Formúla 1

Raikkonen á ráspól eftir hraðasta hring í sögu Formúlunnar

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Raikkonen var frábær í dag
Raikkonen var frábær í dag Getty

Kimi Raikkonen verður á ráspól á morgun á hinni sögufrægu Monza kappakstursbrautinni á Ítalíu eftir ótrúlegar tímatökur. Tími Raikkonen er sá sneggsti í sögu formúlunnar.

Tímatökur fyrir Monza kappaksturinn í Formúlu eitt fór fram í dag og úr varð ótrúleg keppni.

Mikil barátta var á meðal efstu manna og aðeins sekúndubrotsmunur á Raikkonen, Lewis Hamilton og Sebastian Vettel

Hamilton náði toppsætinu með besta tíma í sögu Monza brautarinnar. Það dugði hins vegar ekki til fyrir heimsmeistarann.

En undir restina á tímatökunni hrukku Ferrari mennirnir í gang.

Vettel bætti þá tíma Hamilton naumlega en það dugði ekki heldur til því gamli maðurinn, Kimi Raikkonen gerði sér lítið fyrir og sló tíma Vettel. Ekki nóg með það, þá skrifaði Raikkonen nafn sitt á spjöld formúlusögunnar með að ná besta tíma sögunnar.

Ljóst er að keppnin á morgun verður æsispennandi en hún verður í beinni útsendingu í hádeginu á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.