Slæmt högg Koepka í Ryder-bikarnum blindaði áhorfanda á öðru auga Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. október 2018 11:30 Brooks Koepka athugaði líðan áhorfandans. vísir/getty Áhorfandi sem fékk golfbolta í andlitið eftir upphafshögg bandaríska kylfingsins Brooks Koepka á fyrsta degi Ryder-bikarsins segist ekki geta séð með hægra auganu og íhugar að leita réttar síns. AFP greinir frá. Koepka missti upphafshöggið á sjöttu braut út af vellinum og boltinn fór í augað á hinni 49 ára gömlu Corine Remande sem ferðaðist alla leið frá Egyptalandi til þess að fylgjast með Ryder-bikarnum. „Læknar hafa tjáð mér að ég muni aldrei sjá framar með þessu auga,“ segir Remande í samtali við AFP en hún ætlar líklega að kæra til þess að eiga fyrir sjúkrahúsgjöldum. „Þetta gerðist svo hratt að ég fann ekki fyrir sársauka þegar að atvikið átti sér stað. Mér leið ekki eins og boltinn hefði farið í andlitið á mér en síðan fann ég fyrir blóðinu byrja að renna.“ „Ég fór í myndatöku á föstudaginn sem staðfesti að augntóftin hægra megin er brotin og augasteinninn sprakk,“ segir Corine Remande. Hún hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ryder-bikarsins í París fyrir að hafa ekki samband við hana og athuga líðan hennar. Sömuleiðis heldur Remande því fram að enginn hafi öskrað á áhorfendur og varað þá við þessu slæma höggi Koepka. Golf Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Áhorfandi sem fékk golfbolta í andlitið eftir upphafshögg bandaríska kylfingsins Brooks Koepka á fyrsta degi Ryder-bikarsins segist ekki geta séð með hægra auganu og íhugar að leita réttar síns. AFP greinir frá. Koepka missti upphafshöggið á sjöttu braut út af vellinum og boltinn fór í augað á hinni 49 ára gömlu Corine Remande sem ferðaðist alla leið frá Egyptalandi til þess að fylgjast með Ryder-bikarnum. „Læknar hafa tjáð mér að ég muni aldrei sjá framar með þessu auga,“ segir Remande í samtali við AFP en hún ætlar líklega að kæra til þess að eiga fyrir sjúkrahúsgjöldum. „Þetta gerðist svo hratt að ég fann ekki fyrir sársauka þegar að atvikið átti sér stað. Mér leið ekki eins og boltinn hefði farið í andlitið á mér en síðan fann ég fyrir blóðinu byrja að renna.“ „Ég fór í myndatöku á föstudaginn sem staðfesti að augntóftin hægra megin er brotin og augasteinninn sprakk,“ segir Corine Remande. Hún hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ryder-bikarsins í París fyrir að hafa ekki samband við hana og athuga líðan hennar. Sömuleiðis heldur Remande því fram að enginn hafi öskrað á áhorfendur og varað þá við þessu slæma höggi Koepka.
Golf Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira