Heimurinn og við Guðjón S. Brjánsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 Á Íslandi búa nú ríflega 36.000 innflytjendur og hafa aldrei verið fleiri. Fyrirsjáanlegt er að þeim mun enn fjölga hér eins og víðar í nágrannalöndunum. Fólksflutningar á milli landa eru í senn eitt helsta tækifæri og samhliða mikil áskorun fyrir alþjóðasamfélagið. Afstaða Íslendinga ætti að vera jákvæð í ljósi eigin sögu og flutninga, bæði fyrr á tímum og á allra síðustu árum. Reynsla innflytjenda um allan heim er hins vegar sú að þeir mæta oftar en ekki andstöðu í einhverri mynd í sínu nýja samfélagi. Bætt staða innflytjenda á Íslandi og stefnumótun á þessu sviði er brýnt réttlætismál en líka mikilvægur þáttur í uppbyggingu fjölmenningarlegs samfélags sem eflir mannauð og eykur fjölbreytni. Hvort tveggja stuðlar að meiri sköpun, víðsýni og virkjun hugvits samfélaginu til góðs. Jöfnuður, velferð og virk þátttaka allra eru aðalsmerki farsællar samfélagsgerðar og forsenda samkeppnishæfs atvinnulífs. Teikn eru um að ójöfnuður á Íslandi hafi aukist. Stækkandi hópar fólks taka ekki nægilega virkan þátt í samfélaginu, þótt möguleikarnir séu fyrir hendi og þjóðfélagið þurfi á kröftum þeirra að halda. Þar eru innflytjendur stór, fjölbreyttur og mikilvægur hópur. Niðurstöður kosninga í mörgum Evrópuríkjum síðustu misserin gefa til kynna að uppgangur og útbreiðsla öfgaafla sem ala á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum og fjölmenningu er staðreynd. Hér á landi hafa slík sjónarmið einnig fengið hljómgrunn. Í mörgum ríkjum hafa flokkar sem tala fyrir útlendingaandúð komist í áhrifamiklar stöður – og í sumum ríkjum jafnvel í forsetastól. Ísland á að vera í forystu þegar kemur að því að takast á við þessa þróun og byggja á sterkum grunngildum réttlætis og mannúðar. Ísland er þegar orðið fjölþjóðlegt samfélag sem á að virða frelsi hvers og eins til þess að aðhyllast trúarbrögð, lífsskoðanir og lífsgildi af ólíkum toga, án mismununar. Í slíku samfélagi er ekki rými fyrir rasisma, fordóma eða aðra mismunun, hvort sem er vegna trúar, menningar eða annarra þátta.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi búa nú ríflega 36.000 innflytjendur og hafa aldrei verið fleiri. Fyrirsjáanlegt er að þeim mun enn fjölga hér eins og víðar í nágrannalöndunum. Fólksflutningar á milli landa eru í senn eitt helsta tækifæri og samhliða mikil áskorun fyrir alþjóðasamfélagið. Afstaða Íslendinga ætti að vera jákvæð í ljósi eigin sögu og flutninga, bæði fyrr á tímum og á allra síðustu árum. Reynsla innflytjenda um allan heim er hins vegar sú að þeir mæta oftar en ekki andstöðu í einhverri mynd í sínu nýja samfélagi. Bætt staða innflytjenda á Íslandi og stefnumótun á þessu sviði er brýnt réttlætismál en líka mikilvægur þáttur í uppbyggingu fjölmenningarlegs samfélags sem eflir mannauð og eykur fjölbreytni. Hvort tveggja stuðlar að meiri sköpun, víðsýni og virkjun hugvits samfélaginu til góðs. Jöfnuður, velferð og virk þátttaka allra eru aðalsmerki farsællar samfélagsgerðar og forsenda samkeppnishæfs atvinnulífs. Teikn eru um að ójöfnuður á Íslandi hafi aukist. Stækkandi hópar fólks taka ekki nægilega virkan þátt í samfélaginu, þótt möguleikarnir séu fyrir hendi og þjóðfélagið þurfi á kröftum þeirra að halda. Þar eru innflytjendur stór, fjölbreyttur og mikilvægur hópur. Niðurstöður kosninga í mörgum Evrópuríkjum síðustu misserin gefa til kynna að uppgangur og útbreiðsla öfgaafla sem ala á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum og fjölmenningu er staðreynd. Hér á landi hafa slík sjónarmið einnig fengið hljómgrunn. Í mörgum ríkjum hafa flokkar sem tala fyrir útlendingaandúð komist í áhrifamiklar stöður – og í sumum ríkjum jafnvel í forsetastól. Ísland á að vera í forystu þegar kemur að því að takast á við þessa þróun og byggja á sterkum grunngildum réttlætis og mannúðar. Ísland er þegar orðið fjölþjóðlegt samfélag sem á að virða frelsi hvers og eins til þess að aðhyllast trúarbrögð, lífsskoðanir og lífsgildi af ólíkum toga, án mismununar. Í slíku samfélagi er ekki rými fyrir rasisma, fordóma eða aðra mismunun, hvort sem er vegna trúar, menningar eða annarra þátta.Höfundur er alþingismaður
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar