Laxeldið og leiga fyrir náttúruafnot Þórólfur Matthíasson skrifar 18. október 2018 07:00 Norska fiskistofan og norska sjávarútvegsráðuneytið stóðu sumarið 2018 að uppboði á heimildum til kvíaeldis á laxi á völdum stöðum meðfram strandlengju Noregs. Staðsetningar mögulegra kvía voru frá landamærum Noregs og Svíþjóðar í suðri til strandlengjunnar á Austur-Finnmörku í norðri. Fjórtán fyrirtæki fengu leyfi og greiddu einskiptisupphæð frá 1,8 milljónum íslenskra króna til 3,2 milljóna fyrir heimild til að setja upp kvíar með afkastagetu sem svarar til framleiðslu eins tonns af sláturlaxi á ári (NOK 132.000 til 233.000 per tonn sem slátrað er). Til samanburðar má nefna að fyrirtæki sem starfa á Íslandi greiða tæplega 2.000 íslenskar krónur á ári á hvert heimilað framleiðslutonn í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem jafngildir einskiptisgreiðslu að upphæð 20.000 krónur Verðið sem norsku fyrirtækin buðu fyrir framleiðsluréttinn var lægst á jaðarsvæðunum við Svíþjóð og í Finnmörku, en hæst um miðbik Noregs, en þar eru aðstæður ekki ólíkar því sem er í íslensku fjörðunum fyrir austan og vestan. Verðmæti tekinna tilboða nam 40 milljörðum íslenskra króna. Fjármunirnir munu renna inn í Kvíaeldissjóðinn (Havbruksfondet) sem ráðstafar 80% af tekjum sínum til sveitarfélaga þar sem laxeldi er stundað. Til samanburðar ráðstafar Umhverfissjóður sjókvíaeldis á Íslandi drjúgum hluta fjármagns síns í styrki til fiskeldisfyrirtækjanna sjálfra eða samstarfsaðila þeirra. Laxeldi kallar á margháttaðar fjárfestingar af hálfu þeirra sveitarfélaga þar sem starfsemin á sér stað. Fjölgi fólki í sveitarfélaginu vegna aðflutnings starfsfólks í tengslum við laxeldið þarf að byggja leiguíbúðir, stækka eða bæta grunn- og leikskóla. Jafnframt þarf sveitarfélagið að koma á vöktunarferli þar sem fylgst er með umhverfisgæðum, bæði á landi, í lofti og á láði. Það eru því sterk rök fyrir að fara þá leið sem Norðmenn hafa nú farið varðandi gjaldtöku af laxeldinu. Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um að auka heimildir sjávarútvegsráðherra til að veita fiskeldisfyrirtækjum skammtíma rekstrarleyfi. Tilefni leyfisveitingarinnar eru ákvarðanir Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi fyrri leyfisútgáfu ekki standast með hliðsjón af gildandi reglum. Með hliðsjón af niðurstöðum úr uppboði sumarsins í Noregi á þarlendum kvíaeldisleyfum má ætla að verðmæti þeirrar aðstöðu sem Arctic Sea Farm og Fjarðalax vilja nýta í Patreksfirði og Tálknafirði (framleiðslugeta upp á 17.500 tonn samtals) nemi á bilinu 31 til 56 milljörðum króna. Sem er 100 til 150 sinnum hærri upphæð en greidd er til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis.Til samanburðar má nefna að útgjöld vegna stofnframkvæmda í vegagerð á Vestfjörðum námu rúmum 19 milljörðum á árabilinu 2005 til 2016. Mögulegur umframarður af fiskeldinu gæti því greitt vegagerð á Vestfjörðum í 10 til 20 ár. Nú þegar sjávarútvegsráðherra hefur opnað á endurskoðun stjórnsýslu sem tengist laxeldinu er eðlilegt að Alþingi taki gjaldtöku í greininni til sérstakrar skoðunar. Þar sem greinin er í uppbyggingarferli mætti hugsa sér að haga gjaldtöku hér með öðrum hætti en í Noregi. Þannig mætti horfa til aflaskiptakerfis sjómanna og ákveða að fastur hundraðshluti af sölutekjum laxeldisfyrirtækja gengi til íslensks kvíaeldissjóðs. Þegar aukin reynsla fæst af rekstri laxeldisins, bæði hvað varðar umhverfismál og aðra rekstrarþætti mætti endurskoða hvort tveggja, rekstrarleyfin og gjaldtökuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Norska fiskistofan og norska sjávarútvegsráðuneytið stóðu sumarið 2018 að uppboði á heimildum til kvíaeldis á laxi á völdum stöðum meðfram strandlengju Noregs. Staðsetningar mögulegra kvía voru frá landamærum Noregs og Svíþjóðar í suðri til strandlengjunnar á Austur-Finnmörku í norðri. Fjórtán fyrirtæki fengu leyfi og greiddu einskiptisupphæð frá 1,8 milljónum íslenskra króna til 3,2 milljóna fyrir heimild til að setja upp kvíar með afkastagetu sem svarar til framleiðslu eins tonns af sláturlaxi á ári (NOK 132.000 til 233.000 per tonn sem slátrað er). Til samanburðar má nefna að fyrirtæki sem starfa á Íslandi greiða tæplega 2.000 íslenskar krónur á ári á hvert heimilað framleiðslutonn í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem jafngildir einskiptisgreiðslu að upphæð 20.000 krónur Verðið sem norsku fyrirtækin buðu fyrir framleiðsluréttinn var lægst á jaðarsvæðunum við Svíþjóð og í Finnmörku, en hæst um miðbik Noregs, en þar eru aðstæður ekki ólíkar því sem er í íslensku fjörðunum fyrir austan og vestan. Verðmæti tekinna tilboða nam 40 milljörðum íslenskra króna. Fjármunirnir munu renna inn í Kvíaeldissjóðinn (Havbruksfondet) sem ráðstafar 80% af tekjum sínum til sveitarfélaga þar sem laxeldi er stundað. Til samanburðar ráðstafar Umhverfissjóður sjókvíaeldis á Íslandi drjúgum hluta fjármagns síns í styrki til fiskeldisfyrirtækjanna sjálfra eða samstarfsaðila þeirra. Laxeldi kallar á margháttaðar fjárfestingar af hálfu þeirra sveitarfélaga þar sem starfsemin á sér stað. Fjölgi fólki í sveitarfélaginu vegna aðflutnings starfsfólks í tengslum við laxeldið þarf að byggja leiguíbúðir, stækka eða bæta grunn- og leikskóla. Jafnframt þarf sveitarfélagið að koma á vöktunarferli þar sem fylgst er með umhverfisgæðum, bæði á landi, í lofti og á láði. Það eru því sterk rök fyrir að fara þá leið sem Norðmenn hafa nú farið varðandi gjaldtöku af laxeldinu. Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um að auka heimildir sjávarútvegsráðherra til að veita fiskeldisfyrirtækjum skammtíma rekstrarleyfi. Tilefni leyfisveitingarinnar eru ákvarðanir Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi fyrri leyfisútgáfu ekki standast með hliðsjón af gildandi reglum. Með hliðsjón af niðurstöðum úr uppboði sumarsins í Noregi á þarlendum kvíaeldisleyfum má ætla að verðmæti þeirrar aðstöðu sem Arctic Sea Farm og Fjarðalax vilja nýta í Patreksfirði og Tálknafirði (framleiðslugeta upp á 17.500 tonn samtals) nemi á bilinu 31 til 56 milljörðum króna. Sem er 100 til 150 sinnum hærri upphæð en greidd er til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis.Til samanburðar má nefna að útgjöld vegna stofnframkvæmda í vegagerð á Vestfjörðum námu rúmum 19 milljörðum á árabilinu 2005 til 2016. Mögulegur umframarður af fiskeldinu gæti því greitt vegagerð á Vestfjörðum í 10 til 20 ár. Nú þegar sjávarútvegsráðherra hefur opnað á endurskoðun stjórnsýslu sem tengist laxeldinu er eðlilegt að Alþingi taki gjaldtöku í greininni til sérstakrar skoðunar. Þar sem greinin er í uppbyggingarferli mætti hugsa sér að haga gjaldtöku hér með öðrum hætti en í Noregi. Þannig mætti horfa til aflaskiptakerfis sjómanna og ákveða að fastur hundraðshluti af sölutekjum laxeldisfyrirtækja gengi til íslensks kvíaeldissjóðs. Þegar aukin reynsla fæst af rekstri laxeldisins, bæði hvað varðar umhverfismál og aðra rekstrarþætti mætti endurskoða hvort tveggja, rekstrarleyfin og gjaldtökuna.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun