Hvalárvirkjun og HS-Orka Stefán Arnórsson og Tómas Guðbjartsson skrifar 5. október 2018 07:00 Hvalá á Ströndum verður mögulega virkjuð í náinni framtíð. Með þessari virkjun yrði reistur minnisvarði um vondar ákvarðanir og skjótræði okkar Íslendinga. Gríðarlegum ósnortnum víðernum verður spillt og um leið þrengt að möguleikum á ferðamennsku á svæðinu. Dæmi frá utanverðu Snæfellsnesi sýna að ferðamennska er mjög vænleg tekjulind fyrir lítil sveitarfélög og ekkert segir að sama eigi ekki við um byggð eins og í Árneshreppi.Tómas Guðbjartsson læknir og náttúruverndarsinniHáskóli ÍslandsVirkjun mun ekki skapa störf Hvalárvirkjun verður ómönnuð og mun því ekki bæta hag byggðar í Árneshreppi með aukinni atvinnusköpun nema hugsanlega eitthvað á framkvæmdatíma. Tekjur sveitarfélagsins af virkjun yrðu því fyrst og fremst aðstöðugjöld, sem ekki eru háar upphæðir.Er nægilegt framboð á raforku fyrir byggð á Vestfjörðum? Svarið er já. Hins vegar er flutningsgetu raforku innan svæðisins til notenda og rekstraröryggi ábótavant. Byggð á Vestfjörðum hefur ekki þörf fyrir 55 megavatta (MW) virkjun í Hvalá fyrir eigin raforkumarkað, hvorki nú né í nánustu framtíð. Afkastageta vatnsaflsvirkjana í eigu Orkubús Vestfjarða er í dag rúm 18 MW og afl annarra vatnsaflsvirkjana á Vestfjörðum er um 6 MW til viðbótar. Vestfirðingar kaupa árlega rafmagn frá virkjunum utan Vestfjarða sem nemur nálægt 150 gígavattstundum (GWst). Lækka mætti þessa tölu um a.m.k. 20% með notkun varmadælna. Hvalárvirkjun getur framleitt um 320 GWst rafmagns í meðalári en rennsli vatns í ánni er mjög breytilegt eftir árstíðum og einnig milli ára. Því þarf að flytja um 200 GWst út af Vestfjörðum í meðalári ef selja á allt rafmagn frá Hvalárvirkjun. Og hverjum á að selja? Varla Vestfirðingum sem neinu nemur.Aukning í notkun varmadælna mikilvæg Rafmagn til húshitunar á Vestfjörðum er niðurgreitt um nálægt 100 GWst á ári (um 342 milljónir króna, 2017). Spara mætti umtalsvert rafmagn á Vestfjörðum með varmadælum, eða a.m.k. um 30 GWst á ári með því að skipta út rafmagnsofnum fyrir varmadælur. Um 30 ár eru síðan varmadælur urðu raunverulegur valkostur við upphitun húsa á heimsvísu. Þær eru víða notaðar hér á landi við upphitun íbúðarhúsa og sumarbústaða, enda spara þær verulegt rafmagn. Vestfirðingar sem ekki hafa jarðhitavatn til húshitunar eða þiggja varma frá fjarveitum ættu að íhuga varmadælur sem valkost. Þar gæti ríkið komið að málum, sem aftur myndi lækka niðurgreiðslu hins opinbera á rafmagni til húshitunar.Hvalárvirkjun er dýr kostur Kostnaður á orkueiningu fyrir vatnsaflsvirkjanir er mjög breytilegur. Eðlilegt væri að velja á hverjum tíma hagkvæmustu kostina. Hvalárvirkjun er afar dýr valkostur, í flokki þeirra dýrustu af þeim virkjunum sem hafa fengið blessun rammasamkomulags. Auk þess er kostnaður við flutning rafmagns til notenda mikill. Rafmagn frá virkjuninni virðist ekki vera ætlað ákveðnum notendum og ekki byggt á spá um raforkuþörf markaðarins. Slík spá er þó forsenda þess að meta stærð og hagkvæmni nýrra virkjana.Hvað veldur áhuga jarðhitafyrirtækisins HS-Orku á vatnsorku? Dótturfyrirtæki HS-Orku, Vesturverk, vinnur að því að reisa virkjun í Hvalá. Hitaveita Suðurnesja og arftaki hennar, HS-Orka, reisti og rekur nú 100 megavatta (MW) jarðgufustöð á Reykjanesi og 76 MW virkjun í Svartsengi. Auk þess undirbýr fyrirtækið jarðgufuvirkjun í Eldvörpum sem er einstök gígaröð á Reykjanesskaga. Upphaflegt mat (1985) á afli jarðhitasvæðisins á Reykjanesi var 28 MW miðað við 50 ára endingartíma. Nýrra mat gaf síðan 40 MW, en af óskiljanlegum ástæðum samþykkti Orkustofnun beiðni HS-Orku um 80-100 MW virkjun og var 100 MW virkjun gangsett 2006. En HS-orka seildist lengra og keypti 50 MW túrbínu til stækkunar virkjunarinnar í 150 MW. Af þeirri stækkun varð þó ekki enda hafði þrýstingur í jarðhitalindinni lækkað mikið og gufurennsli í borholum dvínað í samræmi við það. Minnkandi gufurennsli úr borholum hefur valdið HS-Orku umtalsverðu tekjutapi. En af hverju virkja dragá lengst norður á Ströndum? Hvalárvirkjun hentar ekki fyrir sölu á rafmagni til stórnotenda eins og ál- og kísiliðjuvera því notkun þeirra er jöfn allan sólarhringinn alla daga ársins. Hún tryggir HS-Orku hins vegar svokallað toppafl á helstu álagstímum fyrir viðskiptavini sína á SV-horninu, þegar gufuvirkjanir þeirra sinna ekki eftirspurn. Þessa topporku þurfa þeir í dag að kaupa af Landsvirkjun á háu verði. Þetta eru raunverulegir hagsmunir HS-Orku – ekki það að styrkja rafmagnsbúskapinn á Vestfjörðum.Íslenskar náttúruauðlindir seldar útlendingum HS-Orka er í meirihlutaeigu (51%) kanadískra auðjöfra en fyrirtækið greiddi á árinu 2017 sem næst 35 milljónir í auðlindagjald fyrir afnot af jarðhitasvæðinu á Reykjanesi. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur hvort eðlilegt geti talist að erlendir fjárfestar geti keypt land eða hlut í íslenskum orkufyrirtækjum og þannig komist í að virkja íslensk fallvötn og jarðhitakerfi. Lagabókstafurinn gagnvart slíku eignarhaldi er því miður óljós á Íslandi, ólíkt því sem gildir víða erlendis. Lögin eru hins vegar afar skýr þegar kemur að fiskveiðum í íslenskri lögsögu. Hér verður heilbrigð skynsemi að ráða för. Þótt Ísland sé smáríki eru helstu auðlindir þess samt sem áður sameign allra Íslendinga, þar með taldar árnar og þeir stórkostlegu fossar sem er að finna upp af Ófeigsfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hvalá á Ströndum verður mögulega virkjuð í náinni framtíð. Með þessari virkjun yrði reistur minnisvarði um vondar ákvarðanir og skjótræði okkar Íslendinga. Gríðarlegum ósnortnum víðernum verður spillt og um leið þrengt að möguleikum á ferðamennsku á svæðinu. Dæmi frá utanverðu Snæfellsnesi sýna að ferðamennska er mjög vænleg tekjulind fyrir lítil sveitarfélög og ekkert segir að sama eigi ekki við um byggð eins og í Árneshreppi.Tómas Guðbjartsson læknir og náttúruverndarsinniHáskóli ÍslandsVirkjun mun ekki skapa störf Hvalárvirkjun verður ómönnuð og mun því ekki bæta hag byggðar í Árneshreppi með aukinni atvinnusköpun nema hugsanlega eitthvað á framkvæmdatíma. Tekjur sveitarfélagsins af virkjun yrðu því fyrst og fremst aðstöðugjöld, sem ekki eru háar upphæðir.Er nægilegt framboð á raforku fyrir byggð á Vestfjörðum? Svarið er já. Hins vegar er flutningsgetu raforku innan svæðisins til notenda og rekstraröryggi ábótavant. Byggð á Vestfjörðum hefur ekki þörf fyrir 55 megavatta (MW) virkjun í Hvalá fyrir eigin raforkumarkað, hvorki nú né í nánustu framtíð. Afkastageta vatnsaflsvirkjana í eigu Orkubús Vestfjarða er í dag rúm 18 MW og afl annarra vatnsaflsvirkjana á Vestfjörðum er um 6 MW til viðbótar. Vestfirðingar kaupa árlega rafmagn frá virkjunum utan Vestfjarða sem nemur nálægt 150 gígavattstundum (GWst). Lækka mætti þessa tölu um a.m.k. 20% með notkun varmadælna. Hvalárvirkjun getur framleitt um 320 GWst rafmagns í meðalári en rennsli vatns í ánni er mjög breytilegt eftir árstíðum og einnig milli ára. Því þarf að flytja um 200 GWst út af Vestfjörðum í meðalári ef selja á allt rafmagn frá Hvalárvirkjun. Og hverjum á að selja? Varla Vestfirðingum sem neinu nemur.Aukning í notkun varmadælna mikilvæg Rafmagn til húshitunar á Vestfjörðum er niðurgreitt um nálægt 100 GWst á ári (um 342 milljónir króna, 2017). Spara mætti umtalsvert rafmagn á Vestfjörðum með varmadælum, eða a.m.k. um 30 GWst á ári með því að skipta út rafmagnsofnum fyrir varmadælur. Um 30 ár eru síðan varmadælur urðu raunverulegur valkostur við upphitun húsa á heimsvísu. Þær eru víða notaðar hér á landi við upphitun íbúðarhúsa og sumarbústaða, enda spara þær verulegt rafmagn. Vestfirðingar sem ekki hafa jarðhitavatn til húshitunar eða þiggja varma frá fjarveitum ættu að íhuga varmadælur sem valkost. Þar gæti ríkið komið að málum, sem aftur myndi lækka niðurgreiðslu hins opinbera á rafmagni til húshitunar.Hvalárvirkjun er dýr kostur Kostnaður á orkueiningu fyrir vatnsaflsvirkjanir er mjög breytilegur. Eðlilegt væri að velja á hverjum tíma hagkvæmustu kostina. Hvalárvirkjun er afar dýr valkostur, í flokki þeirra dýrustu af þeim virkjunum sem hafa fengið blessun rammasamkomulags. Auk þess er kostnaður við flutning rafmagns til notenda mikill. Rafmagn frá virkjuninni virðist ekki vera ætlað ákveðnum notendum og ekki byggt á spá um raforkuþörf markaðarins. Slík spá er þó forsenda þess að meta stærð og hagkvæmni nýrra virkjana.Hvað veldur áhuga jarðhitafyrirtækisins HS-Orku á vatnsorku? Dótturfyrirtæki HS-Orku, Vesturverk, vinnur að því að reisa virkjun í Hvalá. Hitaveita Suðurnesja og arftaki hennar, HS-Orka, reisti og rekur nú 100 megavatta (MW) jarðgufustöð á Reykjanesi og 76 MW virkjun í Svartsengi. Auk þess undirbýr fyrirtækið jarðgufuvirkjun í Eldvörpum sem er einstök gígaröð á Reykjanesskaga. Upphaflegt mat (1985) á afli jarðhitasvæðisins á Reykjanesi var 28 MW miðað við 50 ára endingartíma. Nýrra mat gaf síðan 40 MW, en af óskiljanlegum ástæðum samþykkti Orkustofnun beiðni HS-Orku um 80-100 MW virkjun og var 100 MW virkjun gangsett 2006. En HS-orka seildist lengra og keypti 50 MW túrbínu til stækkunar virkjunarinnar í 150 MW. Af þeirri stækkun varð þó ekki enda hafði þrýstingur í jarðhitalindinni lækkað mikið og gufurennsli í borholum dvínað í samræmi við það. Minnkandi gufurennsli úr borholum hefur valdið HS-Orku umtalsverðu tekjutapi. En af hverju virkja dragá lengst norður á Ströndum? Hvalárvirkjun hentar ekki fyrir sölu á rafmagni til stórnotenda eins og ál- og kísiliðjuvera því notkun þeirra er jöfn allan sólarhringinn alla daga ársins. Hún tryggir HS-Orku hins vegar svokallað toppafl á helstu álagstímum fyrir viðskiptavini sína á SV-horninu, þegar gufuvirkjanir þeirra sinna ekki eftirspurn. Þessa topporku þurfa þeir í dag að kaupa af Landsvirkjun á háu verði. Þetta eru raunverulegir hagsmunir HS-Orku – ekki það að styrkja rafmagnsbúskapinn á Vestfjörðum.Íslenskar náttúruauðlindir seldar útlendingum HS-Orka er í meirihlutaeigu (51%) kanadískra auðjöfra en fyrirtækið greiddi á árinu 2017 sem næst 35 milljónir í auðlindagjald fyrir afnot af jarðhitasvæðinu á Reykjanesi. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur hvort eðlilegt geti talist að erlendir fjárfestar geti keypt land eða hlut í íslenskum orkufyrirtækjum og þannig komist í að virkja íslensk fallvötn og jarðhitakerfi. Lagabókstafurinn gagnvart slíku eignarhaldi er því miður óljós á Íslandi, ólíkt því sem gildir víða erlendis. Lögin eru hins vegar afar skýr þegar kemur að fiskveiðum í íslenskri lögsögu. Hér verður heilbrigð skynsemi að ráða för. Þótt Ísland sé smáríki eru helstu auðlindir þess samt sem áður sameign allra Íslendinga, þar með taldar árnar og þeir stórkostlegu fossar sem er að finna upp af Ófeigsfirði.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar