Eru konur rusl? Einar Freyr Bergsson skrifar 15. október 2018 21:47 Framþróun femínisma er eitthvað sem ég hef stutt heilshugar undanfarin ár og mun gera svo lengi er ég lifi. Ég tel það óásættanlegt með öllu að konur búi við þá mismunun sem viðgengst. Þrátt fyrir jákvæða þróun, þá erum við enn á steinaldarstigi hvað varðar jafnrétti kynjanna, það er óviðunandi með öllu. En fréttin í DV í gær „Auðvitað eru allir karlar samsekir“ finnst mér lágkúruleg framsetning og særandi. Hvað varðar umrætt tattú, þá er það réttur viðkomandi einstaklings að skreyta sig með þessum hætti og gera innihaldið að skilaboðum sem viðkomandi finnst viðeigandi. Ég sé ekkert athugavert við það. Mér þykir það verra ef hópur kvenna sem talar fyrir femínisma felli þann palladóm að allir karlar sé samsekir. Mætti þá ekki samkvæmt svona grunnhygginni framsetningu segja að allar konur séu samsekar um að viðhalda valdajafnvæginu sem gæti breytt þessu með því að kjósa karla þar sem þær gætu kosið konur til áhrifa. Ég á móður, ömmu og langömmu sem hafa búið við þá mismunun sem femínisminn hefur sagt stríði á hendur og sárnar mér fyrir þeirra hönd. Ég get lítið gert í að bæta það sem gerst hefur í fortíðinni, en ég get og mun leggja mikið á mig að stuðla að betra lífi fyrir systur mína og dætur mínar, eignist ég þær síðar meir. Ég get illa sætt mig við það að framtíðin beri ekki í sér betri tíma fyrir konur framtíðarinnar. En ég get ekki fallist á það að ég sem er nýkominn á fullorðinsár sé settur á sama stall og einstaklingar sem sýna af sér kvennfyrirlitningu og ofbeldi gagnvart konum. Foreldrar mínir, afar og ömmur hafa ávallt kennt mér að sýna öðrum aðilum virðingu og sérstaklega hafa þau bent mér á mikilvægi þess að stuðla að jafnrétti kynjanna og mun ég því leggja enn harðar að mér í að styðja þann málstað. Því hafna ég með öllu að ég sé samsekur þeim sem sýna af sér skítlegt eðli í garð kvenna. Ég samþykki það ekki, enda skil ég ekki þá hugsun sem liggur hér að baki og á frekar erfitt með að skilja hvernig hún hjálpar umræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Framþróun femínisma er eitthvað sem ég hef stutt heilshugar undanfarin ár og mun gera svo lengi er ég lifi. Ég tel það óásættanlegt með öllu að konur búi við þá mismunun sem viðgengst. Þrátt fyrir jákvæða þróun, þá erum við enn á steinaldarstigi hvað varðar jafnrétti kynjanna, það er óviðunandi með öllu. En fréttin í DV í gær „Auðvitað eru allir karlar samsekir“ finnst mér lágkúruleg framsetning og særandi. Hvað varðar umrætt tattú, þá er það réttur viðkomandi einstaklings að skreyta sig með þessum hætti og gera innihaldið að skilaboðum sem viðkomandi finnst viðeigandi. Ég sé ekkert athugavert við það. Mér þykir það verra ef hópur kvenna sem talar fyrir femínisma felli þann palladóm að allir karlar sé samsekir. Mætti þá ekki samkvæmt svona grunnhygginni framsetningu segja að allar konur séu samsekar um að viðhalda valdajafnvæginu sem gæti breytt þessu með því að kjósa karla þar sem þær gætu kosið konur til áhrifa. Ég á móður, ömmu og langömmu sem hafa búið við þá mismunun sem femínisminn hefur sagt stríði á hendur og sárnar mér fyrir þeirra hönd. Ég get lítið gert í að bæta það sem gerst hefur í fortíðinni, en ég get og mun leggja mikið á mig að stuðla að betra lífi fyrir systur mína og dætur mínar, eignist ég þær síðar meir. Ég get illa sætt mig við það að framtíðin beri ekki í sér betri tíma fyrir konur framtíðarinnar. En ég get ekki fallist á það að ég sem er nýkominn á fullorðinsár sé settur á sama stall og einstaklingar sem sýna af sér kvennfyrirlitningu og ofbeldi gagnvart konum. Foreldrar mínir, afar og ömmur hafa ávallt kennt mér að sýna öðrum aðilum virðingu og sérstaklega hafa þau bent mér á mikilvægi þess að stuðla að jafnrétti kynjanna og mun ég því leggja enn harðar að mér í að styðja þann málstað. Því hafna ég með öllu að ég sé samsekur þeim sem sýna af sér skítlegt eðli í garð kvenna. Ég samþykki það ekki, enda skil ég ekki þá hugsun sem liggur hér að baki og á frekar erfitt með að skilja hvernig hún hjálpar umræðunni.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun