Körfubolti

Stólarnir fá til sín Króata

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dino Butorac
Dino Butorac mynd/feykir.is

Tindastóll hefur samið við Króatann Dino Butorac um að spila með liðinu í Domino's deild karla í vetur.

Butorac er 28 ára skotbakvörður og er 1,93 metrar á hæð. Hann hefur verið á mála hjá liðum í Króatíu, Svíðþjóð og Þýskalandi. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Króatíu.

Butorac er fenginn til liðs við Tindastól til þess að fylla í skarð Sigtryggs Arnars Björnssonar sem fór til Grindavíkur í sumar.

Tindastóll varð bikarmeistari á síðasta tímabili og komst í úrslitaeinvígið í deildinni þar sem liðið tapaði fyrir KR.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.