Að vilja deyja eða geta ekki lifað? Arna Pálsdóttir skrifar 2. september 2018 22:20 Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september nk. Sem aðstandanda einstaklings sem framið hefur sjálfsvíg er öll umræða um málaflokkinn mér sérstaklega hugleikin. Ég stend mig oft að því að lesa minningagreinar um ókunnugt fólk sem fallið hefur fyrir eigin hendi. Það er eins með sjálfsvíg og aðrar dánarorsakir, úr greinunum má oft lesa ólíkan aðdraganda andlátsins. Oft má greina langa báráttu hjá hinum látna, baráttu sem að lokum tapaðist. Stundum eru aðstæður hins vegar þannig að aðstandendur upplifa sjálfsvíg eins og skyndilegt slys og svo rúmast fjöldi tilvika þarna á milli. Sameiginlegt með öllum tilvikum er að eftir sitja ástvinir með óteljandi spurningar um hvað þau hefðu átt að gera til að koma í veg fyrir þennan hörmulega atburð. Enn er það því miður þannig að í umræðum fólks á milli á kaffistofum og þar sem fólk tjáir sig frjálslega eru látin falla orð eins og sjálfselska, eigingirni og heigulskapur eru látin falla um þá athöfn að binda enda á líf sitt. Með árunum hefur skrápurinn þykknað hjá mér og ég læt slík ummæli ekki lengur á mig fá heldur finnst mér raunverulega áhugavert að velta fyrir mér hvaðan þau koma. Þegar ég er í aðstæðum sem þessum velti ég því stundum fyrir mér hvort ég eigi að gauka því að viðkomandi ræðumanni að ég hafi misst ástvin með þessum hætti. Ég læt það hins vegar oftast eiga sig og þá eingöngu til þess að komast hjá þessu vandræðilega augnabliki þegar viðkomandi fer í vörn og byrjar að umorða eða draga til baka það sem sagt var skömmu áður. Ég var unglingsstelpa þegar pabbi minn framdi sjálfsvíg. Daginn sem hann dó keyrði hann okkur systkynin í skólann, sagði „eigið góðan dag“ og ég kyssti hann á kinnina. Mér fannst lífið alveg nógu strembið fyrir. Ég var að fara í samræmd próf og átti eftir að velja mér framhaldsskóla. Gleymum svo ekki stóru málunum eins og strákamálin og að fela reykingarlyktina fyrir foreldrum mínum. Ég fann aldrei fyrir reiði í garð pabba en á mér brunnu vissulega margar spurningar. Hversu illa leið honum? Hversu mikinn kjark þurfti hann að drekka í sig áður en hann tók stökkið? osfrv. Blessunarlega hugsaði ég aldrei að þetta hlyti að vera mér að kenna eða einhverjum öðrum. Þetta var hans ákvörðun og enginn annar kom að henni. Mér fannst alltaf skýtið að heyra setningar eins „hann sem átti svo stóra fjölskyldu“ eða „hann sem átti allt sem maður gat óskað sér“. Vissulega allt rétt en hvernig tengdist þetta sjálfsvíginu hans? Vorum við, fjölskyldan hans, einhver breyta í þessu sjálfsvígi? Hefði hann síður gert þetta ef hann hefði átt meira? Minna? Aðra fjölskyldu? Eftir að pabbi dó átti ég mjög erfitt með að segja upphátt að pabbi minn væri dáinn. Það að segja að pabbi minn hafi framið sjálfsvíg var óbærilegt. Þetta þrúgandi augnablik þegar ég var spurð um pabba minn. Ég fann svitann og skjálftann spretta fram þegar ég stamaði upp orðunum að hann væri dáinn og á meðan hvíslaði að mér lítil rödd plís, plís, plís ekki spyrja hvernig hann dó. Með tímanum varð þetta auðveldara og í dag eru þetta bara orð, eins og að segja frá hverri annarri staðreynd. Pabbi minn er dáinn. Þessi litla rödd var skömm. Ég skammaðist mín fyrir það að pabbi minn hefði framið sjálfsvíg. Ég skammaðist mín ekki fyrir pabba minn heldur sjálfsvígið. Mér fannst það segja eitthvað um mig og mitt líf. Mér fannst það sverta minningu pabba því nú myndi allir halda eitthvað um hann og okkur sem ég gæti ekki haft neina stjórn á. Fólk færi að fylla í eyðurnar á litríkan hátt um að pabbi og við fjölskyldan hlytum að hafa verið svona eða hinsegin. Það tók mig tíma að komast út úr þessari hugsun en ég heyri þessa rödd stundum enn í dag en ekki af sömu ástæðu og þegar ég var yngri. Í dag er það frekar til að hlífa viðmælda mínum að ég vonast til að hann spyrji ekki. Það skellur oft á þögn í samtali þegar þessi staðreynd hefur verið lögð fram. Sjálfsvíg eru nefnilega óþægileg. Það hvarflar ekki að mér að hugsa að þeir sem láta vanhugsuð orð eða gildishlaðnar fullyrðingar falla geri það til þess að særa aðstandendur eða aðra. En ég tel þau litast af þekkingarleysi og úreltu hugarfari. Skömm er ein afleiðing fordóma. Maður er dæmdur eða upplifir sig dæmdan vegna aðstæðna. Eina leiðin til að uppræta fordóma er opin umræða og þekking. Við öll höfum mikinn mátt. Það að sýna umburðarlyndi, tala með upplýstum hætti um sjálfsvíg og deila reynslu sinni með öðrum getur reynst ómetanlegt. Dæmum ekki það sem við ekki þekkjum og verum góð hvort við annað. Bara þannig upprætum við fordóma og skömm. Að baki hverju sjálfsvígi er ekki sjálfselska eða heigulskapur heldur þjáning, vonleysi og örvænting. Það eru til líkamleg veikindi og andleg veikindi. Bæða geta dregið fólk til dauða. Andleg veikindi og sjálfvíg gera ekki greinarmun á stöðu fólks eða lífsgæðum. Þau eru alls staðar, alveg eins og önnur veikindi. Umræðan um sjálfsvíg má því ekki vera tabú eða óþægileg. Gefum sjalfsvígum meira vægi, í heilbrigðiskerfinu og í umræðum okkar á milli. Heilmikið vatn hefur runnið til sjávar frá árinu 2001 þegar pabbi minn dó og með hænuskrefum hefur umræðan opnast. Þá fékk umræðan byr undir báða vængi með stofnun Píeta samtakanna hér á landi sem eru samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Góðir hlutir byrja með umræðu. Höldum áfram eitt hænuskref í einu. Það er mín starfasta trú að enginn vill deyja en alltof margir treysta sér ekki til að lifa. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september nk. Sem aðstandanda einstaklings sem framið hefur sjálfsvíg er öll umræða um málaflokkinn mér sérstaklega hugleikin. Ég stend mig oft að því að lesa minningagreinar um ókunnugt fólk sem fallið hefur fyrir eigin hendi. Það er eins með sjálfsvíg og aðrar dánarorsakir, úr greinunum má oft lesa ólíkan aðdraganda andlátsins. Oft má greina langa báráttu hjá hinum látna, baráttu sem að lokum tapaðist. Stundum eru aðstæður hins vegar þannig að aðstandendur upplifa sjálfsvíg eins og skyndilegt slys og svo rúmast fjöldi tilvika þarna á milli. Sameiginlegt með öllum tilvikum er að eftir sitja ástvinir með óteljandi spurningar um hvað þau hefðu átt að gera til að koma í veg fyrir þennan hörmulega atburð. Enn er það því miður þannig að í umræðum fólks á milli á kaffistofum og þar sem fólk tjáir sig frjálslega eru látin falla orð eins og sjálfselska, eigingirni og heigulskapur eru látin falla um þá athöfn að binda enda á líf sitt. Með árunum hefur skrápurinn þykknað hjá mér og ég læt slík ummæli ekki lengur á mig fá heldur finnst mér raunverulega áhugavert að velta fyrir mér hvaðan þau koma. Þegar ég er í aðstæðum sem þessum velti ég því stundum fyrir mér hvort ég eigi að gauka því að viðkomandi ræðumanni að ég hafi misst ástvin með þessum hætti. Ég læt það hins vegar oftast eiga sig og þá eingöngu til þess að komast hjá þessu vandræðilega augnabliki þegar viðkomandi fer í vörn og byrjar að umorða eða draga til baka það sem sagt var skömmu áður. Ég var unglingsstelpa þegar pabbi minn framdi sjálfsvíg. Daginn sem hann dó keyrði hann okkur systkynin í skólann, sagði „eigið góðan dag“ og ég kyssti hann á kinnina. Mér fannst lífið alveg nógu strembið fyrir. Ég var að fara í samræmd próf og átti eftir að velja mér framhaldsskóla. Gleymum svo ekki stóru málunum eins og strákamálin og að fela reykingarlyktina fyrir foreldrum mínum. Ég fann aldrei fyrir reiði í garð pabba en á mér brunnu vissulega margar spurningar. Hversu illa leið honum? Hversu mikinn kjark þurfti hann að drekka í sig áður en hann tók stökkið? osfrv. Blessunarlega hugsaði ég aldrei að þetta hlyti að vera mér að kenna eða einhverjum öðrum. Þetta var hans ákvörðun og enginn annar kom að henni. Mér fannst alltaf skýtið að heyra setningar eins „hann sem átti svo stóra fjölskyldu“ eða „hann sem átti allt sem maður gat óskað sér“. Vissulega allt rétt en hvernig tengdist þetta sjálfsvíginu hans? Vorum við, fjölskyldan hans, einhver breyta í þessu sjálfsvígi? Hefði hann síður gert þetta ef hann hefði átt meira? Minna? Aðra fjölskyldu? Eftir að pabbi dó átti ég mjög erfitt með að segja upphátt að pabbi minn væri dáinn. Það að segja að pabbi minn hafi framið sjálfsvíg var óbærilegt. Þetta þrúgandi augnablik þegar ég var spurð um pabba minn. Ég fann svitann og skjálftann spretta fram þegar ég stamaði upp orðunum að hann væri dáinn og á meðan hvíslaði að mér lítil rödd plís, plís, plís ekki spyrja hvernig hann dó. Með tímanum varð þetta auðveldara og í dag eru þetta bara orð, eins og að segja frá hverri annarri staðreynd. Pabbi minn er dáinn. Þessi litla rödd var skömm. Ég skammaðist mín fyrir það að pabbi minn hefði framið sjálfsvíg. Ég skammaðist mín ekki fyrir pabba minn heldur sjálfsvígið. Mér fannst það segja eitthvað um mig og mitt líf. Mér fannst það sverta minningu pabba því nú myndi allir halda eitthvað um hann og okkur sem ég gæti ekki haft neina stjórn á. Fólk færi að fylla í eyðurnar á litríkan hátt um að pabbi og við fjölskyldan hlytum að hafa verið svona eða hinsegin. Það tók mig tíma að komast út úr þessari hugsun en ég heyri þessa rödd stundum enn í dag en ekki af sömu ástæðu og þegar ég var yngri. Í dag er það frekar til að hlífa viðmælda mínum að ég vonast til að hann spyrji ekki. Það skellur oft á þögn í samtali þegar þessi staðreynd hefur verið lögð fram. Sjálfsvíg eru nefnilega óþægileg. Það hvarflar ekki að mér að hugsa að þeir sem láta vanhugsuð orð eða gildishlaðnar fullyrðingar falla geri það til þess að særa aðstandendur eða aðra. En ég tel þau litast af þekkingarleysi og úreltu hugarfari. Skömm er ein afleiðing fordóma. Maður er dæmdur eða upplifir sig dæmdan vegna aðstæðna. Eina leiðin til að uppræta fordóma er opin umræða og þekking. Við öll höfum mikinn mátt. Það að sýna umburðarlyndi, tala með upplýstum hætti um sjálfsvíg og deila reynslu sinni með öðrum getur reynst ómetanlegt. Dæmum ekki það sem við ekki þekkjum og verum góð hvort við annað. Bara þannig upprætum við fordóma og skömm. Að baki hverju sjálfsvígi er ekki sjálfselska eða heigulskapur heldur þjáning, vonleysi og örvænting. Það eru til líkamleg veikindi og andleg veikindi. Bæða geta dregið fólk til dauða. Andleg veikindi og sjálfvíg gera ekki greinarmun á stöðu fólks eða lífsgæðum. Þau eru alls staðar, alveg eins og önnur veikindi. Umræðan um sjálfsvíg má því ekki vera tabú eða óþægileg. Gefum sjalfsvígum meira vægi, í heilbrigðiskerfinu og í umræðum okkar á milli. Heilmikið vatn hefur runnið til sjávar frá árinu 2001 þegar pabbi minn dó og með hænuskrefum hefur umræðan opnast. Þá fékk umræðan byr undir báða vængi með stofnun Píeta samtakanna hér á landi sem eru samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Góðir hlutir byrja með umræðu. Höldum áfram eitt hænuskref í einu. Það er mín starfasta trú að enginn vill deyja en alltof margir treysta sér ekki til að lifa. Höfundur er lögfræðingur.
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun