Ardóttir? Hulda Vigdísardóttir skrifar 26. ágúst 2018 18:02 „Ég finn þig ekki í kerfinu,“ segir vingjarnleg kona um sextugt og brosir hálfafsakandi til mín. „Hvers dóttir sagðist þú vera?“ Ég endurtek það og í þetta skipti finnur hún skráningu mína, lætur mig fá öll nauðsynleg gögn og hlær vandræðalega þegar hún segist hafa skrifað Hulda Vigdís Aradóttir í fyrra skiptið. „Þú afsakar þetta vonandi,“ segir hún svo. „Heyrnin gefur sig víst með aldrinum.“ Síðan ég var lítil, hef ég hvað eftir annað verið spurð hvers vegna ég sé kennd við móður mína en ekki föður. „Áttu ekki pabba?“ spurðu krakkarnir í grunnskóla en í menntaskóla gerðu flestir samnemenda minna ráð fyrir að ég hefði skipt um eftirnafn því mér þætti einfaldlega sérstakara og „meira töff“ að vera kennd við móður en föður. Jafnvel æskuvinkona mín hélt í mörg ár að pabbi væri ekki lífræðilegur faðir minn þar sem ég kenndi mig ekki við hann og margir í föðurfjölskyldunni þrjóskast enn við að skrifa mig Huldu Steingrímsdóttur, þó ég sjálf tengi ekki við það nafn. Íslensk nafnahefð er um margt sérstök en ólíkt öðrum Norðurlandaþjóðum notast Íslendingar t.d. enn við svokölluð kenninöfn og eins hafa eiginnöfn meira vægi. Ættarnöfn eru ærið fátíð og heyra raunar til undantekninga, enda er óheimilt með lögum að taka upp ný ættarnöfn hér á landi. Nafnakennsl til föður eru algengust en ef marka má tölur Hagstofu Íslands frá byrjun síðasta árs, vísa um 98% kenninafna á Íslandi til föður. Það er því kannski engin furða að fólk spyrji út í eftirnafn mitt en þó fer hlutfall þeirra sem kenna sig við móður sívaxandi. Raunar eru dæmi um slík nafnakennsl aldagömul en til dæmis þekkja líklega flestir Loka Laufeyjarson úr norrænni goðafræði þó færri viti að hann hafi verið sonur Fárbauta jötuns. Enn aðrir kenna sig svo bæði við móður og föður en fyrir því liggja oft jafnréttishugsjónir. Út frá kvenfrelsissjónarmiðum hefur íslensk kenninafnahefð oft vakið athygli þar sem konur hér á landi halda eftirnafni sínu við giftingu og taka ekki upp nafn eiginmannsins, eins og víða tíðkast. Íslenska hefðin ber þó viss einkenni föðurréttarsamfélags og þó engar beinar jafnréttishugsjónir liggi upprunalega bakvið mitt nafn, er ég ánægð að tilheyra þeim minnihlutahóp sem kennir sig við móður. Hver sem ástæðan er, virðist fólk iðulega hafa skoðanir á eftirnafni mínu og það er oft fljótt að draga þær ályktanir að pabbi hafi ekki verið til staðar þegar ég kom í heiminn eða að eitthvað hljóti að hafa komið upp á milli okkar. Við pabbi erum nú samt bestu vinir og ég elska hann alveg jafnmikið þó ég kenni mig ekki við hann. Ég bara er og hef alltaf verið Vigdísardóttir, alveg frá því að ég fæddist. Þegar ég flutti ellefu ára gömul til Spánar með foreldrum mínum, tók ég reyndar upp á því að skrifa mig VigdísarSteingrímsdóttur en gafst þó fljótlega upp á svo löngu og erfiðu eftirnafni. Í kjölfarið varð nafnið Vist til; myndað úr fyrstu tveimur stöfum í eiginnöfnum foreldra minna og nota ég það nafn enn við viss tilefni, enda er það löngu orðið hluti af sjálfsímynd minni. Það skrýtna er samt að ég þarf töluvert sjaldnar að færa rök fyrir nafninu Vist en raunverulegu eftirnafni mínu. Kannski er Vist álitið ættarnafn og þykir e.t.v. fínna á einhvern hátt. Ég er samt stolt af því að vera Vigdísardóttir, enda er mamma mín helsta fyrirmynd, en Vigdísar- eða Steingrímsdóttir; ég er bara Hulda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég finn þig ekki í kerfinu,“ segir vingjarnleg kona um sextugt og brosir hálfafsakandi til mín. „Hvers dóttir sagðist þú vera?“ Ég endurtek það og í þetta skipti finnur hún skráningu mína, lætur mig fá öll nauðsynleg gögn og hlær vandræðalega þegar hún segist hafa skrifað Hulda Vigdís Aradóttir í fyrra skiptið. „Þú afsakar þetta vonandi,“ segir hún svo. „Heyrnin gefur sig víst með aldrinum.“ Síðan ég var lítil, hef ég hvað eftir annað verið spurð hvers vegna ég sé kennd við móður mína en ekki föður. „Áttu ekki pabba?“ spurðu krakkarnir í grunnskóla en í menntaskóla gerðu flestir samnemenda minna ráð fyrir að ég hefði skipt um eftirnafn því mér þætti einfaldlega sérstakara og „meira töff“ að vera kennd við móður en föður. Jafnvel æskuvinkona mín hélt í mörg ár að pabbi væri ekki lífræðilegur faðir minn þar sem ég kenndi mig ekki við hann og margir í föðurfjölskyldunni þrjóskast enn við að skrifa mig Huldu Steingrímsdóttur, þó ég sjálf tengi ekki við það nafn. Íslensk nafnahefð er um margt sérstök en ólíkt öðrum Norðurlandaþjóðum notast Íslendingar t.d. enn við svokölluð kenninöfn og eins hafa eiginnöfn meira vægi. Ættarnöfn eru ærið fátíð og heyra raunar til undantekninga, enda er óheimilt með lögum að taka upp ný ættarnöfn hér á landi. Nafnakennsl til föður eru algengust en ef marka má tölur Hagstofu Íslands frá byrjun síðasta árs, vísa um 98% kenninafna á Íslandi til föður. Það er því kannski engin furða að fólk spyrji út í eftirnafn mitt en þó fer hlutfall þeirra sem kenna sig við móður sívaxandi. Raunar eru dæmi um slík nafnakennsl aldagömul en til dæmis þekkja líklega flestir Loka Laufeyjarson úr norrænni goðafræði þó færri viti að hann hafi verið sonur Fárbauta jötuns. Enn aðrir kenna sig svo bæði við móður og föður en fyrir því liggja oft jafnréttishugsjónir. Út frá kvenfrelsissjónarmiðum hefur íslensk kenninafnahefð oft vakið athygli þar sem konur hér á landi halda eftirnafni sínu við giftingu og taka ekki upp nafn eiginmannsins, eins og víða tíðkast. Íslenska hefðin ber þó viss einkenni föðurréttarsamfélags og þó engar beinar jafnréttishugsjónir liggi upprunalega bakvið mitt nafn, er ég ánægð að tilheyra þeim minnihlutahóp sem kennir sig við móður. Hver sem ástæðan er, virðist fólk iðulega hafa skoðanir á eftirnafni mínu og það er oft fljótt að draga þær ályktanir að pabbi hafi ekki verið til staðar þegar ég kom í heiminn eða að eitthvað hljóti að hafa komið upp á milli okkar. Við pabbi erum nú samt bestu vinir og ég elska hann alveg jafnmikið þó ég kenni mig ekki við hann. Ég bara er og hef alltaf verið Vigdísardóttir, alveg frá því að ég fæddist. Þegar ég flutti ellefu ára gömul til Spánar með foreldrum mínum, tók ég reyndar upp á því að skrifa mig VigdísarSteingrímsdóttur en gafst þó fljótlega upp á svo löngu og erfiðu eftirnafni. Í kjölfarið varð nafnið Vist til; myndað úr fyrstu tveimur stöfum í eiginnöfnum foreldra minna og nota ég það nafn enn við viss tilefni, enda er það löngu orðið hluti af sjálfsímynd minni. Það skrýtna er samt að ég þarf töluvert sjaldnar að færa rök fyrir nafninu Vist en raunverulegu eftirnafni mínu. Kannski er Vist álitið ættarnafn og þykir e.t.v. fínna á einhvern hátt. Ég er samt stolt af því að vera Vigdísardóttir, enda er mamma mín helsta fyrirmynd, en Vigdísar- eða Steingrímsdóttir; ég er bara Hulda.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun