Fyrirmyndarvinnustaður Rakel Davíðsdóttir skrifar 4. október 2018 13:36 Góðkunningi minn leitaði ráða hjá mér um daginn. Hann hafði fengið boð um starf og velti hann því fyrir sér hvort ráð væri að skipta um vinnu. Ég spurði hann nokkurra spurninga en meginspurning mín var hvernig honum liði á núverandi vinnustað og hvers hann myndi sakna úr vinnunni ef hann skipti um starf. Hann svaraði svona: „Mér líður nú afskaplega vel í vinnunni og hlakka alltaf til að mæta til vinnu á morgnana. Ég hef tækifæri á sveigjanlegum vinnutíma, sinni fjölbreyttum verkefnum og fæ að stýra vinnutilhögun að einhverju leyti sjálfur. Hlutverk mitt í vinnunni er skýrt og verkaskipting milli starfsmanna er ljós. Starfsfólk skilgreinir þó verksvið sitt ekki of þröngt heldur gengur í tilfallandi störf og hjálpast að. Það er sterk liðsheild í starfshópnum og starfsfólk er tilbúið að leggja á sig aukalega hvert fyrir annað. Ef mikið er að gera leggst fólk á eitt. Álagsbundnum þáttum er reynt að halda í skefjum, t.d. með því að dreifa verkefnum á sanngjarnan hátt og reynt er að styðja við starfsfólk og bregðast við ef álag verður of mikið. Yfirmaður minn er traustur og mér finnst gott að leita til hans þegar ég þarf á að halda. Hann leitar einnig ráða hjá okkur starfsmönnunum. Hann virðir undirmenn sína og ólíkar skoðanir þeirra og kemur eins fram við alla, af virðingu. Það er ljóst að hann ber ábyrgðina og hefur síðasta orðið. En ég finn að mitt sjónarhorn skiptir máli. Það er skýrt hvers hann væntir af mér og hann veitir mér reglulega endurgjöf um verkefni mín. Það er tekið eftir því sem ég geri vel og mér er hrósað og ég get treyst því að mér sé bent á það sem betur megi fara. Skipulag vinnunnar er gott og stöðugt er leitast við að gera gott verklag og vinnubrögð enn betra. Yfirmaður minn gengur fram með góðu fordæmi í samskiptum. Tekið er á samskiptamálum þegar þau koma upp og gefin skýr skilaboð um að neikvæð og niðurlægjandi framkoma er óliðin. Mér finnst ég vera metinn að verðleikum og launin tel ég vera nokkuð sanngjörn. Ég er hvattur reglulega til að sækja mér endurmenntunar og stutt er við starfsþróun starfsmanna á vinnustaðnum. Ýmislegt er gert reglulega til að þjappa hópnum saman, bæði innan og utan vinnu, af hálfu yfirmanna og starfsmanna. Starfsandinn er mjög góður og er léttur húmor stór partur af honum. Samskiptin eru einnig góð á milli starfsmanna sem hægt er að leita til ef ég þarf á að halda. Vinnuaðstæður mínar eru þannig að þær hjálpa mér að þrífast í starfinu. Ég hef upphækkanlegt skrifborð og aðgengi að góðum mat, ávöxtum og kaffi.“ Það varð „AHA móment“ hjá kunningja mínum en eftir þessa yfirferð áttaði hann sig á því að hann vinnur nú þegar á frábærum vinnustað, með góðri vinnustaðamenningu. Það er ekki sjálfgefið að vinna á vinnustað sem þessum og enn í dag líður alltof mörgum ekki nógu vel í vinnunni þrátt fyrir að vinnuverndarlöggjöfin kveði á um rétt starfsmanna til að vera öruggir og líða vel á vinnustað. Of mikið álag, kulnun í starfi, vanlíðan vegna stjórnunarhátta, erfið samskipti, einelti og kynferðisleg áreitni eru dæmi um það sem starfsmenn á íslenskum vinnustöðum eru margir að glíma við. Atvinnurekendum ber samkvæmt vinnuverndarlögum nr. 46/1980 ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem byggir á áhættumati þar sem að andlegir og félagslegir áhættuþættir eru metnir. Ljóst er þó að í grunninn þarf viðhorfsbreyting að eiga sér stað víða í samfélaginu til þess að ná því markmiði að auka vellíðan starfsmanna í vinnu. Hvernig er innra starfsumhverfi á þínum vinnustað?Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræðistofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Góðkunningi minn leitaði ráða hjá mér um daginn. Hann hafði fengið boð um starf og velti hann því fyrir sér hvort ráð væri að skipta um vinnu. Ég spurði hann nokkurra spurninga en meginspurning mín var hvernig honum liði á núverandi vinnustað og hvers hann myndi sakna úr vinnunni ef hann skipti um starf. Hann svaraði svona: „Mér líður nú afskaplega vel í vinnunni og hlakka alltaf til að mæta til vinnu á morgnana. Ég hef tækifæri á sveigjanlegum vinnutíma, sinni fjölbreyttum verkefnum og fæ að stýra vinnutilhögun að einhverju leyti sjálfur. Hlutverk mitt í vinnunni er skýrt og verkaskipting milli starfsmanna er ljós. Starfsfólk skilgreinir þó verksvið sitt ekki of þröngt heldur gengur í tilfallandi störf og hjálpast að. Það er sterk liðsheild í starfshópnum og starfsfólk er tilbúið að leggja á sig aukalega hvert fyrir annað. Ef mikið er að gera leggst fólk á eitt. Álagsbundnum þáttum er reynt að halda í skefjum, t.d. með því að dreifa verkefnum á sanngjarnan hátt og reynt er að styðja við starfsfólk og bregðast við ef álag verður of mikið. Yfirmaður minn er traustur og mér finnst gott að leita til hans þegar ég þarf á að halda. Hann leitar einnig ráða hjá okkur starfsmönnunum. Hann virðir undirmenn sína og ólíkar skoðanir þeirra og kemur eins fram við alla, af virðingu. Það er ljóst að hann ber ábyrgðina og hefur síðasta orðið. En ég finn að mitt sjónarhorn skiptir máli. Það er skýrt hvers hann væntir af mér og hann veitir mér reglulega endurgjöf um verkefni mín. Það er tekið eftir því sem ég geri vel og mér er hrósað og ég get treyst því að mér sé bent á það sem betur megi fara. Skipulag vinnunnar er gott og stöðugt er leitast við að gera gott verklag og vinnubrögð enn betra. Yfirmaður minn gengur fram með góðu fordæmi í samskiptum. Tekið er á samskiptamálum þegar þau koma upp og gefin skýr skilaboð um að neikvæð og niðurlægjandi framkoma er óliðin. Mér finnst ég vera metinn að verðleikum og launin tel ég vera nokkuð sanngjörn. Ég er hvattur reglulega til að sækja mér endurmenntunar og stutt er við starfsþróun starfsmanna á vinnustaðnum. Ýmislegt er gert reglulega til að þjappa hópnum saman, bæði innan og utan vinnu, af hálfu yfirmanna og starfsmanna. Starfsandinn er mjög góður og er léttur húmor stór partur af honum. Samskiptin eru einnig góð á milli starfsmanna sem hægt er að leita til ef ég þarf á að halda. Vinnuaðstæður mínar eru þannig að þær hjálpa mér að þrífast í starfinu. Ég hef upphækkanlegt skrifborð og aðgengi að góðum mat, ávöxtum og kaffi.“ Það varð „AHA móment“ hjá kunningja mínum en eftir þessa yfirferð áttaði hann sig á því að hann vinnur nú þegar á frábærum vinnustað, með góðri vinnustaðamenningu. Það er ekki sjálfgefið að vinna á vinnustað sem þessum og enn í dag líður alltof mörgum ekki nógu vel í vinnunni þrátt fyrir að vinnuverndarlöggjöfin kveði á um rétt starfsmanna til að vera öruggir og líða vel á vinnustað. Of mikið álag, kulnun í starfi, vanlíðan vegna stjórnunarhátta, erfið samskipti, einelti og kynferðisleg áreitni eru dæmi um það sem starfsmenn á íslenskum vinnustöðum eru margir að glíma við. Atvinnurekendum ber samkvæmt vinnuverndarlögum nr. 46/1980 ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem byggir á áhættumati þar sem að andlegir og félagslegir áhættuþættir eru metnir. Ljóst er þó að í grunninn þarf viðhorfsbreyting að eiga sér stað víða í samfélaginu til þess að ná því markmiði að auka vellíðan starfsmanna í vinnu. Hvernig er innra starfsumhverfi á þínum vinnustað?Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræðistofu
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun