Að fá að kveðja Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 1. október 2018 07:00 Svo að segja hver einstaklingur verður einhvern tíma á lífsleiðinni vitni að því að einhver honum nákominn veikist svo alvarlega að öllum er ljóst að ekkert bíður hans nema dauðinn. Sjálfur sér sjúklingurinn ekki lengur tilgang með lífi sínu, enda hefur það ekki lengur upp á neitt annað að bjóða en kvöl. Hann vill ekki lifa í því ástandi sem hann er í og er reiðubúinn að kveðja þetta líf. Til þess þarf hann aðstoð. Þá aðstoð ætti að veita honum en ekki synja honum um hana. Dánaraðstoð og líknardauði eru viðkvæm mál hér á landi, en um þau þarf þó að ræða. Því er gott til þess að vita að nokkrir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um dánaraðstoð, en þetta er í þriðja sinn sem slík tillaga er lögð fram á Alþingi. Þingmennirnir, sem leggja fram þessa þingsályktunartillögu, eru varkárir því þeir segja hana ekki fela í sér afstöðu til þess hvort breyta eigi lögum hérlendis. Tilgangur þeirra með henni er að treysta grundvöll umræðu um viðkvæmt mál, sem er gott. Það má þó líka spyrja af hverju þeir gangi ekki einfaldlega alla leið og taki afstöðu með því að lögum sé breytt á þann veg að dánaraðstoð sé heimiluð. Vissulega er það viðurkennt í samtíma okkar að einstaklingur eigi að ráða yfir líkama sínum. Það er hins vegar verulega hæpið, jafnvel alrangt, að halda því fram að einstaklingur ráði yfir líkama sínum þegar hann er sviptur þeim rétti þegar veikindi herja á og þjáningin tekur völdin. Þá er einstaklingnum ætlað að tóra þar til líkaminn gefur sig algjörlega. Einstaklingur sem umfram allt vill lifa og deyja með reisn hlýtur að hafa rétt á því að segja: Nú finnst mér nóg komið. Ég vil kveðja þetta líf. Hér á landi er starfandi félagið Lífsvirðing en eitt af markmiðum þess er að til verði löggjöf um dánaraðstoð. Þar er sérstaklega tekið fram að dánaraðstoð með skýrum skilyrðum teljist til mannréttinda. Það er ástæða til að taka rösklega undir þau orð. Fyrir nokkrum árum lét Siðmennt gera skoðanakönnun þar sem þátttakendur voru meðal annars spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að einstaklingur gæti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt ef hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Niðurstaðan var sú að 75 prósent aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því. Samkvæmt þessu virðist sem fólk eigi afar auðvelt með að setja sig í spor einstaklings sem er dauðvona og þjáist og finnst að þar eigi dánaraðstoð að vera möguleiki. Vonandi fer að líða að því að menn treysti sér til að breyta löggjöf þannig að þar verði dánaraðstoð heimiluð. Þannig er sjálfsagður réttur einstaklings yfir líkama sínum tryggður. Málefnið er vissulega viðkvæmt og margir eru líklegir til að setja sig upp á móti því og tína til alls kyns rök. Því verður þó ekki á móti mælt að ómannúðlegt er að horfa upp á dauðvona einstakling þjást, manneskju sem þráir ekkert heitar en að fá að kveðja lífið með reisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Dánaraðstoð Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Svo að segja hver einstaklingur verður einhvern tíma á lífsleiðinni vitni að því að einhver honum nákominn veikist svo alvarlega að öllum er ljóst að ekkert bíður hans nema dauðinn. Sjálfur sér sjúklingurinn ekki lengur tilgang með lífi sínu, enda hefur það ekki lengur upp á neitt annað að bjóða en kvöl. Hann vill ekki lifa í því ástandi sem hann er í og er reiðubúinn að kveðja þetta líf. Til þess þarf hann aðstoð. Þá aðstoð ætti að veita honum en ekki synja honum um hana. Dánaraðstoð og líknardauði eru viðkvæm mál hér á landi, en um þau þarf þó að ræða. Því er gott til þess að vita að nokkrir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um dánaraðstoð, en þetta er í þriðja sinn sem slík tillaga er lögð fram á Alþingi. Þingmennirnir, sem leggja fram þessa þingsályktunartillögu, eru varkárir því þeir segja hana ekki fela í sér afstöðu til þess hvort breyta eigi lögum hérlendis. Tilgangur þeirra með henni er að treysta grundvöll umræðu um viðkvæmt mál, sem er gott. Það má þó líka spyrja af hverju þeir gangi ekki einfaldlega alla leið og taki afstöðu með því að lögum sé breytt á þann veg að dánaraðstoð sé heimiluð. Vissulega er það viðurkennt í samtíma okkar að einstaklingur eigi að ráða yfir líkama sínum. Það er hins vegar verulega hæpið, jafnvel alrangt, að halda því fram að einstaklingur ráði yfir líkama sínum þegar hann er sviptur þeim rétti þegar veikindi herja á og þjáningin tekur völdin. Þá er einstaklingnum ætlað að tóra þar til líkaminn gefur sig algjörlega. Einstaklingur sem umfram allt vill lifa og deyja með reisn hlýtur að hafa rétt á því að segja: Nú finnst mér nóg komið. Ég vil kveðja þetta líf. Hér á landi er starfandi félagið Lífsvirðing en eitt af markmiðum þess er að til verði löggjöf um dánaraðstoð. Þar er sérstaklega tekið fram að dánaraðstoð með skýrum skilyrðum teljist til mannréttinda. Það er ástæða til að taka rösklega undir þau orð. Fyrir nokkrum árum lét Siðmennt gera skoðanakönnun þar sem þátttakendur voru meðal annars spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að einstaklingur gæti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt ef hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Niðurstaðan var sú að 75 prósent aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því. Samkvæmt þessu virðist sem fólk eigi afar auðvelt með að setja sig í spor einstaklings sem er dauðvona og þjáist og finnst að þar eigi dánaraðstoð að vera möguleiki. Vonandi fer að líða að því að menn treysti sér til að breyta löggjöf þannig að þar verði dánaraðstoð heimiluð. Þannig er sjálfsagður réttur einstaklings yfir líkama sínum tryggður. Málefnið er vissulega viðkvæmt og margir eru líklegir til að setja sig upp á móti því og tína til alls kyns rök. Því verður þó ekki á móti mælt að ómannúðlegt er að horfa upp á dauðvona einstakling þjást, manneskju sem þráir ekkert heitar en að fá að kveðja lífið með reisn.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar