Klám og káf Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. september 2018 07:00 Sumt er svo sjálfsagt að engin þörf ætti að vera á að setja það í reglur. Þetta á til dæmis við um almenna kurteisi sem svo eðlilegt er að fólk temji sér í samskiptum við aðra. Hverjum og einum einstaklingi sem er tamt að sýna kurteisi í samskiptum er ljóst að sumt gerir maður alls ekki. Þannig ætti ekki að þurfa að setja vinnustaðareglur um það að einstaklingar séu ekki að angra aðra með óviðeigandi tölvupósti og sýni þá sjálfstjórn að sleppa því að tala niðrandi til annarra og láti vera að káfa á öðrum. Klámhundar og káfarar hafa aldrei vakið sérlega lukku, þótt þeir ímyndi sér annað. Alltaf eru þó einhverjir sem átta sig engan veginn á þessu. Karlmaður sem klæmist við kvenkyns vinnufélaga telur sig jafnvel vera að slá á létta strengi. Hann kann jafnvel að ætla sem svo að hann eigi í afar skemmtilegum samskiptum þegar hann káfar á konu, eins og hann telur sig eiga fullan rétt á. Engum er þó skemmt nema honum. Þá þarf að koma honum í skilning um það. Ekki ætti að vera erfitt að siða slíkan mann til, en þá þarf áhugi til þess að vera fyrir hendi. Stundum er áhuginn í lágmarki, nánast enginn. Flestir þekkja dæmi um að stjórnendur kjósi að taka ekki á erfiðum málum í þeirri von að þau hverfi. Reyndin er sú að þau hlaða utan á sig. Vanda má afstýra ef tekið er á honum strax. Starfsmannastjóri og/eða forstjóri eiga að bregðast við með því að kalla til sín þann mann sem er að valda samstarfsfólki óþægindum og segja honum að ef hann láti ekki af því að senda óviðeigandi tölvupósta eða segja afdankaða klámbrandara þá verði honum sagt upp störfum. Hann hafi ekki leyfi til að eitra andrúmsloft á vinnustaðnum. Sömuleiðis á káfari ekki að fá að vaða uppi og áreita aðra. Hann tekur sig á eða víkur. Þarna hefur dóninn val. Það er ekkert harkalegt við þessi skilyrði. Þarna er verið að taka á málum af festu, eins og er skylt að gera. Af hverju var ekki hægt að vinna á þennan hátt hjá Orkuveitu Reykjavíkur? Þar kvartaði kona ítrekað undan vinnufélaga, karlmanni sem hegðaði sér á óviðeigandi hátt. Ekki verður annað séð en að viðbrögð þeirra sem taka áttu á málinu hafi verið þau að andvarpa og afgreiða málið með því konan væri með vesen. Hvað á að gera við konu sem er með vesen og lætur sér ekki segjast? Lausnin var einföld, henni var sagt upp störfum. Sem er einfaldlega galið! Það er hlálegt að hjá Orkuveitu Reykjavíkur sé í gildi jafnréttisstefna sem þótti á sínum tíma svo metnaðarfull að hún var verðlaunuð. Þarna er skólabókardæmi um það að hægt er að setja alls kyns fagurlega orðuð markmið á blað, jafnvel gera þau að reglum, en það jafngildir engan veginn því að þeim sé framfylgt af sannfæringu. Ýmislegt rotið leynist svo auðveldlega undir snyrtilegu yfirborði. Þá er þörf á umtalsverðri hreingerningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Sumt er svo sjálfsagt að engin þörf ætti að vera á að setja það í reglur. Þetta á til dæmis við um almenna kurteisi sem svo eðlilegt er að fólk temji sér í samskiptum við aðra. Hverjum og einum einstaklingi sem er tamt að sýna kurteisi í samskiptum er ljóst að sumt gerir maður alls ekki. Þannig ætti ekki að þurfa að setja vinnustaðareglur um það að einstaklingar séu ekki að angra aðra með óviðeigandi tölvupósti og sýni þá sjálfstjórn að sleppa því að tala niðrandi til annarra og láti vera að káfa á öðrum. Klámhundar og káfarar hafa aldrei vakið sérlega lukku, þótt þeir ímyndi sér annað. Alltaf eru þó einhverjir sem átta sig engan veginn á þessu. Karlmaður sem klæmist við kvenkyns vinnufélaga telur sig jafnvel vera að slá á létta strengi. Hann kann jafnvel að ætla sem svo að hann eigi í afar skemmtilegum samskiptum þegar hann káfar á konu, eins og hann telur sig eiga fullan rétt á. Engum er þó skemmt nema honum. Þá þarf að koma honum í skilning um það. Ekki ætti að vera erfitt að siða slíkan mann til, en þá þarf áhugi til þess að vera fyrir hendi. Stundum er áhuginn í lágmarki, nánast enginn. Flestir þekkja dæmi um að stjórnendur kjósi að taka ekki á erfiðum málum í þeirri von að þau hverfi. Reyndin er sú að þau hlaða utan á sig. Vanda má afstýra ef tekið er á honum strax. Starfsmannastjóri og/eða forstjóri eiga að bregðast við með því að kalla til sín þann mann sem er að valda samstarfsfólki óþægindum og segja honum að ef hann láti ekki af því að senda óviðeigandi tölvupósta eða segja afdankaða klámbrandara þá verði honum sagt upp störfum. Hann hafi ekki leyfi til að eitra andrúmsloft á vinnustaðnum. Sömuleiðis á káfari ekki að fá að vaða uppi og áreita aðra. Hann tekur sig á eða víkur. Þarna hefur dóninn val. Það er ekkert harkalegt við þessi skilyrði. Þarna er verið að taka á málum af festu, eins og er skylt að gera. Af hverju var ekki hægt að vinna á þennan hátt hjá Orkuveitu Reykjavíkur? Þar kvartaði kona ítrekað undan vinnufélaga, karlmanni sem hegðaði sér á óviðeigandi hátt. Ekki verður annað séð en að viðbrögð þeirra sem taka áttu á málinu hafi verið þau að andvarpa og afgreiða málið með því konan væri með vesen. Hvað á að gera við konu sem er með vesen og lætur sér ekki segjast? Lausnin var einföld, henni var sagt upp störfum. Sem er einfaldlega galið! Það er hlálegt að hjá Orkuveitu Reykjavíkur sé í gildi jafnréttisstefna sem þótti á sínum tíma svo metnaðarfull að hún var verðlaunuð. Þarna er skólabókardæmi um það að hægt er að setja alls kyns fagurlega orðuð markmið á blað, jafnvel gera þau að reglum, en það jafngildir engan veginn því að þeim sé framfylgt af sannfæringu. Ýmislegt rotið leynist svo auðveldlega undir snyrtilegu yfirborði. Þá er þörf á umtalsverðri hreingerningu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun