Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 2. október 2018 20:31 Ástæða er til að vekja athygli á því að í dag, 2.október, er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar starfa á öllum sviðum mannlífsins með það að leiðarljósi að styðja og efla samfélagslega þátttöku fatlaðs fólks og gæta hagsmuna þess. Mannréttindi og mannréttindabarátta er kjölfestan í störfum þeirra sem og fjölbreytilegar leiðir við að aðstoða og efla sjálfstætt líf fólks í samfélagi fyrir alla. Íslendingar eiga því láni að fagna að hér á landi hefur vaxið og dafnað öflug fagstétt þroskaþjálfa sem hefur stuðlað að mikilvægri þróun í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Þroskaþjálfaskóli Íslands varð til árið 1971 þegar að starfsheitið þroskaþjálfi varð til, en áður höfðu þær konur sem störfuðu með fötluðu fólki verið kallaðar „gæslusystur“. Þroskaþjálfaskóli Íslands sameinaðist Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og færðist námið þar með á háskólastig. Rétt er að taka fram að þroskaþjálfun er lögverndað starf og tekur nám þroskaþjálfa mið af lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34/2012) og reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa (nr. 1120/2012). Í dag er þroskaþjálfafræði ein af mörgum námsleiðum sem boðið er upp á við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Um er að ræða fjögurra ára nám sem miðar að því að nemendur öðlist sérfræðiþekkingu og hæfni til þess að veita fjölbreytilega þjónustu og ráðgjöf. Meðal kennslugreina í náminu eru þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, félagsfræði, þroskasálfræði og siðfræði. Starfsvettvangur þroskaþjálfa er mjög fjölbreyttur og má þar nefna skólastofnanir og félags- og tómstundastarf ásamt þjónustu og ráðgjöf á öllum sviðum samfélagsins. Auknar kröfur um sérfræðiþekkingu, þjálfun og sjálfstæði þroskaþjálfa í starfi urðu til þess að árið 2017 var ákveðið að lengja námið úr þremur árum í fjögur. Samhliða því var lögð áhersla á að efla tengingu við fagvettvang með auknu starfsnámi, styrkja umfjöllun um mannréttindi og horfa til þess að starfsvettvangur þroskaþjálfa hefur orðið víðtækari. Á síðustu árum hefur aðsókn í námið vaxið jafnt og þétt. Þroskaþjálfafélag Íslands var stofnað árið 1965 og hefur gegnt lykilhlutverki við að standa vörð um þekkingu, reynslu og fagmennsku þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar voru á meðal fyrstu starfsstétta til að rita sínar eigin siðareglur sem birtar voru fyrst árið 1991. Í þeim kemur fram grundvallarhugsjón starfsins sem er virðing fyrir mannhelgi og trú á getu einstaklings til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Í dag er lögð áhersla á að þjónusta sé veitt í samvinnu við fatlað fólk, að fólk sem býr við fötlun skipuleggi og stýri sjálft þeirri þjónustu sem það telur sig hafa þörf fyrir. Ein mikilvægasta hindrunin sem fatlað fólk býr við er oft ekki efnisleg heldur fremur félagslegar hindranir sem tengjast viðhorfi annarra. Fötlunarfræði, sem varð til sem fræðigrein á síðari hluta 20. aldar, hefur stuðlað að nýrri sýn á fötlun þar sem áhersla er lögð á að ryðja úr vegi félagslegum hindrunum fremur en að einblína á skerðingar fólks. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því að það þótti sjálfsagt að vista fatlaða einstaklinga á stofnunum og skerða sjálfræði þeirra og lífsgæði, þá megum við ekki sofna á verðinum. Ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi 1. október sl. og marka mikilvæg tímamót þar sem byggt er á hugmyndum um sjálfstætt líf, jafnrétti og mannréttindi fyrir alla. Með löggjöfinni er undirstrikað að íslensk stjórnvöld skuldbinda sig til að framfylgja alþjóðlegum sáttmálum, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á Íslandi hefur sú stefna ríkt að byggja upp menntakerfi fyrir alla og að skóla- og frístundastarf sé án aðgreiningar. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að þroskaþjálfar starfa í auknum mæli í skóla – og frístundastarfi og veita kennurum, frístundaráðgjöfum og öðru starfsfólki þýðingarmikla ráðgjöf og leiðsögn. Reynslan sýnir að þverfagleg samvinna er lykillinn að árangri í menntun og þroska og opnar nýjar dyr og möguleika fyrir öll börn óháð fötlun og félagslegri stöðu. Ég hvet alla til að gefa störfum þroskaþjálfa gaum, hrósa því sem vel er gert og leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélag þar sem öllum er tryggð virk þátttaka og jafn aðgangur að lífsgæðum. Ég óska öllum þroskaþjálfum innilega til hamingju með daginn! Á heimasíðu Þroskaþjálfafélags Íslands má finna umfjöllun um alþjóðlegan dag þroskaþjálfa. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ástæða er til að vekja athygli á því að í dag, 2.október, er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar starfa á öllum sviðum mannlífsins með það að leiðarljósi að styðja og efla samfélagslega þátttöku fatlaðs fólks og gæta hagsmuna þess. Mannréttindi og mannréttindabarátta er kjölfestan í störfum þeirra sem og fjölbreytilegar leiðir við að aðstoða og efla sjálfstætt líf fólks í samfélagi fyrir alla. Íslendingar eiga því láni að fagna að hér á landi hefur vaxið og dafnað öflug fagstétt þroskaþjálfa sem hefur stuðlað að mikilvægri þróun í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Þroskaþjálfaskóli Íslands varð til árið 1971 þegar að starfsheitið þroskaþjálfi varð til, en áður höfðu þær konur sem störfuðu með fötluðu fólki verið kallaðar „gæslusystur“. Þroskaþjálfaskóli Íslands sameinaðist Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og færðist námið þar með á háskólastig. Rétt er að taka fram að þroskaþjálfun er lögverndað starf og tekur nám þroskaþjálfa mið af lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34/2012) og reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa (nr. 1120/2012). Í dag er þroskaþjálfafræði ein af mörgum námsleiðum sem boðið er upp á við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Um er að ræða fjögurra ára nám sem miðar að því að nemendur öðlist sérfræðiþekkingu og hæfni til þess að veita fjölbreytilega þjónustu og ráðgjöf. Meðal kennslugreina í náminu eru þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, félagsfræði, þroskasálfræði og siðfræði. Starfsvettvangur þroskaþjálfa er mjög fjölbreyttur og má þar nefna skólastofnanir og félags- og tómstundastarf ásamt þjónustu og ráðgjöf á öllum sviðum samfélagsins. Auknar kröfur um sérfræðiþekkingu, þjálfun og sjálfstæði þroskaþjálfa í starfi urðu til þess að árið 2017 var ákveðið að lengja námið úr þremur árum í fjögur. Samhliða því var lögð áhersla á að efla tengingu við fagvettvang með auknu starfsnámi, styrkja umfjöllun um mannréttindi og horfa til þess að starfsvettvangur þroskaþjálfa hefur orðið víðtækari. Á síðustu árum hefur aðsókn í námið vaxið jafnt og þétt. Þroskaþjálfafélag Íslands var stofnað árið 1965 og hefur gegnt lykilhlutverki við að standa vörð um þekkingu, reynslu og fagmennsku þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar voru á meðal fyrstu starfsstétta til að rita sínar eigin siðareglur sem birtar voru fyrst árið 1991. Í þeim kemur fram grundvallarhugsjón starfsins sem er virðing fyrir mannhelgi og trú á getu einstaklings til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Í dag er lögð áhersla á að þjónusta sé veitt í samvinnu við fatlað fólk, að fólk sem býr við fötlun skipuleggi og stýri sjálft þeirri þjónustu sem það telur sig hafa þörf fyrir. Ein mikilvægasta hindrunin sem fatlað fólk býr við er oft ekki efnisleg heldur fremur félagslegar hindranir sem tengjast viðhorfi annarra. Fötlunarfræði, sem varð til sem fræðigrein á síðari hluta 20. aldar, hefur stuðlað að nýrri sýn á fötlun þar sem áhersla er lögð á að ryðja úr vegi félagslegum hindrunum fremur en að einblína á skerðingar fólks. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því að það þótti sjálfsagt að vista fatlaða einstaklinga á stofnunum og skerða sjálfræði þeirra og lífsgæði, þá megum við ekki sofna á verðinum. Ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi 1. október sl. og marka mikilvæg tímamót þar sem byggt er á hugmyndum um sjálfstætt líf, jafnrétti og mannréttindi fyrir alla. Með löggjöfinni er undirstrikað að íslensk stjórnvöld skuldbinda sig til að framfylgja alþjóðlegum sáttmálum, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á Íslandi hefur sú stefna ríkt að byggja upp menntakerfi fyrir alla og að skóla- og frístundastarf sé án aðgreiningar. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að þroskaþjálfar starfa í auknum mæli í skóla – og frístundastarfi og veita kennurum, frístundaráðgjöfum og öðru starfsfólki þýðingarmikla ráðgjöf og leiðsögn. Reynslan sýnir að þverfagleg samvinna er lykillinn að árangri í menntun og þroska og opnar nýjar dyr og möguleika fyrir öll börn óháð fötlun og félagslegri stöðu. Ég hvet alla til að gefa störfum þroskaþjálfa gaum, hrósa því sem vel er gert og leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélag þar sem öllum er tryggð virk þátttaka og jafn aðgangur að lífsgæðum. Ég óska öllum þroskaþjálfum innilega til hamingju með daginn! Á heimasíðu Þroskaþjálfafélags Íslands má finna umfjöllun um alþjóðlegan dag þroskaþjálfa. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun