Í brimróti Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. september 2018 09:30 Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Samkeppniseftirlitið hefði gert fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Meðal annars fann Samkeppniseftirlitið að því og sagði varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami maður, sem ætti allt hlutafé í einu félagi, væri á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Enn fremur kom fram í máli framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins að málinu væri ólokið, enn væri verið að afla frekari upplýsinga. Blaðamaður hafði samband við Guðmund. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér, þegar eftir því var leitað. Eins og svo oft með fréttir, þá eru þær sagðar í rauntíma. Stuðst var við þær heimildir sem fyrir lágu á þeim tíma, sem fréttin var skrifuð, ekkert annað. Málið var reifað, eins og fjölmiðlum ber að gera, og haft var samband við þann sem málið snerti. Guðmundur svaraði svo fréttinni daginn eftir og sagði að aðeins tvö af þeim fjórum atriðum sem nefnd voru væru enn til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Hann reyndi að gera blaðið tortryggilegt með því að benda á að stjórnarformaður Fréttablaðsins væri einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og varaformaður stjórnar þess fyrirtækis. Stjórnarformaðurinn benti þá réttilega á, að með svari sínu gerði Guðmundur lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins. Hann hefði vegið að starfsheiðri þeirra og dylgjað um að þeir lytu boðvaldi stjórnar félagsins um fréttaflutning. Viðbrögð Guðmundar eru skólabókardæmi um röng viðbrögð við fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að spyrja sjálfan sig af hverju hann svaraði ekki þegar til hans var leitað. Hann gerði lítið úr blaðamönnum sem ekki gera annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir heimildum og vinna úr þeim gögnum sem fyrir liggja. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra blaðamanna sem í hlut eiga og fjölmiðilsins sem þeir starfa hjá. Því miður gerist það æ oftar, þegar fjölmiðlar segja fréttir, að þeir sem í hlut eiga bregðast við með þessum hætti – reyna að draga úr trúverðugleika miðilsins – líki þeim ekki fréttin. Það er hvorki heiðarlegt né sanngjarnt – en sennilega skaða menn sjálfan sig mest með slíkum málflutningi. Fólk almennt skilur þetta gangverk. Guðmundur í Brimi, eins og hann oftast er kallaður, er einn stærsti útgerðarmaður landsins. Hann er að því leyti til opinber persóna, og fólki kemur við hvað hann er að sýsla. Maður í hans stöðu verður að geta tekið fréttum þegar vel gengur, en líka þegar hann þarf að verjast. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa önnur markmið en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er leiðarstef Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Samkeppniseftirlitið hefði gert fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Meðal annars fann Samkeppniseftirlitið að því og sagði varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami maður, sem ætti allt hlutafé í einu félagi, væri á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Enn fremur kom fram í máli framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins að málinu væri ólokið, enn væri verið að afla frekari upplýsinga. Blaðamaður hafði samband við Guðmund. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér, þegar eftir því var leitað. Eins og svo oft með fréttir, þá eru þær sagðar í rauntíma. Stuðst var við þær heimildir sem fyrir lágu á þeim tíma, sem fréttin var skrifuð, ekkert annað. Málið var reifað, eins og fjölmiðlum ber að gera, og haft var samband við þann sem málið snerti. Guðmundur svaraði svo fréttinni daginn eftir og sagði að aðeins tvö af þeim fjórum atriðum sem nefnd voru væru enn til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Hann reyndi að gera blaðið tortryggilegt með því að benda á að stjórnarformaður Fréttablaðsins væri einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og varaformaður stjórnar þess fyrirtækis. Stjórnarformaðurinn benti þá réttilega á, að með svari sínu gerði Guðmundur lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins. Hann hefði vegið að starfsheiðri þeirra og dylgjað um að þeir lytu boðvaldi stjórnar félagsins um fréttaflutning. Viðbrögð Guðmundar eru skólabókardæmi um röng viðbrögð við fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að spyrja sjálfan sig af hverju hann svaraði ekki þegar til hans var leitað. Hann gerði lítið úr blaðamönnum sem ekki gera annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir heimildum og vinna úr þeim gögnum sem fyrir liggja. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra blaðamanna sem í hlut eiga og fjölmiðilsins sem þeir starfa hjá. Því miður gerist það æ oftar, þegar fjölmiðlar segja fréttir, að þeir sem í hlut eiga bregðast við með þessum hætti – reyna að draga úr trúverðugleika miðilsins – líki þeim ekki fréttin. Það er hvorki heiðarlegt né sanngjarnt – en sennilega skaða menn sjálfan sig mest með slíkum málflutningi. Fólk almennt skilur þetta gangverk. Guðmundur í Brimi, eins og hann oftast er kallaður, er einn stærsti útgerðarmaður landsins. Hann er að því leyti til opinber persóna, og fólki kemur við hvað hann er að sýsla. Maður í hans stöðu verður að geta tekið fréttum þegar vel gengur, en líka þegar hann þarf að verjast. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa önnur markmið en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er leiðarstef Fréttablaðsins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun