Handbolti

Arnar Birkir næst markahæstur í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Birkir í landsleik með B-landsliði Íslands.
Arnar Birkir í landsleik með B-landsliði Íslands. vísir/vilhelm
Arnar Birkir Hálfdánsson átti frábæran leik er SönderjyskE vann sex marka sigur, 31-25, á Skanderborg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arnar skoraði sjö mörk úr níu skotum en SönderjyskE var ávallt skrefi á undan í leiknum en unnu að lokum með sex marka mun.

Eftir sigurinn er SönderjyskE með átta stig í sjötta sjöti deildarinnar en Skanderborg er með fimm stig í áttunda sæti deildarinnar.

Ólafur Gústafsson átti ágætis leik er lið hans, KIF Kolding, fékk skell á útivelli gegn Nordsjælland, 36-24.

Heimamenn í Nordsjælland byrjuðu af miklum krafti og voru komnir í 9-3 eftir stundarfjórðung. Sóknarleikurinn stirður hjá gestunum en þeir náðu aðeins aðeins að laga stöðuna fyrir hálfleik.

Nordsjælland leiddi 16-11 í hálfleik en aftur byrjuðu þeir hálfleikinn af krafti og gerðu út um leikinn á fyrstu mínútum í síðari hálfleik. Munurinn að endingu tólf mörk, 36-24.

Ólafur skoraði þrjú mörk úr sjö skotum og gaf tvær stoðsendingar en markahæstr var Kasper Andesen sem skoraði fimm mörk úr ellefu skotum.

Kolding er með fjögur stig í níunda sæti deildarinnar en Nordsjælland er nú með fimm stig í áttunda sætinu. Á toppnum eru fjögur lið með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×