MR og Versló keppa við Asíu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. september 2018 09:00 Það vill oft gleymast að íslenska menntakerfið á í harðri alþjóðlegri samkeppni. Sú yfirsjón leiðir af sér að áherslur í skólakerfinu eru rangar. Það getur reynst dýrkeypt. Góð menntun er og verður undirstaða velmegunar. Þegar fram líða stundir munu lífsgæði hér á landi ráðast af því hversu vel okkur tekst upp við að byggja upp hátækniiðnað í útflutningi. Ekki er hægt að treysta á að náttúruauðlindir dragi vagninn á 21. öldinni eins og á þeirri tuttugustu. Alþekkt er að margir nemendur í Asíu, og raunar mun víðar, eru metnaðarfullir. Þeir verða því erfiðir keppinautar þegar kemur að tækniþróun. Þar liggur hin raunverulega samkeppni; við erlenda nemendur en ekki á milli Hagaskóla og Valhúsaskóla eða Versló og MR, eins og sumir telja. Róttækra breytinga er þörf í menntakerfinu til að mæta þeirri áskorun að mennta hæfileikaríkt fólk í tækni. Hið opinbera þarf að stíga til hliðar. Árangri íslenskra barna í PISA-könnunum hefur enda farið hrakandi síðustu ár. Það er ekki nógu stórt skref að rétta hlut einkarekinna grunnskóla, eins og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði nýlega til. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn. Það á að treysta kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár. Við það fá foreldrar og eldri nemendur tækifæri til að velja þann skóla sem þeir telja að sé best fallinn fyrir hvern og einn. Það þarf að leggja skólakerfið í hendur einkaframtaksins en hið opinbera ætti að halda áfram að greiða með nemendum til að tryggja að allir geti sótt góða menntun. Það er mikið undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Það vill oft gleymast að íslenska menntakerfið á í harðri alþjóðlegri samkeppni. Sú yfirsjón leiðir af sér að áherslur í skólakerfinu eru rangar. Það getur reynst dýrkeypt. Góð menntun er og verður undirstaða velmegunar. Þegar fram líða stundir munu lífsgæði hér á landi ráðast af því hversu vel okkur tekst upp við að byggja upp hátækniiðnað í útflutningi. Ekki er hægt að treysta á að náttúruauðlindir dragi vagninn á 21. öldinni eins og á þeirri tuttugustu. Alþekkt er að margir nemendur í Asíu, og raunar mun víðar, eru metnaðarfullir. Þeir verða því erfiðir keppinautar þegar kemur að tækniþróun. Þar liggur hin raunverulega samkeppni; við erlenda nemendur en ekki á milli Hagaskóla og Valhúsaskóla eða Versló og MR, eins og sumir telja. Róttækra breytinga er þörf í menntakerfinu til að mæta þeirri áskorun að mennta hæfileikaríkt fólk í tækni. Hið opinbera þarf að stíga til hliðar. Árangri íslenskra barna í PISA-könnunum hefur enda farið hrakandi síðustu ár. Það er ekki nógu stórt skref að rétta hlut einkarekinna grunnskóla, eins og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði nýlega til. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn. Það á að treysta kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár. Við það fá foreldrar og eldri nemendur tækifæri til að velja þann skóla sem þeir telja að sé best fallinn fyrir hvern og einn. Það þarf að leggja skólakerfið í hendur einkaframtaksins en hið opinbera ætti að halda áfram að greiða með nemendum til að tryggja að allir geti sótt góða menntun. Það er mikið undir.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun