Ágreiningur og viljastyrkur Lilja Bjarnadóttir skrifar 22. ágúst 2018 06:37 Rannsóknir hafa sýnt að viljastyrkur (e. willpower) er tæmandi auðlind: því meira sem við nýtum viljastyrk yfir daginn, því erfiðara verður fyrir okkur að standast freistingar. Dr. Roy Baumeister sýndi m.a. fram á þetta í könnun þar sem nemendur sem máttu ekki fá sér nýbakaðar smákökur gáfust fyrr upp við að leysa erfiðar þrautir en hópurinn sem mátti fá sér. Við vitum öll að það er ekki hægt að taka orð til baka, og því bítum við stundum í tunguna á okkur eða höldum aftur af okkur. Slíkar aðgerðir geta gengið á sjálfsstjórnina og viljastyrkinn hjá okkur. Því lengur sem svoleiðis ástand varir í ágreiningi, þeim mun meiri líkur eru á því að þú gefist upp eða springir og segir allt það sem þú ætlaðir ekki að segja. Hér eru fimm leiðir til þess að auka sjálfsstjórn þína í erfiðum samtölum. 1) Veldu rétta tímann fyrir erfið samtöl. Oft höfum við meiri þolinmæði á morgnana, áður en við höfum þurft að taka mikið af ákvörðunum eða staðið frammi fyrir freistingum. 2) Erfitt samtal eða langar samningaviðræður fram undan? Kannaðu hvort þú getur skipt þeim upp í fleiri styttri samtöl. Það er ekki alltaf mögulegt en það getur verið hjálplegt að hugsa um „erfiða samtalið“ sem nokkur styttri samtöl heldur en eitthvað sem verður að leysa í eitt skipti fyrir öll. 3) Erfiður dagur? Taktu stöðuna áður en þú byrjar á erfiðu samtali sem kemur óvænt á borðið til þín. Það gæti verið árangursríkara að segja: „Við þurfum að tala um þetta og ég vil að við gerum það. En ekki núna. Ég er uppgefin(n) og mun ekki sýna mínar bestu hliðar í þessu samtali ef við tökum það núna.“ 4) Passaðu að vera ekki svöng/ svangur. Sjálfsstjórn þarfnast orku eins og hvað annað og ef við erum orkulaus erum við líka líklegri til þess að hafa minni þolinmæði í ágreiningi. 5) Leggðu þig. Orkuleysi getur líka stafað af þreytu og þá getur hjálpað að taka stuttan lúr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að viljastyrkur (e. willpower) er tæmandi auðlind: því meira sem við nýtum viljastyrk yfir daginn, því erfiðara verður fyrir okkur að standast freistingar. Dr. Roy Baumeister sýndi m.a. fram á þetta í könnun þar sem nemendur sem máttu ekki fá sér nýbakaðar smákökur gáfust fyrr upp við að leysa erfiðar þrautir en hópurinn sem mátti fá sér. Við vitum öll að það er ekki hægt að taka orð til baka, og því bítum við stundum í tunguna á okkur eða höldum aftur af okkur. Slíkar aðgerðir geta gengið á sjálfsstjórnina og viljastyrkinn hjá okkur. Því lengur sem svoleiðis ástand varir í ágreiningi, þeim mun meiri líkur eru á því að þú gefist upp eða springir og segir allt það sem þú ætlaðir ekki að segja. Hér eru fimm leiðir til þess að auka sjálfsstjórn þína í erfiðum samtölum. 1) Veldu rétta tímann fyrir erfið samtöl. Oft höfum við meiri þolinmæði á morgnana, áður en við höfum þurft að taka mikið af ákvörðunum eða staðið frammi fyrir freistingum. 2) Erfitt samtal eða langar samningaviðræður fram undan? Kannaðu hvort þú getur skipt þeim upp í fleiri styttri samtöl. Það er ekki alltaf mögulegt en það getur verið hjálplegt að hugsa um „erfiða samtalið“ sem nokkur styttri samtöl heldur en eitthvað sem verður að leysa í eitt skipti fyrir öll. 3) Erfiður dagur? Taktu stöðuna áður en þú byrjar á erfiðu samtali sem kemur óvænt á borðið til þín. Það gæti verið árangursríkara að segja: „Við þurfum að tala um þetta og ég vil að við gerum það. En ekki núna. Ég er uppgefin(n) og mun ekki sýna mínar bestu hliðar í þessu samtali ef við tökum það núna.“ 4) Passaðu að vera ekki svöng/ svangur. Sjálfsstjórn þarfnast orku eins og hvað annað og ef við erum orkulaus erum við líka líklegri til þess að hafa minni þolinmæði í ágreiningi. 5) Leggðu þig. Orkuleysi getur líka stafað af þreytu og þá getur hjálpað að taka stuttan lúr.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar