Umhverfisógn eyris? María Bjarnadóttir skrifar 24. ágúst 2018 07:00 Rafeyrir verður til með því að láta öflugar tölvur leysa flóknar stærðfræðiþrautir á sem skemmstum tíma. Hann er ekki áþreifanlegur eins og seðlar og myntir og er aðeins til á stafrænu formi. Sumum finnst þetta skrýtið, en hérna í nútímanum er ansi margt hálffurðulegt. Frægastur rafauranna er líklega Bitcoin, sem varð fyrst alræmdur fyrir að vera gjaldeyrir í hinum dimmu dölum internetsins og greiðslumáti fyrir vafasöm viðskipti og ólöglegar vörur. Bitcoin hefur þó notið síaukinna vinsælda og öðlast vaxandi virðingu í samfélagi fjármagnsins. Ekki er langt síðan opnaður var Bitcoin-hraðbanki á Íslandi, þó það sé bara hægt að leggja inn en ekki taka út (og því augljóslega ekki partur af Gleðibankasamsteypunni). Ensk úrvaldsdeildarlið í knattspyrnu tilkynntu nýlega um að þau hefðu gert auglýsingasamkomulag við rafeyrismiðlara sem ætlaði að greiða þeim fyrir með Bitcoin og opna á möguleika til að kaupa miða á leiki félaganna með eyrinum. Þó að Bitcoin sé ekki peningar í hefðbundnum skilningi á eyririnn það sameiginlegt með ýmsum verðmætum að hafa veruleg áhrif á umhverfi sitt þegar grafið er eftir honum. Nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að raforkunotkun vegna rafeyrisgraftar í heiminum verði á borð við heildarnotkun Argentínu á rafmagni. Ísland með sitt lága raforkuverð og náttúrulega kælingu fyrir öflugar tölvur er að sjálfsögðu orðið eftirsóttur staður fyrir rafeyrisgröft. Það er þó rétt að gæta þess að rafeyrir skapast ekki úr engu. Gröfturinn skapar álag á náttúruauðlindir rétt eins og gröftur eftir kolum eða olíu – þó að áhrifin komi fram með öðrum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir María Bjarnadóttir Mest lesið Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Handboltaangistin Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Rafeyrir verður til með því að láta öflugar tölvur leysa flóknar stærðfræðiþrautir á sem skemmstum tíma. Hann er ekki áþreifanlegur eins og seðlar og myntir og er aðeins til á stafrænu formi. Sumum finnst þetta skrýtið, en hérna í nútímanum er ansi margt hálffurðulegt. Frægastur rafauranna er líklega Bitcoin, sem varð fyrst alræmdur fyrir að vera gjaldeyrir í hinum dimmu dölum internetsins og greiðslumáti fyrir vafasöm viðskipti og ólöglegar vörur. Bitcoin hefur þó notið síaukinna vinsælda og öðlast vaxandi virðingu í samfélagi fjármagnsins. Ekki er langt síðan opnaður var Bitcoin-hraðbanki á Íslandi, þó það sé bara hægt að leggja inn en ekki taka út (og því augljóslega ekki partur af Gleðibankasamsteypunni). Ensk úrvaldsdeildarlið í knattspyrnu tilkynntu nýlega um að þau hefðu gert auglýsingasamkomulag við rafeyrismiðlara sem ætlaði að greiða þeim fyrir með Bitcoin og opna á möguleika til að kaupa miða á leiki félaganna með eyrinum. Þó að Bitcoin sé ekki peningar í hefðbundnum skilningi á eyririnn það sameiginlegt með ýmsum verðmætum að hafa veruleg áhrif á umhverfi sitt þegar grafið er eftir honum. Nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að raforkunotkun vegna rafeyrisgraftar í heiminum verði á borð við heildarnotkun Argentínu á rafmagni. Ísland með sitt lága raforkuverð og náttúrulega kælingu fyrir öflugar tölvur er að sjálfsögðu orðið eftirsóttur staður fyrir rafeyrisgröft. Það er þó rétt að gæta þess að rafeyrir skapast ekki úr engu. Gröfturinn skapar álag á náttúruauðlindir rétt eins og gröftur eftir kolum eða olíu – þó að áhrifin komi fram með öðrum hætti.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar