Framtíðin gegn ríkinu Eva Baldursdóttir skrifar 15. október 2018 16:38 Loftslagsbreytingar hafa áhrif á allt. Náttúru, sjó, jökla, hitastig jarðar, veðurfar og alla íbúa jarðarinnar. Heimsendaspár eru að taka á sig mynd með verstu spám um hækkun hita en ljóst er að margar borgir jarðarinnar munu verða fyrir verulegum áhrifum vegna hækkunar sjávarmáls. Haag, New York, Miami, Shanghai, Rio de Janeiro, Osaka, Alexandria svo einhverjar séu nefndar. Sumir segja að þær muni sökkva nánast alveg en hvernig sem það verður, mun hækkun sjávarmáls hafa alvarlegar afleiðingar. Jörðin er að hlýna. Vatnið er að koma. Umhverfið og loftslagsbreytingar eru ekki krúttlegt áhugamál fólks í lopapeysum sem hefur gaman að því að skoða fugla, týna ber og ganga á fjöll. Ef spár reynast réttar um hlýnun jarðar frá 2060 og áfram er þetta stærsta og flóknasta álitaefni sem heimurinn stendur frammi fyrir í efnahagslegu tilliti. Auðlindir munu skerðast, flóttamannavandi skapast sem og heilsufarsvandi, fæðuöryggi rýrnar svo eitthvað sé nefnt um þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur. Um allan heim eru hópar fólks að taka sig saman og fara í mál við ríki vegna aðgerðarleysis stjórnmálamanna í umhverfismálum. Stefnendur í þessum málum eru yfirleitt hópur barna. Í síðustu viku var stór dagur fyrir umhverfið þegar hollenskur áfrýjunardómstóll staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þar í landi, en samkvæmt dómnum er hollensku ríkistjórninni skylt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 25% árið 2020 frá 1990 viðmiðunum. Tvö önnur stór mál eru undir smásjá alþjóðasamfélagsins. Ef málin vinnast geta þau haft mikla þýðingu fyrir stefnumótun og aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum. Í Bandaríkjunum er það Juliana v. United States, þar sem reynt er á rétt framtíðarkynslóða til heilbrigðs umhverfis og svokallaðs „public trust doctrine“ sem byggir á því að ríkið hafi skyldu til að vernda borgara og framtíðarkynslóðir fyrir vá sem skerðir lífsgæði þeirra. Það mál hefur fengið mikla umfjöllun hér í landi. Öllu þýðingarmeira fyrir Ísland og Evrópu er „The People´s Climate Case“ sem bíður meðferðar fyrir Evrópudómstólnum. Í stuttu máli byggir krafan á því að núverandi lagaumgjörð Evrópusambandsins um losun gróðurhúslofttegunda standist ekki sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi. Lagaumgjörðin heimil of mikla losun miðað við þær upplýsingar um hlýnun jarðar sem liggi fyrir. Þetta getur haft áhrif hér á landi enda erum við aðilar að viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir. Þeir aðilar sem standa að þessum málum standa að lögfræðilegum aktívisma og tilgangurinn er að hafa bindandi áhrif á stefnumótun framkvæmdar- og löggjafarvalds. Í síðustu viku kom fram neyðarkall frá IPCC, Intergovernmental Panel on Climate Change með útgáfu skýrslu sem fjallar um áhrif hlýnunar jarðar um 1.5 gráður. Samfara skýrslunni kom skýrt fram að tímapunkturinn fyrir aðgerðir væri núna. Fyrir mér virkaði þetta eins og vekjaraklukka fyrir þá sem hafa verið á snooze takkanum lengi. Góðu fréttirnar eru að það eru til lausnir og margvíslegar aðgerðir sem má grípa til. Vandinn við CO2 er hins vegar að það tekur langan tíma að hverfa úr andrúmsloftinu og þó við hættum notkun kolefnaeldsneyta þá mun ekki draga á sama tímapunkti úr hlýnun heldur tekur það tíma. Þess vegna þurfum við bæði aðgerðir sem byggja á aðlögun (e. adaption) og mildun (e. mitigation). Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum liggur nú fyrir og er í umsagnarferli til 1. nóvember. Þar er margt gott að finna. Miðað við nýjustu skýrslu IPCC þarf hins vegar að skoða hvort ekki eigi að ganga lengra. Samkvæmt áætluninni ber að standa við markmið Parísarsamningsins árið 2030, en ekki er ljóst hvort að það séu efri mörk samningsins. Að sama skapi hvet ég Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem situr í nafni flokks með grænt í nafni sínu að taka forystu á alþjóðavísu í umhverfismálum og hvetja til aðgerða sem ganga lengra. Þegar lönd eins og Bandaríkin ætla ekki að skila sínu, leiðir það af hnattræns eðlis umhverfismála, að aðrar álfur eins og Evrópa þurfa einfaldlega að ganga lengra. Enn eru þeir til sem trúa ekki vísindum sem hafa borist allt frá 1970 um hlýnun jarðar af mannavöldum. Stór hluti stjórnmálamanna og ráðandi afla heimsins viðurkenna ekki vísindi og staðreyndir. Auðvitað má deila um umfang og aldrei er hægt að segja til með fullri vissu um framtíðina en það dregur ekki úr alvarleika málsins. Loftslagsbreytingar munu hafa alvarleg áhrif á líf milljóna manna hér á jörðinni og áhrif á okkur öll. Staðreyndin er sú að við getum ekki haldið áfram á sömu braut með neyslu og notkun jarðefnaeldsneyta. Við erum kynslóðin sem fékk þetta verkefni í hendur. Stöndum undir þeirri ábyrgð. Allra helst þeir sem hafa nú með höndum stefnumótun ríkis og fyrirtæki sem losa CO2 út í andrúmsloftið.Höfundur er lögfræðingur, hdl. og LL.M. nemi í alþjóðalögum við Háskólann í Miami með áherslu á umhverfismál og félagslegt réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar hafa áhrif á allt. Náttúru, sjó, jökla, hitastig jarðar, veðurfar og alla íbúa jarðarinnar. Heimsendaspár eru að taka á sig mynd með verstu spám um hækkun hita en ljóst er að margar borgir jarðarinnar munu verða fyrir verulegum áhrifum vegna hækkunar sjávarmáls. Haag, New York, Miami, Shanghai, Rio de Janeiro, Osaka, Alexandria svo einhverjar séu nefndar. Sumir segja að þær muni sökkva nánast alveg en hvernig sem það verður, mun hækkun sjávarmáls hafa alvarlegar afleiðingar. Jörðin er að hlýna. Vatnið er að koma. Umhverfið og loftslagsbreytingar eru ekki krúttlegt áhugamál fólks í lopapeysum sem hefur gaman að því að skoða fugla, týna ber og ganga á fjöll. Ef spár reynast réttar um hlýnun jarðar frá 2060 og áfram er þetta stærsta og flóknasta álitaefni sem heimurinn stendur frammi fyrir í efnahagslegu tilliti. Auðlindir munu skerðast, flóttamannavandi skapast sem og heilsufarsvandi, fæðuöryggi rýrnar svo eitthvað sé nefnt um þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur. Um allan heim eru hópar fólks að taka sig saman og fara í mál við ríki vegna aðgerðarleysis stjórnmálamanna í umhverfismálum. Stefnendur í þessum málum eru yfirleitt hópur barna. Í síðustu viku var stór dagur fyrir umhverfið þegar hollenskur áfrýjunardómstóll staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þar í landi, en samkvæmt dómnum er hollensku ríkistjórninni skylt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 25% árið 2020 frá 1990 viðmiðunum. Tvö önnur stór mál eru undir smásjá alþjóðasamfélagsins. Ef málin vinnast geta þau haft mikla þýðingu fyrir stefnumótun og aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum. Í Bandaríkjunum er það Juliana v. United States, þar sem reynt er á rétt framtíðarkynslóða til heilbrigðs umhverfis og svokallaðs „public trust doctrine“ sem byggir á því að ríkið hafi skyldu til að vernda borgara og framtíðarkynslóðir fyrir vá sem skerðir lífsgæði þeirra. Það mál hefur fengið mikla umfjöllun hér í landi. Öllu þýðingarmeira fyrir Ísland og Evrópu er „The People´s Climate Case“ sem bíður meðferðar fyrir Evrópudómstólnum. Í stuttu máli byggir krafan á því að núverandi lagaumgjörð Evrópusambandsins um losun gróðurhúslofttegunda standist ekki sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi. Lagaumgjörðin heimil of mikla losun miðað við þær upplýsingar um hlýnun jarðar sem liggi fyrir. Þetta getur haft áhrif hér á landi enda erum við aðilar að viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir. Þeir aðilar sem standa að þessum málum standa að lögfræðilegum aktívisma og tilgangurinn er að hafa bindandi áhrif á stefnumótun framkvæmdar- og löggjafarvalds. Í síðustu viku kom fram neyðarkall frá IPCC, Intergovernmental Panel on Climate Change með útgáfu skýrslu sem fjallar um áhrif hlýnunar jarðar um 1.5 gráður. Samfara skýrslunni kom skýrt fram að tímapunkturinn fyrir aðgerðir væri núna. Fyrir mér virkaði þetta eins og vekjaraklukka fyrir þá sem hafa verið á snooze takkanum lengi. Góðu fréttirnar eru að það eru til lausnir og margvíslegar aðgerðir sem má grípa til. Vandinn við CO2 er hins vegar að það tekur langan tíma að hverfa úr andrúmsloftinu og þó við hættum notkun kolefnaeldsneyta þá mun ekki draga á sama tímapunkti úr hlýnun heldur tekur það tíma. Þess vegna þurfum við bæði aðgerðir sem byggja á aðlögun (e. adaption) og mildun (e. mitigation). Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum liggur nú fyrir og er í umsagnarferli til 1. nóvember. Þar er margt gott að finna. Miðað við nýjustu skýrslu IPCC þarf hins vegar að skoða hvort ekki eigi að ganga lengra. Samkvæmt áætluninni ber að standa við markmið Parísarsamningsins árið 2030, en ekki er ljóst hvort að það séu efri mörk samningsins. Að sama skapi hvet ég Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem situr í nafni flokks með grænt í nafni sínu að taka forystu á alþjóðavísu í umhverfismálum og hvetja til aðgerða sem ganga lengra. Þegar lönd eins og Bandaríkin ætla ekki að skila sínu, leiðir það af hnattræns eðlis umhverfismála, að aðrar álfur eins og Evrópa þurfa einfaldlega að ganga lengra. Enn eru þeir til sem trúa ekki vísindum sem hafa borist allt frá 1970 um hlýnun jarðar af mannavöldum. Stór hluti stjórnmálamanna og ráðandi afla heimsins viðurkenna ekki vísindi og staðreyndir. Auðvitað má deila um umfang og aldrei er hægt að segja til með fullri vissu um framtíðina en það dregur ekki úr alvarleika málsins. Loftslagsbreytingar munu hafa alvarleg áhrif á líf milljóna manna hér á jörðinni og áhrif á okkur öll. Staðreyndin er sú að við getum ekki haldið áfram á sömu braut með neyslu og notkun jarðefnaeldsneyta. Við erum kynslóðin sem fékk þetta verkefni í hendur. Stöndum undir þeirri ábyrgð. Allra helst þeir sem hafa nú með höndum stefnumótun ríkis og fyrirtæki sem losa CO2 út í andrúmsloftið.Höfundur er lögfræðingur, hdl. og LL.M. nemi í alþjóðalögum við Háskólann í Miami með áherslu á umhverfismál og félagslegt réttlæti.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun