Kjarabót fyrir neytendur: Óheimilt að nota IP tölur til að bjóða neytendum ólík verð á vörum innan EES Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. ágúst 2018 20:23 Óheimilt verður að nota IP-tölur til að bjóða neytendum á netinu ólík verð á vörum eða þjónustu innan EES svæðisins samkvæmt nýrri Evrópureglugerð. Þá þurfa netverslanir að bjóða þjónustu sína á öllu svæðinu og mega ekki útiloka tiltekin ríki. Sérfræðingur segir breytingarnar geta orðið mikla kjarabót fyrir neytendur. Í reglugerðinni, sem líklega tekur gildi á Íslandi eftir áramót, er kveðið á um að seljendur vöru og þjónustu verði að versla við alla neytendur á evrópska efnahagssvæðinu. Auk þess má ekki mismuna neytendum í verðlagi út frá þjóðerni einu og sér „Þetta byrjaði þannig, þessi mál, að það kom í ljós að ef ég var að panta t.d. bílaleigubíl á Spáni frá Noregi þá nam vélin IP-töluna og bíllinn var miklu dýrari fyrir Norðmann heldur en Spánverja – á sama tíma og sama stað,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.Fargjöld mega ekki vera breytileg eftir þjóðerni farþega. Að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair og WOW air er þetta raunin nú þegar.Vísir/stöð 2Þetta mun einnig gilda um flugfélög, svo dæmi séu tekin, sem verða að bjóða öllum innan EES sama verð fyrir sama fluglegg. Samkvæmt upplýsingafulltrúum Icelandair og WOW Air er þetta þegar raunin hjá þeim báðum, og fargjöld ekki breytileg eftir þjóðerni farþega. Utan þessara sjónarmiða er meginmarkmiðið að allir innan svæðisins hafi jafnt aðgengi að vörum og þjónustu. „Það eru mörg dæmi sem evrópskst samstarfsnet eftirlitsaðila hefur séð og fengið að neitað hefur verið sök yfir landamærin án þess að það séu neinar málefnalegar ástæður til þess,“ segir Tryggvi.Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.vísir/stöð 2Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi ekki getað verslað við tilteknar netverslanir, efnisveitur o.s.frv., en slíkt mun brátt heyra sögunni til. Að sama skapi verður íslenskum vefverslunum ekki heimilt að selja aðeins til Íslendinga, nema ríkar málefnalegar ástæður séu til. Áfram verður þó heimilt að rukka mishá verð ef dýrara er að senda vörur milli landa eða svæða. Stofnanir á borð við Neytendastofu munu svo hafa ákvörðunarvald um hvað teljast málefnalegar ástæður. „Blómabúð sem selur á netinu á landamærum Danmerkur og Þýskalands hefur hugsanlega málefnalega ástæðu fyrir því að selja ekki alla leið til Rúmeníu eða Íslands o.s.frv. En þetta verður metið í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Tryggvi. Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Gengi Sýnar í frjálsu falli Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Óheimilt verður að nota IP-tölur til að bjóða neytendum á netinu ólík verð á vörum eða þjónustu innan EES svæðisins samkvæmt nýrri Evrópureglugerð. Þá þurfa netverslanir að bjóða þjónustu sína á öllu svæðinu og mega ekki útiloka tiltekin ríki. Sérfræðingur segir breytingarnar geta orðið mikla kjarabót fyrir neytendur. Í reglugerðinni, sem líklega tekur gildi á Íslandi eftir áramót, er kveðið á um að seljendur vöru og þjónustu verði að versla við alla neytendur á evrópska efnahagssvæðinu. Auk þess má ekki mismuna neytendum í verðlagi út frá þjóðerni einu og sér „Þetta byrjaði þannig, þessi mál, að það kom í ljós að ef ég var að panta t.d. bílaleigubíl á Spáni frá Noregi þá nam vélin IP-töluna og bíllinn var miklu dýrari fyrir Norðmann heldur en Spánverja – á sama tíma og sama stað,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.Fargjöld mega ekki vera breytileg eftir þjóðerni farþega. Að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair og WOW air er þetta raunin nú þegar.Vísir/stöð 2Þetta mun einnig gilda um flugfélög, svo dæmi séu tekin, sem verða að bjóða öllum innan EES sama verð fyrir sama fluglegg. Samkvæmt upplýsingafulltrúum Icelandair og WOW Air er þetta þegar raunin hjá þeim báðum, og fargjöld ekki breytileg eftir þjóðerni farþega. Utan þessara sjónarmiða er meginmarkmiðið að allir innan svæðisins hafi jafnt aðgengi að vörum og þjónustu. „Það eru mörg dæmi sem evrópskst samstarfsnet eftirlitsaðila hefur séð og fengið að neitað hefur verið sök yfir landamærin án þess að það séu neinar málefnalegar ástæður til þess,“ segir Tryggvi.Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.vísir/stöð 2Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi ekki getað verslað við tilteknar netverslanir, efnisveitur o.s.frv., en slíkt mun brátt heyra sögunni til. Að sama skapi verður íslenskum vefverslunum ekki heimilt að selja aðeins til Íslendinga, nema ríkar málefnalegar ástæður séu til. Áfram verður þó heimilt að rukka mishá verð ef dýrara er að senda vörur milli landa eða svæða. Stofnanir á borð við Neytendastofu munu svo hafa ákvörðunarvald um hvað teljast málefnalegar ástæður. „Blómabúð sem selur á netinu á landamærum Danmerkur og Þýskalands hefur hugsanlega málefnalega ástæðu fyrir því að selja ekki alla leið til Rúmeníu eða Íslands o.s.frv. En þetta verður metið í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Tryggvi.
Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Gengi Sýnar í frjálsu falli Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira