Heimurinn og við Guðjón S. Brjánsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 Á Íslandi búa nú ríflega 36.000 innflytjendur og hafa aldrei verið fleiri. Fyrirsjáanlegt er að þeim mun enn fjölga hér eins og víðar í nágrannalöndunum. Fólksflutningar á milli landa eru í senn eitt helsta tækifæri og samhliða mikil áskorun fyrir alþjóðasamfélagið. Afstaða Íslendinga ætti að vera jákvæð í ljósi eigin sögu og flutninga, bæði fyrr á tímum og á allra síðustu árum. Reynsla innflytjenda um allan heim er hins vegar sú að þeir mæta oftar en ekki andstöðu í einhverri mynd í sínu nýja samfélagi. Bætt staða innflytjenda á Íslandi og stefnumótun á þessu sviði er brýnt réttlætismál en líka mikilvægur þáttur í uppbyggingu fjölmenningarlegs samfélags sem eflir mannauð og eykur fjölbreytni. Hvort tveggja stuðlar að meiri sköpun, víðsýni og virkjun hugvits samfélaginu til góðs. Jöfnuður, velferð og virk þátttaka allra eru aðalsmerki farsællar samfélagsgerðar og forsenda samkeppnishæfs atvinnulífs. Teikn eru um að ójöfnuður á Íslandi hafi aukist. Stækkandi hópar fólks taka ekki nægilega virkan þátt í samfélaginu, þótt möguleikarnir séu fyrir hendi og þjóðfélagið þurfi á kröftum þeirra að halda. Þar eru innflytjendur stór, fjölbreyttur og mikilvægur hópur. Niðurstöður kosninga í mörgum Evrópuríkjum síðustu misserin gefa til kynna að uppgangur og útbreiðsla öfgaafla sem ala á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum og fjölmenningu er staðreynd. Hér á landi hafa slík sjónarmið einnig fengið hljómgrunn. Í mörgum ríkjum hafa flokkar sem tala fyrir útlendingaandúð komist í áhrifamiklar stöður – og í sumum ríkjum jafnvel í forsetastól. Ísland á að vera í forystu þegar kemur að því að takast á við þessa þróun og byggja á sterkum grunngildum réttlætis og mannúðar. Ísland er þegar orðið fjölþjóðlegt samfélag sem á að virða frelsi hvers og eins til þess að aðhyllast trúarbrögð, lífsskoðanir og lífsgildi af ólíkum toga, án mismununar. Í slíku samfélagi er ekki rými fyrir rasisma, fordóma eða aðra mismunun, hvort sem er vegna trúar, menningar eða annarra þátta.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Á Íslandi búa nú ríflega 36.000 innflytjendur og hafa aldrei verið fleiri. Fyrirsjáanlegt er að þeim mun enn fjölga hér eins og víðar í nágrannalöndunum. Fólksflutningar á milli landa eru í senn eitt helsta tækifæri og samhliða mikil áskorun fyrir alþjóðasamfélagið. Afstaða Íslendinga ætti að vera jákvæð í ljósi eigin sögu og flutninga, bæði fyrr á tímum og á allra síðustu árum. Reynsla innflytjenda um allan heim er hins vegar sú að þeir mæta oftar en ekki andstöðu í einhverri mynd í sínu nýja samfélagi. Bætt staða innflytjenda á Íslandi og stefnumótun á þessu sviði er brýnt réttlætismál en líka mikilvægur þáttur í uppbyggingu fjölmenningarlegs samfélags sem eflir mannauð og eykur fjölbreytni. Hvort tveggja stuðlar að meiri sköpun, víðsýni og virkjun hugvits samfélaginu til góðs. Jöfnuður, velferð og virk þátttaka allra eru aðalsmerki farsællar samfélagsgerðar og forsenda samkeppnishæfs atvinnulífs. Teikn eru um að ójöfnuður á Íslandi hafi aukist. Stækkandi hópar fólks taka ekki nægilega virkan þátt í samfélaginu, þótt möguleikarnir séu fyrir hendi og þjóðfélagið þurfi á kröftum þeirra að halda. Þar eru innflytjendur stór, fjölbreyttur og mikilvægur hópur. Niðurstöður kosninga í mörgum Evrópuríkjum síðustu misserin gefa til kynna að uppgangur og útbreiðsla öfgaafla sem ala á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum og fjölmenningu er staðreynd. Hér á landi hafa slík sjónarmið einnig fengið hljómgrunn. Í mörgum ríkjum hafa flokkar sem tala fyrir útlendingaandúð komist í áhrifamiklar stöður – og í sumum ríkjum jafnvel í forsetastól. Ísland á að vera í forystu þegar kemur að því að takast á við þessa þróun og byggja á sterkum grunngildum réttlætis og mannúðar. Ísland er þegar orðið fjölþjóðlegt samfélag sem á að virða frelsi hvers og eins til þess að aðhyllast trúarbrögð, lífsskoðanir og lífsgildi af ólíkum toga, án mismununar. Í slíku samfélagi er ekki rými fyrir rasisma, fordóma eða aðra mismunun, hvort sem er vegna trúar, menningar eða annarra þátta.Höfundur er alþingismaður
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun