Úlfurinn Magnús Már Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Upphlaup hafa einkennt borgarmálin frá kosningum og fjallaði ritstjóri Fréttablaðsins nýlega um ábyrgð minnihlutaflokkanna á stöðunni í leiðara sem bar heitið „Úlfur, úlfur“. Þar er með réttu ástandið gagnrýnt, bent á borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi ein Sjálfstæðismanna látin sæta ábyrgð. Sú nálgun varpar ljósi á ósættið sem nú geisar meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Til þess að geta fjallað um innanflokkskróníku Sjálfstæðismanna leggur ritstjórinn lykkju á leið sína og endurtekur kunnuglegt stef frá síðasta kjörtímabili um að allt væri í kalda kolum í Reykjavík. Fjármál í ólestri, hærri og hærri fasteignagjöld, illa mannaðir leikskólar, heimatilbúin húsnæðiskreppa og tekjustofnar hækkaðir með „sjónhverfingum“. Ekkert er fjarri lagi og staðreyndin sú að rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Þannig voru borgarsjóður og fyrirtæki borgarinnar rekin með 28 milljarða hagnaði árið 2017. Þá hafa skuldir farið lækkandi síðustu ár, álagshlutfall fasteignagjalda lækkað á alla og fengu eldri borgarar og öryrkjar sérstakan afslátt. Aldrei í sögu borgarinnar hafa fleiri íbúðir verið í byggingu. Við það bætist félagslega húsnæðisuppbyggingin sem ekkert annað sveitarfélag hefur séð sóma sinn í að taka þátt í. Samanborið við önnur sveitarfélög renna hlutfallslega mestir fjármunir til velferðarmála í Reykjavík. Það er því auðvelt fyrir nágrannasveitarfélögin að hafa útsvarið örlítið lægra þegar þau axla ekki ábyrgð á vanda heimilislausra og félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Í Reykjavík eru 16 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa en hlutfallið tvær íbúðir í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Fréttablaðið greindi nýlega frá því að leikskólamönnun gengur betur en síðustu ár. Það er auðvitað vond staða fyrir börn og fjölskyldur þeirra að geta ekki byrjað aðlögun þegar starfsfólk vantar. Flestir leikskólanna eru hins vegar mannaðir. Reykjavík er ekki fullkomin og verk núverandi og fyrrverandi meirihluta má sannarlega gagnrýna. Eitt af hlutverkum fjölmiðla er að varpa ljósi á það sem betur má fara en gagnrýnin má ekki byggja á hliðarveruleika. Vonandi verður umræðan um borgarmál hófstilltari í vetur því það er öllum ljóst að upphrópanir gera lítið fyrir borgarbúa.Höfundur er formaður ferlinefndar og borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Upphlaup hafa einkennt borgarmálin frá kosningum og fjallaði ritstjóri Fréttablaðsins nýlega um ábyrgð minnihlutaflokkanna á stöðunni í leiðara sem bar heitið „Úlfur, úlfur“. Þar er með réttu ástandið gagnrýnt, bent á borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi ein Sjálfstæðismanna látin sæta ábyrgð. Sú nálgun varpar ljósi á ósættið sem nú geisar meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Til þess að geta fjallað um innanflokkskróníku Sjálfstæðismanna leggur ritstjórinn lykkju á leið sína og endurtekur kunnuglegt stef frá síðasta kjörtímabili um að allt væri í kalda kolum í Reykjavík. Fjármál í ólestri, hærri og hærri fasteignagjöld, illa mannaðir leikskólar, heimatilbúin húsnæðiskreppa og tekjustofnar hækkaðir með „sjónhverfingum“. Ekkert er fjarri lagi og staðreyndin sú að rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Þannig voru borgarsjóður og fyrirtæki borgarinnar rekin með 28 milljarða hagnaði árið 2017. Þá hafa skuldir farið lækkandi síðustu ár, álagshlutfall fasteignagjalda lækkað á alla og fengu eldri borgarar og öryrkjar sérstakan afslátt. Aldrei í sögu borgarinnar hafa fleiri íbúðir verið í byggingu. Við það bætist félagslega húsnæðisuppbyggingin sem ekkert annað sveitarfélag hefur séð sóma sinn í að taka þátt í. Samanborið við önnur sveitarfélög renna hlutfallslega mestir fjármunir til velferðarmála í Reykjavík. Það er því auðvelt fyrir nágrannasveitarfélögin að hafa útsvarið örlítið lægra þegar þau axla ekki ábyrgð á vanda heimilislausra og félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Í Reykjavík eru 16 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa en hlutfallið tvær íbúðir í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Fréttablaðið greindi nýlega frá því að leikskólamönnun gengur betur en síðustu ár. Það er auðvitað vond staða fyrir börn og fjölskyldur þeirra að geta ekki byrjað aðlögun þegar starfsfólk vantar. Flestir leikskólanna eru hins vegar mannaðir. Reykjavík er ekki fullkomin og verk núverandi og fyrrverandi meirihluta má sannarlega gagnrýna. Eitt af hlutverkum fjölmiðla er að varpa ljósi á það sem betur má fara en gagnrýnin má ekki byggja á hliðarveruleika. Vonandi verður umræðan um borgarmál hófstilltari í vetur því það er öllum ljóst að upphrópanir gera lítið fyrir borgarbúa.Höfundur er formaður ferlinefndar og borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar