Eftirlitsþjóðfélag Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 05:30 Alls kyns frumvörp líta dagsins ljós, misgáfuleg eins og gengur. Eitt frumvarp, vægast sagt einkennilegt, er áberandi í fréttum þessa dagana. Það er frumvarp sjávarútvegsráðherra um heimild til að koma upp myndavélaeftirliti í sjávarútvegi. Tilgangurinn er að afla sönnunargagna um brot er snúa að brottkasti og löndun framhjá vigt. Nauðsynlegt er talið að finna þá einstaklinga sem þetta stunda, en það er víst ekki heiglum hent að hafa uppi á þeim. Sennilega eru þeir bæði lævísir og liprir og kunna vel að felast. Þá er víst ekkert annað til ráða en að hefja umfangsmikla leit að þeim og í því skyni skal ekkert til sparað. Heimilað skal að nota myndavélar og fjarstýrð loftför til að skapa alsjáandi eftirlit. Þannig skal fylgst með öllum þeim sem vinna um borð í veiðiskipum, auk þeirra sem vinna við löndun, flutning og vigtun afla. Þetta er enginn smá hópur og allir innan hans virðast liggja fyrirfram undir grun. Engin önnur skýring getur verið á því að allt þetta fólk skuli vaktað. Af þessu umstangi öllu mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk. Það á ekki að teljast eðlilegt hlutskipti hins vinnandi manns að starfa á stað þar sem fyrirfram er gert ráð fyrir að hann stundi alls kyns blekkingar og svindl. Þar er honum ekki treyst til að vinna vinnu sína og talin er þörf á því að hafa alveg sérstakar gætur á honum. Vitanlega er það best gert með því að hafa hann stöðugt í mynd. Heppilegast er svo að stofnun haldi utan um allt eftirlit. Ekki er víst að ein stofnun anni því og þá gæti auðveldlega þótt ákjósanlegt að bæta við fleiri eftirlitsstofnunum. Ekki er þetta geðslegur veruleiki og fæstir vilja örugglega lifa í honum. Samt er verið að gera tilraun til að festa hann í sessi með frumvarpi. Velviljaður sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, segir að hugsun hans með frumvarpinu sé alls ekki að skapa eftirlitsþjóðfélag. Kristján Þór er vel upplýstur maður og ætti því að gera sér góða grein fyrir því að þarna er einmitt verið að stíga skref í þá átt. Frumvarpið er ansi hrollvekjandi því þar er gert ráð fyrir að haft sé eftirlit með ákveðnum hópi vinnandi fólks. Eftirlitið er komið í hlutverk Stóra bróður og horfir haukfránum augum yfir sviðið, með aðstoð nútímatækni, í leit að einstaklingum sem hugsanlega geta brotið af sér. Hugmyndin um öflugt og viðamikið myndavélaeftirlit í sjávarútvegi er vitanlega forkastanleg. Það má spyrja sig hver hafi fengið þessu furðulegu hugmynd, en enn brýnna er að spyrja hvernig hún hafi ratað inn í frumvarpsdrög ráðherra. Var enginn þátttakandi í þessari vegferð sem fylltist efasemdum um réttmæti slíks eftirlits og sagði: Augnablik, eigum við ekki að íhuga hvort við séum þarna á réttri leið? Hið augljósa svar er að með frumvarpinu eru menn á afar vafasamri vegferð – og er þá vægt til orða tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Alls kyns frumvörp líta dagsins ljós, misgáfuleg eins og gengur. Eitt frumvarp, vægast sagt einkennilegt, er áberandi í fréttum þessa dagana. Það er frumvarp sjávarútvegsráðherra um heimild til að koma upp myndavélaeftirliti í sjávarútvegi. Tilgangurinn er að afla sönnunargagna um brot er snúa að brottkasti og löndun framhjá vigt. Nauðsynlegt er talið að finna þá einstaklinga sem þetta stunda, en það er víst ekki heiglum hent að hafa uppi á þeim. Sennilega eru þeir bæði lævísir og liprir og kunna vel að felast. Þá er víst ekkert annað til ráða en að hefja umfangsmikla leit að þeim og í því skyni skal ekkert til sparað. Heimilað skal að nota myndavélar og fjarstýrð loftför til að skapa alsjáandi eftirlit. Þannig skal fylgst með öllum þeim sem vinna um borð í veiðiskipum, auk þeirra sem vinna við löndun, flutning og vigtun afla. Þetta er enginn smá hópur og allir innan hans virðast liggja fyrirfram undir grun. Engin önnur skýring getur verið á því að allt þetta fólk skuli vaktað. Af þessu umstangi öllu mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk. Það á ekki að teljast eðlilegt hlutskipti hins vinnandi manns að starfa á stað þar sem fyrirfram er gert ráð fyrir að hann stundi alls kyns blekkingar og svindl. Þar er honum ekki treyst til að vinna vinnu sína og talin er þörf á því að hafa alveg sérstakar gætur á honum. Vitanlega er það best gert með því að hafa hann stöðugt í mynd. Heppilegast er svo að stofnun haldi utan um allt eftirlit. Ekki er víst að ein stofnun anni því og þá gæti auðveldlega þótt ákjósanlegt að bæta við fleiri eftirlitsstofnunum. Ekki er þetta geðslegur veruleiki og fæstir vilja örugglega lifa í honum. Samt er verið að gera tilraun til að festa hann í sessi með frumvarpi. Velviljaður sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, segir að hugsun hans með frumvarpinu sé alls ekki að skapa eftirlitsþjóðfélag. Kristján Þór er vel upplýstur maður og ætti því að gera sér góða grein fyrir því að þarna er einmitt verið að stíga skref í þá átt. Frumvarpið er ansi hrollvekjandi því þar er gert ráð fyrir að haft sé eftirlit með ákveðnum hópi vinnandi fólks. Eftirlitið er komið í hlutverk Stóra bróður og horfir haukfránum augum yfir sviðið, með aðstoð nútímatækni, í leit að einstaklingum sem hugsanlega geta brotið af sér. Hugmyndin um öflugt og viðamikið myndavélaeftirlit í sjávarútvegi er vitanlega forkastanleg. Það má spyrja sig hver hafi fengið þessu furðulegu hugmynd, en enn brýnna er að spyrja hvernig hún hafi ratað inn í frumvarpsdrög ráðherra. Var enginn þátttakandi í þessari vegferð sem fylltist efasemdum um réttmæti slíks eftirlits og sagði: Augnablik, eigum við ekki að íhuga hvort við séum þarna á réttri leið? Hið augljósa svar er að með frumvarpinu eru menn á afar vafasamri vegferð – og er þá vægt til orða tekið.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun