Mannöld Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. ágúst 2018 05:34 Í jarðfræðilegum skilningi hófst nútíminn fyrir um 12 þúsund árum. Upphaf þessa tímabils má rekja til meiriháttar leysinga, þegar hinar miklu íshellur sem mótað höfðu landslag Evrópu og Norður-Evrópu í árþúsundir, bráðnuðu ört. Það að öll siðmenning mannsins– allar gjörðir hans, afrek og uppgötvanir; sigrar og ósigrar – rúmist innan þessa stutta tímabils hlýinda jaðrar við það að vera kvíðavekjandi. Það virðist lítið mega út af bregða; nútíminn virðist brothættur. Í raun eru margir sem telja að það tímabil sem kennt er við nútímann sé þegar liðið. Annað tímabil sé nú hafið. Tímabil sem einkennist af miklum og hröðum breytingum sem orðið hafa á grundvallarferlum í náttúru Jarðarinnar, í lofti, á láði og legi. Þetta nýja tímabil er kallað mannöld og það byggir á þeim afdrifaríku og umfangsmiklu breytingum sem gjörðir mannanna hafa haft á þau fjölmörgu ólíku kerfi sem gert hafa Jörðina lífvænlega og gert samfélagi mannanna kleift að dafna. Will Steffen og 15 meðhöfundar hans að yfirlitsgreininni „Trajectories of the Earth System in the Anthropocene“, sem birtist í vísindariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) á dögunum, draga upp sláandi mynd af þeim breytingum sem mögulega munu eiga sér stað á mannöld. Fáar vísindagreinar hafa vakið jafn mikla athygli og grein Steffens og co. á undanförnum árum. Ein möguleg ástæða fyrir því eru þær skelfilegu sviðsmyndir sem virðast bíða okkar að óbreyttu. Slík dramatík virðist vera það sem þarf til til að koma loftslagsmálum að í almennri umræðu. Ein af niðurstöðum greinarinnar tekur til sjálfstyrkjandi ferla eins og þiðnunar sífrera á norðurskautssvæðum, stórfelldrar gróðurvisnunar og bráðnunar íshellna á landi. Allt ferlar sem geta magnað og hraðað áhrifum loftslagsbreytinga. Höfundarnir telja að forðast megi slíka ferla með því að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Við nálgumst nú þennan þröskuld – honum verður að óbreyttu náð um miðja öld – og sem stendur er fátt sem gefur til kynna að okkur takist að forðast hann. Sjálfstyrkjandi ferlar, eins og losun metans úr sífrera, gætu síðan tekið nokkrar aldir að raungerast. Grein Steffens og co. er yfirlitsgrein sem byggir á öðrum og einnig óbirtum vísindagreinum. Hún er fyrst og fremst heppileg til hugleiðinga um þá stöðu sem blasir við í loftslagsmálum. Engu að síður ættum við að taka mark á meginstefi greinarinnar, það er, að til þess að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við og forfeður okkur fengum, þá þarf að grípa til aðgerða núna. Ekki eftir næstu kosningar, ekki eftir útgáfu næstu skýrslu Vísindanefndar um loftslagsmál, og sannarlega ekki eftir að við förum að finna fyrir raunverulegum áhrifum loftslagsbreytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Í jarðfræðilegum skilningi hófst nútíminn fyrir um 12 þúsund árum. Upphaf þessa tímabils má rekja til meiriháttar leysinga, þegar hinar miklu íshellur sem mótað höfðu landslag Evrópu og Norður-Evrópu í árþúsundir, bráðnuðu ört. Það að öll siðmenning mannsins– allar gjörðir hans, afrek og uppgötvanir; sigrar og ósigrar – rúmist innan þessa stutta tímabils hlýinda jaðrar við það að vera kvíðavekjandi. Það virðist lítið mega út af bregða; nútíminn virðist brothættur. Í raun eru margir sem telja að það tímabil sem kennt er við nútímann sé þegar liðið. Annað tímabil sé nú hafið. Tímabil sem einkennist af miklum og hröðum breytingum sem orðið hafa á grundvallarferlum í náttúru Jarðarinnar, í lofti, á láði og legi. Þetta nýja tímabil er kallað mannöld og það byggir á þeim afdrifaríku og umfangsmiklu breytingum sem gjörðir mannanna hafa haft á þau fjölmörgu ólíku kerfi sem gert hafa Jörðina lífvænlega og gert samfélagi mannanna kleift að dafna. Will Steffen og 15 meðhöfundar hans að yfirlitsgreininni „Trajectories of the Earth System in the Anthropocene“, sem birtist í vísindariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) á dögunum, draga upp sláandi mynd af þeim breytingum sem mögulega munu eiga sér stað á mannöld. Fáar vísindagreinar hafa vakið jafn mikla athygli og grein Steffens og co. á undanförnum árum. Ein möguleg ástæða fyrir því eru þær skelfilegu sviðsmyndir sem virðast bíða okkar að óbreyttu. Slík dramatík virðist vera það sem þarf til til að koma loftslagsmálum að í almennri umræðu. Ein af niðurstöðum greinarinnar tekur til sjálfstyrkjandi ferla eins og þiðnunar sífrera á norðurskautssvæðum, stórfelldrar gróðurvisnunar og bráðnunar íshellna á landi. Allt ferlar sem geta magnað og hraðað áhrifum loftslagsbreytinga. Höfundarnir telja að forðast megi slíka ferla með því að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Við nálgumst nú þennan þröskuld – honum verður að óbreyttu náð um miðja öld – og sem stendur er fátt sem gefur til kynna að okkur takist að forðast hann. Sjálfstyrkjandi ferlar, eins og losun metans úr sífrera, gætu síðan tekið nokkrar aldir að raungerast. Grein Steffens og co. er yfirlitsgrein sem byggir á öðrum og einnig óbirtum vísindagreinum. Hún er fyrst og fremst heppileg til hugleiðinga um þá stöðu sem blasir við í loftslagsmálum. Engu að síður ættum við að taka mark á meginstefi greinarinnar, það er, að til þess að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við og forfeður okkur fengum, þá þarf að grípa til aðgerða núna. Ekki eftir næstu kosningar, ekki eftir útgáfu næstu skýrslu Vísindanefndar um loftslagsmál, og sannarlega ekki eftir að við förum að finna fyrir raunverulegum áhrifum loftslagsbreytinga.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun