Körfubolti

Fylgir þjálfaranum úr Hveragerði í Kópavog

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nýjustu leikmenn Breiðabliks
Nýjustu leikmenn Breiðabliks Körfuknattleiksdeild Breiðabliks

Körfuknattleiksmaðurinn Þorgeir Freyr Gíslason er genginn til liðs við nýliða Breiðabliks í Dominos-deildinni en hann kemur til liðsins frá Hamri í Hveragerði þar sem hann var í lykilhlutverki í 1.deildinni á síðustu leiktíð.

Hann fylgir þar með Pétri Ingvarssyni sem þjálfaði Hamar á síðustu leiktíð en er nú tekinn við Blikum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsliðinu en í gær var greint frá komu Þorsteins Finnbogasonar sem kemur til nýliðanna frá Grindavík.

Blikar hafa verið duglegir að sanka að sér leikmönnum í sumar því auk þessa tveggja hafa þeir fengið Arnór Hermannsson, Hilmar Pétursson, Snorra Hrafnkelsson og Bjarna Geir Gunnarsson til liðs við sig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.