Viðskipti innlent

Kaptio hlýtur Vaxtasprotann

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar veitti forsvarsmönnum Kaptio Vaxtasprotann í ár. Ásamt henni eru á myndinni Smári Rúnar Þorvaldsson og Arn­ar Lauf­dal Ólafsson.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar veitti forsvarsmönnum Kaptio Vaxtasprotann í ár. Ásamt henni eru á myndinni Smári Rúnar Þorvaldsson og Arn­ar Lauf­dal Ólafsson.

Tæknifyr­ir­tækið Kaptio hlýtur Vaxtasprotann í ár en verðlaunin voru veitt á Café Flóru í Grasagarðinum í morgun.

Arn­ar Lauf­dal Ólafsson forstjóri fyrirtækisins segir að um 20 fyrirtæki séu farin að nota tölvukerfi fyrirtækisins víða um heim.

Um er að ræða tölvukerfið  Kaptio Tra­vel sem aðstoðar ferðaskrif­stof­ur og ferðaskipu­leggj­end­ur að halda utan um til­boðsferli og bók­an­ir viðskipta­vina.

Kaptio var stofnað árið 2009 af Arn­ari Lauf­dal Ólafs­syni og Ragn­ari Fjöln­is­syni. Arnar segir að nú starfi um 50 manns hjá fyrirtækinu og þakkar þennan árangurinn  starfsfólki og fyrirtækjum sem nýta sér búnaðinn.

Verðlaunin eru samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. 
Þrjú önnur fyrirtæki hlutu viðurkenningar fyrir vöxt. Orf líftækni, Kerecis og Gangverk. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.