eins marka forskot til Frakklands þar sem þeir mættu liði Pays d’Aix undir stjórn frönsku goðsagnarinnar Jerome Fernandez. Eyjamönnum tókst að halda í við Frakkana framan af en öflugur sprettur franska félagsins undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess seinni gerði út um vonir ÍBV. Selfoss verður því eina íslenska liðið þegar dregið verður í næstu umferð Að sögn Patreks Jóhannessonar, þjálfara Selfoss, var lykillinn að sigri þeirra öflug framliggjandi vörn sem kom gestunum í opna skjöldu. „Það er svolítið síðan við í þjálfarateyminu ákváðum að spila 3-3 vörn á þá hérna heima. Það sló þá aðeins út af laginu og það kom mér á óvart að þeir skyldu ekki spila með aukamann í sókninni,“ sagði Patrekur í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í Hleðsluhöllinni á laugardaginn. Selfyssingar leiddu allan leikinn en Slóvenarnir héngu í skottinu á þeim lengi vel. Riko Ribnica minnkaði muninn í fjögur mörk, 22-18, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá tók Patrekur leikhlé og eftir það skoraði Selfoss tvö mörk í röð og komst aftur í lykilstöðu. Liðsheildin var sterk hjá Selfossi í leiknum í fyrradag. Markaskorið dreifðist vel, vinnslan í vörninni var til fyrirmyndar og markverðirnir, Pawel Kiepulski og Sölvi Ólafsson, voru góðir. Kiepulski varði vel í fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik í byrjun þess seinni. Þá kom Sölvi inn á og varði sjö af þeim 17 skotum sem hann fékk á sig (41%) það sem eftir lifði leiks. „Við vorum hættulegir í öllum stöðum,“ sagði Patrekur. „Það áttu allir góðan leik og enginn sem var út úr kortinu.“ Í næstu umferð EHF-bikarsins eru stórlið eins og Kiel, Magdeburg, Aalborg og Füchse Berlin í pottinum. „Ég var búinn að segja við vin minn Viktor Szilágyi [íþróttastjóra Kiel] að við myndum dragast á móti Kiel. Við vorum búnir að tala um það fyrir þó nokkru. Það yrði skemmtilegt,“ sagði Patrekur og glotti. Þeir Szilágyi þekkjast vel, spiluðu saman hjá TUSEM Essen og Patrekur þjálfaði Szilágyi svo í austurríska landsliðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Patrekur: Frábær auglýsing fyrir Selfoss „Þetta var frábært. Hvernig við komum inn í leikinn var flott hjá strákunum. Að fá á sig tíu mörk í einum hálfleik og þar af 4-5 hraðaupphlaup, frábær vörn. Þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” 13. október 2018 20:54 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Riko Ribnica 32-26 | Selfoss komið áfram í EHF-bikarnum Selfyssingar eru komnir áfram í EHF-bikarnum í handknattleik eftir sex marka sigur á slóvenska liðinu Riko Ribnica á Selfossi í kvöld. Slóvenarnir unnu fyrri leikinn 30-27 en Selfoss vinnur samanlagt 59-56 og fer áfram í þriðju umferð. 13. október 2018 21:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Patrekur: Frábær auglýsing fyrir Selfoss „Þetta var frábært. Hvernig við komum inn í leikinn var flott hjá strákunum. Að fá á sig tíu mörk í einum hálfleik og þar af 4-5 hraðaupphlaup, frábær vörn. Þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” 13. október 2018 20:54
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Riko Ribnica 32-26 | Selfoss komið áfram í EHF-bikarnum Selfyssingar eru komnir áfram í EHF-bikarnum í handknattleik eftir sex marka sigur á slóvenska liðinu Riko Ribnica á Selfossi í kvöld. Slóvenarnir unnu fyrri leikinn 30-27 en Selfoss vinnur samanlagt 59-56 og fer áfram í þriðju umferð. 13. október 2018 21:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni