Ísland og Brexit Michel Sallé skrifar 27. september 2018 07:00 Guðlaugi Þór verður að orði um erfiðleika Brexit: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um að það sé ekkert mál að fara út ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir sem enginn getur notað aftur.“ Það tekur því ekki að gifta sig nema vera viss um að geta skilið auðveldlega. Ráðherrann hefur sjálfsagt góðar ástæður til að vera á móti inngöngu lands sins í ESB, en Brexit getur ekki verið ein þeirra, nema hann vilji ekki vita í hverju ESB er raunverulega fólgið, rétt eins og Brexitar gera. Evrópusambandið er fólgið í hinu svokallaða fjórfrelsi sem tryggir frjálsa för fólks, varnings, þjónustu og fjármagns. Það er þessu öllu að þakka að tilgangi stofnenda þess hefur verið náð: að vera svæði friðar og samræðu. Aldrei nokkurn tíma áður í sögu Evrópu hefur verið friður í þessum löndum í 70 ár. Barack Obama fagnaði því með þessum orðum: „Evrópuráætlunin er lífsnauðsynleg og stórkostleg þegar hugsað er til eyðileggingarinnar í stríðinu.“ Bretland gekk í ESB til þess að spyrna á móti þróun þess og draga það niður í frjálst viðskiptasvæði. Bretar hafa í sífellu beðið um og fengið undanþágur. Munum viðkvæði Margrétar Thatcher: „I want my money back.“ Þetta er nákvæmlega það sem þeir vilja með Brexit: henda burt því sem þeim geðjast ekki, sérstaklega frjálsri för fólks, og halda hinu. Í staðinn myndu þeir samþykkja að greiða þessa 50 milljarða evra sem eru í raun framlag þeirra til ESB fram að 29. mars 2019, ásamt óborguðum skuldum. Ekki kemur til mála fyrir ESB-löndin 27 að breyta lögum sínum til þess að þóknast landi sem vildi ganga í bandalagið, og enn síður ef land vill ganga úr því. Það eina sem hægt er að semja um eru skilyrði og aðlögunarfrestur. Þetta er ástæðan fyrir því að inngangur og útgangur lands verður að hvílast á raunverulegum pólitískum framtíðaráætlunum. En þegar Brexitar, þeir sem Gunnlaugur hefur svo gaman af að sýna sig með, náðu því sem þeir vildu, voru þeir alveg ófærir um að bjóða landi sínu nokkrar pólitískar stjórnunaráætlanir í staðinn. Hver hefur heyrt Boris Johnson koma með nokkra áþreifanlega tillögu til að koma landi sínu upp úr förunum sem hann festi það í? Hefur hann nokkurn tímann hugsað til Írlands, hættunnar á nýju borgarastríði þar? Hann, og vinir hans, hafa eingöngu gagnrýnt og hindrað starf Theresu May. Og þótt hún hafi sýnt mikið hugrekki, hefur hún ekki enn náð að komast upp úr þessari prúttrökfræði sem hefur einkennt samskipti ESB og Bretlands. Evrópskir ráðendur eru að missa þolinmæðina. Eru þá erfiðleikar Brexits nóg ástæða til að vilja ekki ganga í ESB? Brexitið er sársaukafullt, ekki aðeins vegna ábyrgðarleysis Brexita heldur líka vegna hinna nánu tengsla sem hafa myndast á 45 árum, þrátt fyrir þrálátan misskilning, milli Breta og ESB; þau eru einmitt vottur um góðan árangur. Þessi sömu tengsl hafa myndast milli Íslands og ESB í gegnum EES, og hafa Íslendingar haft mikinn hagnað af. En nú er það orðið of seint, háttvirtur ráðherra, skaðinn er skeður. Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála- og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út tvær bækur um Ísland : « Islande » í desember 2013, og „Histoire de l’Islande“ í júni 2018 í samstarfi við Æsu Sigurjónsdóttur, dósent í listfræði og listasögu við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Guðlaugi Þór verður að orði um erfiðleika Brexit: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um að það sé ekkert mál að fara út ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir sem enginn getur notað aftur.“ Það tekur því ekki að gifta sig nema vera viss um að geta skilið auðveldlega. Ráðherrann hefur sjálfsagt góðar ástæður til að vera á móti inngöngu lands sins í ESB, en Brexit getur ekki verið ein þeirra, nema hann vilji ekki vita í hverju ESB er raunverulega fólgið, rétt eins og Brexitar gera. Evrópusambandið er fólgið í hinu svokallaða fjórfrelsi sem tryggir frjálsa för fólks, varnings, þjónustu og fjármagns. Það er þessu öllu að þakka að tilgangi stofnenda þess hefur verið náð: að vera svæði friðar og samræðu. Aldrei nokkurn tíma áður í sögu Evrópu hefur verið friður í þessum löndum í 70 ár. Barack Obama fagnaði því með þessum orðum: „Evrópuráætlunin er lífsnauðsynleg og stórkostleg þegar hugsað er til eyðileggingarinnar í stríðinu.“ Bretland gekk í ESB til þess að spyrna á móti þróun þess og draga það niður í frjálst viðskiptasvæði. Bretar hafa í sífellu beðið um og fengið undanþágur. Munum viðkvæði Margrétar Thatcher: „I want my money back.“ Þetta er nákvæmlega það sem þeir vilja með Brexit: henda burt því sem þeim geðjast ekki, sérstaklega frjálsri för fólks, og halda hinu. Í staðinn myndu þeir samþykkja að greiða þessa 50 milljarða evra sem eru í raun framlag þeirra til ESB fram að 29. mars 2019, ásamt óborguðum skuldum. Ekki kemur til mála fyrir ESB-löndin 27 að breyta lögum sínum til þess að þóknast landi sem vildi ganga í bandalagið, og enn síður ef land vill ganga úr því. Það eina sem hægt er að semja um eru skilyrði og aðlögunarfrestur. Þetta er ástæðan fyrir því að inngangur og útgangur lands verður að hvílast á raunverulegum pólitískum framtíðaráætlunum. En þegar Brexitar, þeir sem Gunnlaugur hefur svo gaman af að sýna sig með, náðu því sem þeir vildu, voru þeir alveg ófærir um að bjóða landi sínu nokkrar pólitískar stjórnunaráætlanir í staðinn. Hver hefur heyrt Boris Johnson koma með nokkra áþreifanlega tillögu til að koma landi sínu upp úr förunum sem hann festi það í? Hefur hann nokkurn tímann hugsað til Írlands, hættunnar á nýju borgarastríði þar? Hann, og vinir hans, hafa eingöngu gagnrýnt og hindrað starf Theresu May. Og þótt hún hafi sýnt mikið hugrekki, hefur hún ekki enn náð að komast upp úr þessari prúttrökfræði sem hefur einkennt samskipti ESB og Bretlands. Evrópskir ráðendur eru að missa þolinmæðina. Eru þá erfiðleikar Brexits nóg ástæða til að vilja ekki ganga í ESB? Brexitið er sársaukafullt, ekki aðeins vegna ábyrgðarleysis Brexita heldur líka vegna hinna nánu tengsla sem hafa myndast á 45 árum, þrátt fyrir þrálátan misskilning, milli Breta og ESB; þau eru einmitt vottur um góðan árangur. Þessi sömu tengsl hafa myndast milli Íslands og ESB í gegnum EES, og hafa Íslendingar haft mikinn hagnað af. En nú er það orðið of seint, háttvirtur ráðherra, skaðinn er skeður. Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála- og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út tvær bækur um Ísland : « Islande » í desember 2013, og „Histoire de l’Islande“ í júni 2018 í samstarfi við Æsu Sigurjónsdóttur, dósent í listfræði og listasögu við HÍ.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun