Kjarabót fyrir neytendur: Óheimilt að nota IP tölur til að bjóða neytendum ólík verð á vörum innan EES Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. ágúst 2018 20:23 Óheimilt verður að nota IP-tölur til að bjóða neytendum á netinu ólík verð á vörum eða þjónustu innan EES svæðisins samkvæmt nýrri Evrópureglugerð. Þá þurfa netverslanir að bjóða þjónustu sína á öllu svæðinu og mega ekki útiloka tiltekin ríki. Sérfræðingur segir breytingarnar geta orðið mikla kjarabót fyrir neytendur. Í reglugerðinni, sem líklega tekur gildi á Íslandi eftir áramót, er kveðið á um að seljendur vöru og þjónustu verði að versla við alla neytendur á evrópska efnahagssvæðinu. Auk þess má ekki mismuna neytendum í verðlagi út frá þjóðerni einu og sér „Þetta byrjaði þannig, þessi mál, að það kom í ljós að ef ég var að panta t.d. bílaleigubíl á Spáni frá Noregi þá nam vélin IP-töluna og bíllinn var miklu dýrari fyrir Norðmann heldur en Spánverja – á sama tíma og sama stað,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.Fargjöld mega ekki vera breytileg eftir þjóðerni farþega. Að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair og WOW air er þetta raunin nú þegar.Vísir/stöð 2Þetta mun einnig gilda um flugfélög, svo dæmi séu tekin, sem verða að bjóða öllum innan EES sama verð fyrir sama fluglegg. Samkvæmt upplýsingafulltrúum Icelandair og WOW Air er þetta þegar raunin hjá þeim báðum, og fargjöld ekki breytileg eftir þjóðerni farþega. Utan þessara sjónarmiða er meginmarkmiðið að allir innan svæðisins hafi jafnt aðgengi að vörum og þjónustu. „Það eru mörg dæmi sem evrópskst samstarfsnet eftirlitsaðila hefur séð og fengið að neitað hefur verið sök yfir landamærin án þess að það séu neinar málefnalegar ástæður til þess,“ segir Tryggvi.Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.vísir/stöð 2Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi ekki getað verslað við tilteknar netverslanir, efnisveitur o.s.frv., en slíkt mun brátt heyra sögunni til. Að sama skapi verður íslenskum vefverslunum ekki heimilt að selja aðeins til Íslendinga, nema ríkar málefnalegar ástæður séu til. Áfram verður þó heimilt að rukka mishá verð ef dýrara er að senda vörur milli landa eða svæða. Stofnanir á borð við Neytendastofu munu svo hafa ákvörðunarvald um hvað teljast málefnalegar ástæður. „Blómabúð sem selur á netinu á landamærum Danmerkur og Þýskalands hefur hugsanlega málefnalega ástæðu fyrir því að selja ekki alla leið til Rúmeníu eða Íslands o.s.frv. En þetta verður metið í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Tryggvi. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Kaffi heldur áfram að hækka í verði Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Forstjóri X hættir óvænt Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Óheimilt verður að nota IP-tölur til að bjóða neytendum á netinu ólík verð á vörum eða þjónustu innan EES svæðisins samkvæmt nýrri Evrópureglugerð. Þá þurfa netverslanir að bjóða þjónustu sína á öllu svæðinu og mega ekki útiloka tiltekin ríki. Sérfræðingur segir breytingarnar geta orðið mikla kjarabót fyrir neytendur. Í reglugerðinni, sem líklega tekur gildi á Íslandi eftir áramót, er kveðið á um að seljendur vöru og þjónustu verði að versla við alla neytendur á evrópska efnahagssvæðinu. Auk þess má ekki mismuna neytendum í verðlagi út frá þjóðerni einu og sér „Þetta byrjaði þannig, þessi mál, að það kom í ljós að ef ég var að panta t.d. bílaleigubíl á Spáni frá Noregi þá nam vélin IP-töluna og bíllinn var miklu dýrari fyrir Norðmann heldur en Spánverja – á sama tíma og sama stað,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.Fargjöld mega ekki vera breytileg eftir þjóðerni farþega. Að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair og WOW air er þetta raunin nú þegar.Vísir/stöð 2Þetta mun einnig gilda um flugfélög, svo dæmi séu tekin, sem verða að bjóða öllum innan EES sama verð fyrir sama fluglegg. Samkvæmt upplýsingafulltrúum Icelandair og WOW Air er þetta þegar raunin hjá þeim báðum, og fargjöld ekki breytileg eftir þjóðerni farþega. Utan þessara sjónarmiða er meginmarkmiðið að allir innan svæðisins hafi jafnt aðgengi að vörum og þjónustu. „Það eru mörg dæmi sem evrópskst samstarfsnet eftirlitsaðila hefur séð og fengið að neitað hefur verið sök yfir landamærin án þess að það séu neinar málefnalegar ástæður til þess,“ segir Tryggvi.Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.vísir/stöð 2Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi ekki getað verslað við tilteknar netverslanir, efnisveitur o.s.frv., en slíkt mun brátt heyra sögunni til. Að sama skapi verður íslenskum vefverslunum ekki heimilt að selja aðeins til Íslendinga, nema ríkar málefnalegar ástæður séu til. Áfram verður þó heimilt að rukka mishá verð ef dýrara er að senda vörur milli landa eða svæða. Stofnanir á borð við Neytendastofu munu svo hafa ákvörðunarvald um hvað teljast málefnalegar ástæður. „Blómabúð sem selur á netinu á landamærum Danmerkur og Þýskalands hefur hugsanlega málefnalega ástæðu fyrir því að selja ekki alla leið til Rúmeníu eða Íslands o.s.frv. En þetta verður metið í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Tryggvi.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Kaffi heldur áfram að hækka í verði Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Forstjóri X hættir óvænt Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira