Körfubolti

Daði Lár í Hauka │Þorsteinn samdi við Blika

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Daði Lár Jónsson.
Daði Lár Jónsson. Vísir/Bára

Daði Lár Jónsson mun leika með Haukum á næsta tímabili í Domino's deild karla í körfubolta. Þorsteinn Finnbogason færir sig yfir til nýliða Breiðabliks. Karfan.is greindi frá báðum félagsskiptum.

Daði Lár er 21 árs bakvörður sem kemur frá Keflavík. Hann er uppalinn Stjörnumaður en fór til Keflavíkur fyrir tveimur árum. Í 27 leikjum á síðasta tímabili spilaði Daði um 18 mínútur í leik. Hann var með 7 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Haukar urðu deildarmeistarar á síðasta tímabili en hópur þeirra hefur breyst mikið í sumar og margir lykilmenn farnir á brott.

Þorsteinn Finnbogason fer einnig á höfuðborgarsvæðið af Suðurnesjunum. Hann lék með uppeldisfélaginu Grindavík á síðasta tímabili en er búinn að semja við Breiðablik. Blikar komu upp í efstu deild í vor.

Hans tölfræði er álík Daða, 18 mínútur í leik í 24 leikjum þar sem hann skoraði 7 stig og tók 3 fráköst að meðaltali.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.