Vinur er sá er til vamms segir Þórarinn Ævarsson skrifar 15. október 2018 15:09 Síðastliðin 36 ár hef ég starfað við matvælaframleiðslu og sölu á matvælum á einn eða annan hátt og hefur mér gengið betur en flestum að fóta mig í því oft krefjandi umhverfi. Í ljósi reynslu minnar á rekstri og þekkingar á því hvernig viðskiptavinir bregðast við mismunandi verðlagningu ákvað ég að halda fyrirlestur á Landbúnaðarsýningunni sem fram fór í Laugardalshöll nýliðna helgi. Orðum mínum var fyrst og fremst beint til ferðaþjónustubænda, en yfirskrift erindis míns var: Eru ónýttar matarholur hjá ferðaþjónustubændum.Í þessu erindi lýsti ég stuttlega yfir áhyggjum mínum af því sem ég kalla óhóflega verðlagningu eða okur þegar kemur að veitingum og lýsti þar einnig þeim áhyggjum mínum að þetta kæmi á endanum til með að koma í bakið á okkur. Ég benti á staðreyndir sem eru öllum ljósar, t.a.m það að ferðamenn eru farir að versla inn kost í lágvöruverslunum, í stað þess að fara á veitingahús. Ég benti einnig á það að matartúrismi er vaxandi um allan heim, en þessir túristar eru ekki á höttunum eftir innfluttu bakkelsi eða alþjóðlegum skyndibita. Ég eyddi hinsvegar megninu af tímanum í að útskýra fyrir fundargestum hvernig bæta mætti afkomuna með því að framleiða hlutina sjálfir, nýta sér Íslenskar landbúnaðarafurðir í stað innfluttra og síðast en ekki síst með því að snarlækka hjá sér verðið. Ég kom með nokkur reiknidæmi því til staðfestingar. Í stuttu máli sagt, þá var ég að ráðleggja ferðaþjónustubændum heilt, og sá ég það á viðbrögðum eftir fundinn að margir mátu það svo. Það sem nefnt er hér að ofan eru allt saman þættir sem ég hef reynslu af úr mínum eigin rekstri og get staðfest að virka. Eins og við var að búast þá gátu forráðamenn ferðaþjónustunnar ekki setið undir þessu og sendi formaður þeirra Bjarnheiður Hallsdottir frá sér alveg hreint makalausa tilkynningu á fjölmiðla í gær, þar sem allt var gert til að verja verðlagningu ferðamannastaða. Bjarnheiður sat ekki þennan fund og er greinilega ekki kunnugt um allt það sem þar fór fram, en hún hikaði þó ekki við að gera mér upp ýmsar skoðanir, auk þess sem hún fór ansi frjálslega með atriði sem hún hefur ekki minnstu hugmynd um. Þarna er eins og svo oft áður verið að ráðast á sendiboðann og í stað þess að líta í eigin barm, þá er hellt úr skálum reiðinnar. Það er staðreynd að mjög víða er stöðugt rennsli ferðamanna, alla daga ársins. Jafn mikið rennsli og í IKEA í Garðabæ. Það er líka staðreynd að verðlagningin á þessum stöðum er á tíðum allt of há, svo há að það dettur nánast engum íslending til hugar að fara á þessa staði. Það er líka staðreynd að krónan hefur veikst gríðarlega síðustu 15 mánuði, eða um rúm 22% frá því sem var. Það er því ekki hægt að skýla sér endalaust á bak við það hvað krónan sé agalega sterk. Málið er einfalt. Á meðan menn leyfa sér að rukka 5 dollara fyrir kaffibolla og 11 dollara fyrir kökusneið, eða 30 dollara fyrir hamborgara, þá ofbýður ferðamönnum, jafnt innlendum sem erlendum. Menn einfaldlega sleppa því að fá sér að að borða og á endanum tapar veitingamaðurinn. Væri ekki nær að prófa að lækka hressilega, fylla staðinn, fullnýta tæki og mannskap og á endanum hagnast verulega. Þetta voru mín skilaboð til ferðaþjónustubænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórarinn Ævarsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Síðastliðin 36 ár hef ég starfað við matvælaframleiðslu og sölu á matvælum á einn eða annan hátt og hefur mér gengið betur en flestum að fóta mig í því oft krefjandi umhverfi. Í ljósi reynslu minnar á rekstri og þekkingar á því hvernig viðskiptavinir bregðast við mismunandi verðlagningu ákvað ég að halda fyrirlestur á Landbúnaðarsýningunni sem fram fór í Laugardalshöll nýliðna helgi. Orðum mínum var fyrst og fremst beint til ferðaþjónustubænda, en yfirskrift erindis míns var: Eru ónýttar matarholur hjá ferðaþjónustubændum.Í þessu erindi lýsti ég stuttlega yfir áhyggjum mínum af því sem ég kalla óhóflega verðlagningu eða okur þegar kemur að veitingum og lýsti þar einnig þeim áhyggjum mínum að þetta kæmi á endanum til með að koma í bakið á okkur. Ég benti á staðreyndir sem eru öllum ljósar, t.a.m það að ferðamenn eru farir að versla inn kost í lágvöruverslunum, í stað þess að fara á veitingahús. Ég benti einnig á það að matartúrismi er vaxandi um allan heim, en þessir túristar eru ekki á höttunum eftir innfluttu bakkelsi eða alþjóðlegum skyndibita. Ég eyddi hinsvegar megninu af tímanum í að útskýra fyrir fundargestum hvernig bæta mætti afkomuna með því að framleiða hlutina sjálfir, nýta sér Íslenskar landbúnaðarafurðir í stað innfluttra og síðast en ekki síst með því að snarlækka hjá sér verðið. Ég kom með nokkur reiknidæmi því til staðfestingar. Í stuttu máli sagt, þá var ég að ráðleggja ferðaþjónustubændum heilt, og sá ég það á viðbrögðum eftir fundinn að margir mátu það svo. Það sem nefnt er hér að ofan eru allt saman þættir sem ég hef reynslu af úr mínum eigin rekstri og get staðfest að virka. Eins og við var að búast þá gátu forráðamenn ferðaþjónustunnar ekki setið undir þessu og sendi formaður þeirra Bjarnheiður Hallsdottir frá sér alveg hreint makalausa tilkynningu á fjölmiðla í gær, þar sem allt var gert til að verja verðlagningu ferðamannastaða. Bjarnheiður sat ekki þennan fund og er greinilega ekki kunnugt um allt það sem þar fór fram, en hún hikaði þó ekki við að gera mér upp ýmsar skoðanir, auk þess sem hún fór ansi frjálslega með atriði sem hún hefur ekki minnstu hugmynd um. Þarna er eins og svo oft áður verið að ráðast á sendiboðann og í stað þess að líta í eigin barm, þá er hellt úr skálum reiðinnar. Það er staðreynd að mjög víða er stöðugt rennsli ferðamanna, alla daga ársins. Jafn mikið rennsli og í IKEA í Garðabæ. Það er líka staðreynd að verðlagningin á þessum stöðum er á tíðum allt of há, svo há að það dettur nánast engum íslending til hugar að fara á þessa staði. Það er líka staðreynd að krónan hefur veikst gríðarlega síðustu 15 mánuði, eða um rúm 22% frá því sem var. Það er því ekki hægt að skýla sér endalaust á bak við það hvað krónan sé agalega sterk. Málið er einfalt. Á meðan menn leyfa sér að rukka 5 dollara fyrir kaffibolla og 11 dollara fyrir kökusneið, eða 30 dollara fyrir hamborgara, þá ofbýður ferðamönnum, jafnt innlendum sem erlendum. Menn einfaldlega sleppa því að fá sér að að borða og á endanum tapar veitingamaðurinn. Væri ekki nær að prófa að lækka hressilega, fylla staðinn, fullnýta tæki og mannskap og á endanum hagnast verulega. Þetta voru mín skilaboð til ferðaþjónustubænda.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun