Fjárfest í sjálfbærni, fjárfest til ávinnings Sandra Rán Ásgrímsdóttir skrifar 21. september 2018 14:09 Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í samfélaginu varðandi sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja. Einstaklingar og fyrirtæki eru í auknum mæli að huga að áhrifum sínum á umhverfi og samfélag og stjórnvöld setja sér markmið í þeirri von að ná að uppfylla Parísarsáttmálann. Við eigum þó enn langt í land sé horft til nágranna okkar á Norðurlöndum og ljóst að við þurfum að halda okkur vel við efnið. Eitt að lykilatriðum þess að tryggja áframhaldandi vegferð til sjálfbærs samfélags er að fjármagn fylgi vilja til að bæta samfélagið. Hingað til hefur það þó sjaldan verið raunin þar sem hik virðist vera á því að fjárfesta í sjálfbærni vegna hræðslu við aukinn kostnað og takmarkaðan ávinning. Raunin er þó sú að þegar sjálfbærni er innleidd í kjarnastarfsemi fyrirtækja og verkefna getur ávinningurinn verið umtalsverður. Sem dæmi má nefna bætta fjárhagsafkomu, betri ásýnd, ánægðara starfsfólk og öflugri nýsköpun. Fjárfestingaumhverfið erlendis hefur breyst töluvert á undanförnum árum og sífellt fleiri fjárfestar og fjármögnunaraðilar telja mikilvægt að horfa ekki bara í hreinar krónur og aura heldur líka á heildaráhrif, þ.e. efnahags-, umhverfis- og samfélagsleg áhrif, þegar meta á fjárfestingakosti. Þá er meirihluti fjárfesta í heiminum þeirrar skoðunar að þau fyrirtæki sem huga að sjálfbærni í sínum rekstri skila betri afkomu. Þegar horft er til fjármögnunar í mannvirkjagerð sýna stöðugt fleiri alþjóðlegar rannsóknir fram á það að huga að sjálfbærni skapar meira verðmæti en þegar framkvæmt er á hefðbundinn hátt. Arðsemi verkefna sem taka mið af sjálfbærni getur því verið töluvert hærri en þeirra sem gera það ekki. Sem dæmi má taka hönnun og byggingu skrifstofuhúsnæðis þar sem lögð er áhersla á alla þætti sjálfbærninnar, þ.e. efnahags-, umhverfis- og samfélagslega þætti. Sé það gert er mögulegt að fá hærri leigu, lækka rekstrarkostnað og víða er hægt að fá hagkvæmari fjármögnunarmöguleika (t.d. með grænum skuldabréfum). Þá sýna rannsóknir að þrátt fyrir að staðsetning hafi oft mikið að segja þá hefur góð innivist og jákvæð áhrif á umhverfi eða samfélag sífellt meira vægi þegar verið er að velja húsnæði. Þrátt fyrir þennan ábata þá er staðan enn sú að of mikið er einblínt á stofnkostnað en ekki rekstrarkostnað og langtímaáhrif á notendur og eigendur mannvirkis. Við erum á réttri leið og margt gott hefur átt sér stað undanfarið meðal annars með stofnun samtaka um ábyrgar fjárfestingar og leiðbeiningum Kauphallarinnar um samfélagsábyrgð en betur má ef duga skal. Tímabært er að við fylgja fastar í fótspor nágranna okkar og leggja auknar áherslur á heildaráhrif og sjálfbærni við fjárfestingar og fjármögnun. Þegar hugað er að sjálfbærni skilar fjárfesting fyrst raunverulegum ávinning.Sandra Rán ÁsgrímsdóttirSjálfbærniverkfræðingur hjá Mannvit Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í samfélaginu varðandi sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja. Einstaklingar og fyrirtæki eru í auknum mæli að huga að áhrifum sínum á umhverfi og samfélag og stjórnvöld setja sér markmið í þeirri von að ná að uppfylla Parísarsáttmálann. Við eigum þó enn langt í land sé horft til nágranna okkar á Norðurlöndum og ljóst að við þurfum að halda okkur vel við efnið. Eitt að lykilatriðum þess að tryggja áframhaldandi vegferð til sjálfbærs samfélags er að fjármagn fylgi vilja til að bæta samfélagið. Hingað til hefur það þó sjaldan verið raunin þar sem hik virðist vera á því að fjárfesta í sjálfbærni vegna hræðslu við aukinn kostnað og takmarkaðan ávinning. Raunin er þó sú að þegar sjálfbærni er innleidd í kjarnastarfsemi fyrirtækja og verkefna getur ávinningurinn verið umtalsverður. Sem dæmi má nefna bætta fjárhagsafkomu, betri ásýnd, ánægðara starfsfólk og öflugri nýsköpun. Fjárfestingaumhverfið erlendis hefur breyst töluvert á undanförnum árum og sífellt fleiri fjárfestar og fjármögnunaraðilar telja mikilvægt að horfa ekki bara í hreinar krónur og aura heldur líka á heildaráhrif, þ.e. efnahags-, umhverfis- og samfélagsleg áhrif, þegar meta á fjárfestingakosti. Þá er meirihluti fjárfesta í heiminum þeirrar skoðunar að þau fyrirtæki sem huga að sjálfbærni í sínum rekstri skila betri afkomu. Þegar horft er til fjármögnunar í mannvirkjagerð sýna stöðugt fleiri alþjóðlegar rannsóknir fram á það að huga að sjálfbærni skapar meira verðmæti en þegar framkvæmt er á hefðbundinn hátt. Arðsemi verkefna sem taka mið af sjálfbærni getur því verið töluvert hærri en þeirra sem gera það ekki. Sem dæmi má taka hönnun og byggingu skrifstofuhúsnæðis þar sem lögð er áhersla á alla þætti sjálfbærninnar, þ.e. efnahags-, umhverfis- og samfélagslega þætti. Sé það gert er mögulegt að fá hærri leigu, lækka rekstrarkostnað og víða er hægt að fá hagkvæmari fjármögnunarmöguleika (t.d. með grænum skuldabréfum). Þá sýna rannsóknir að þrátt fyrir að staðsetning hafi oft mikið að segja þá hefur góð innivist og jákvæð áhrif á umhverfi eða samfélag sífellt meira vægi þegar verið er að velja húsnæði. Þrátt fyrir þennan ábata þá er staðan enn sú að of mikið er einblínt á stofnkostnað en ekki rekstrarkostnað og langtímaáhrif á notendur og eigendur mannvirkis. Við erum á réttri leið og margt gott hefur átt sér stað undanfarið meðal annars með stofnun samtaka um ábyrgar fjárfestingar og leiðbeiningum Kauphallarinnar um samfélagsábyrgð en betur má ef duga skal. Tímabært er að við fylgja fastar í fótspor nágranna okkar og leggja auknar áherslur á heildaráhrif og sjálfbærni við fjárfestingar og fjármögnun. Þegar hugað er að sjálfbærni skilar fjárfesting fyrst raunverulegum ávinning.Sandra Rán ÁsgrímsdóttirSjálfbærniverkfræðingur hjá Mannvit
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun