Spurt að leikslokum Davíð Snær Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 06:12 Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagasamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatöku og starfsháttum þeirra sem fara með vald. Þann 24. júlí síðastliðinn var mér vikið úr starfi formanns Sambands íslenskra framhaldsskólanema fyrir greinaskrif um „pólitíska slagsíðu í kennslustofunni.“ Fóru þessi skrif fyrir brjóst þeirra umburðarlyndu og víðsýnu, þar sem skoðanir mínar reyndust „rangar“ ef marka má eftirmála greinaskrifanna. Til atlögu lagðist þverskurður íslensku þjóðarinnar, þeir sem hafa hina „réttu sýn“ á samfélagið, í þessu tilviki menntakerfið. Sáu riddararnir um það verkefni að vekja athygli á ólögmæti skrifanna, að formaður SÍF væri að vekja upp spurningar um stefnu sambandsins opinberlega. Það þyki með öllu ólöglegt og jafnast á við brottvísun úr embætti. Er það nú á minni ábyrgð að upplýsa um rangfærslur í brottvísunarbréfi meirihlutans. En fyrst og fremst vil ég leyfa þér kæri lesandi að móta þína eigin ályktun um réttmæti brottvísunarinnar. Vísað er til fundargerðar 9. stjórnarfundar framkvæmdastjórnar sem átti sér stað þann 17. janúar 2018, á þeim fundi var rætt um greinaskrif stjórnarmanna og birtingarmynd þeirra í fjölmiðlum. Fundargerð 9. stjórnarfundar var ekki samþykkt af framkvæmdarstjórn á 10. stjórnarfundi sambandsins þann 24. janúar 2018. Samþykktir fundargerða hafa verið hafðar með þeim hætti að í upphafi hvers stjórnarfundar er borin upp ályktun um hvort seinasta fundargerð stjórnar sé samþykkt eða ekki. Fundargerðin sem vísað er til hefur ekki verið samþykkt og tilheyrir því ekki vinnureglum SÍF eins og gefið var í skyn af hálfu meirihlutans. Stjórnarmenn fara með vald sitt á stjórnarfundum, en ekki á spjallsíðum og í hópsímtölum. 29. gr. sambandsins hljóðar svo, „framkvæmdastjórn skal funda svo oft sem þurfa þykir en þó ekki sjaldnar en hálfsmánaðarlega. Fundur framkvæmdastjórnar er lögmætur þegar einfaldur meirihluti framkvæmdastjórnar mætir á fundinum.“ Í yfirlýsingu meirihlutans er vísað til 32. gr laga SÍF, „að telji stjórnin fulltrúann hafa brotið vinnureglur viðkomandi stjórnar, að þá þurfi einfaldan meirihluta framkvæmdastjórnar að samþykkja brottvísunina.“ Ályktun þess efnis hefur hvorki verið borin upp né samþykkt á stjórnarfundi framkvæmdarstjórnar. Til fundarins var boðað, en með brottvísuninni gaf meirihluti framkvæmdarstjórnar hvorki formanni né öðrum stjórnarmönnum tækifæri til þess að setjast niður, ræða málin og taka ákvörðun á stjórnarfundi.Í yfirlýsingunni er vísað til laga Landssamband ungmennafélaga (LUF). Lög LUF kveða á að aðildarfélög LUF skuli starfa á lýðræðislegan hátt. Ég hef ekki gerst brotlegur í lýðræðislegum starfsháttum innan míns aðildarfélags, þar sem greinaskrif mín kröfðust ekki samþykkis framkvæmdastjórnar og þá vísa ég aftur til samþykktar fundargerðar 10. stjórnarfundar, þar sem fundargerð 9. stjórnarfundar var ekki samþykkt. Vekja má heldur upp þá spurningu hvort meirihluti framkvæmdastjórnar hafi gerst brotlegur í sínu starfi og gagnvart lögum LUF, þegar ályktun um brottvísun mína var send út á fjölmiðla. Brottvísunin var aldrei samþykkt á stjórnarfundi, heldur af meirihluta framkvæmdarstjórnar á spjallsíðum og í tölvupóstsamskiptum. Vinnubrögð sem þessi teljast ekki lýðræðisleg og setja þau svartan blett á sambandið og ákvörðunarhætti innan þess og framkvæmdastjórnar.Í greininni greini ég aldrei frá þeirri skoðun að ég sé á móti því að gera kynjafræði að skyldufagi í framhaldsskólum, sem er samþykkt stefna SÍF. Hins vegar skrifaði ég að „kynjafræði væri ekki töfralausnin til þess að ná árangri á sviði jafnréttismála“ og að sem dæmi væri „hægt að láta nemendafélög og skólayfirvöld vinna saman að ýmsum verkefnum tengdum jafnrétti, í stað þess að skylda alla að nema pólitíska hugmyndafræði.“ Í greininni tala ég aldrei á móti samþykktri stefnu SÍF, þó sumir geta smíðað sér ályktanir út frá greininni. Hins vegar vek ég upp ýmsar spurningar um t.d. gildi kynjafræðinnar og hvort kynjafræðin sé ekki byggð á pólitískri hugmyndafræði. Ef ekki má spyrja spurninga sem þessar, má álykta að allar skoðanir og spurningar um stefnumál SÍF séu með öllu ólögmætar og teljist brot á lögum sambandsins, og þeir sem gerast brotlegir, skulu þá víkja úr störfum. Reynslu- og þekkingarleysi stíga sumum til höfuðs þegar kemur að erfiðum ákvarðanatökum. Að framkvæmdarstjórn SÍF, hagsmunaafl allra framhaldsskólanema á Íslandi geti tekið slíka illa rökstudda ákvörðun, sem fer á bága við lög og samþykktir sambandsins, án afleiðinga. Veldur það eðlilega áhyggjum út á við, þegar lög eru ekki virt að vettugi og í þessi tilfelli þar sem formaður er sakaður um vanhæfi í starfi. Lítur undirritaður svo á, að ef meirihluti framkvæmdarstjórnar beri ekki virðingu fyrir lögum og reglum félagsins, sem ábyrgðaraðilar innan SÍF, sé meirihlutinn með öllu vanhæfur til að starfa fyrir félagið. Þegar spurt er að leikslokum - er stórt spurt, og sennilega fátt um svör. Höfundur er fyrrverandi formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagasamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatöku og starfsháttum þeirra sem fara með vald. Þann 24. júlí síðastliðinn var mér vikið úr starfi formanns Sambands íslenskra framhaldsskólanema fyrir greinaskrif um „pólitíska slagsíðu í kennslustofunni.“ Fóru þessi skrif fyrir brjóst þeirra umburðarlyndu og víðsýnu, þar sem skoðanir mínar reyndust „rangar“ ef marka má eftirmála greinaskrifanna. Til atlögu lagðist þverskurður íslensku þjóðarinnar, þeir sem hafa hina „réttu sýn“ á samfélagið, í þessu tilviki menntakerfið. Sáu riddararnir um það verkefni að vekja athygli á ólögmæti skrifanna, að formaður SÍF væri að vekja upp spurningar um stefnu sambandsins opinberlega. Það þyki með öllu ólöglegt og jafnast á við brottvísun úr embætti. Er það nú á minni ábyrgð að upplýsa um rangfærslur í brottvísunarbréfi meirihlutans. En fyrst og fremst vil ég leyfa þér kæri lesandi að móta þína eigin ályktun um réttmæti brottvísunarinnar. Vísað er til fundargerðar 9. stjórnarfundar framkvæmdastjórnar sem átti sér stað þann 17. janúar 2018, á þeim fundi var rætt um greinaskrif stjórnarmanna og birtingarmynd þeirra í fjölmiðlum. Fundargerð 9. stjórnarfundar var ekki samþykkt af framkvæmdarstjórn á 10. stjórnarfundi sambandsins þann 24. janúar 2018. Samþykktir fundargerða hafa verið hafðar með þeim hætti að í upphafi hvers stjórnarfundar er borin upp ályktun um hvort seinasta fundargerð stjórnar sé samþykkt eða ekki. Fundargerðin sem vísað er til hefur ekki verið samþykkt og tilheyrir því ekki vinnureglum SÍF eins og gefið var í skyn af hálfu meirihlutans. Stjórnarmenn fara með vald sitt á stjórnarfundum, en ekki á spjallsíðum og í hópsímtölum. 29. gr. sambandsins hljóðar svo, „framkvæmdastjórn skal funda svo oft sem þurfa þykir en þó ekki sjaldnar en hálfsmánaðarlega. Fundur framkvæmdastjórnar er lögmætur þegar einfaldur meirihluti framkvæmdastjórnar mætir á fundinum.“ Í yfirlýsingu meirihlutans er vísað til 32. gr laga SÍF, „að telji stjórnin fulltrúann hafa brotið vinnureglur viðkomandi stjórnar, að þá þurfi einfaldan meirihluta framkvæmdastjórnar að samþykkja brottvísunina.“ Ályktun þess efnis hefur hvorki verið borin upp né samþykkt á stjórnarfundi framkvæmdarstjórnar. Til fundarins var boðað, en með brottvísuninni gaf meirihluti framkvæmdarstjórnar hvorki formanni né öðrum stjórnarmönnum tækifæri til þess að setjast niður, ræða málin og taka ákvörðun á stjórnarfundi.Í yfirlýsingunni er vísað til laga Landssamband ungmennafélaga (LUF). Lög LUF kveða á að aðildarfélög LUF skuli starfa á lýðræðislegan hátt. Ég hef ekki gerst brotlegur í lýðræðislegum starfsháttum innan míns aðildarfélags, þar sem greinaskrif mín kröfðust ekki samþykkis framkvæmdastjórnar og þá vísa ég aftur til samþykktar fundargerðar 10. stjórnarfundar, þar sem fundargerð 9. stjórnarfundar var ekki samþykkt. Vekja má heldur upp þá spurningu hvort meirihluti framkvæmdastjórnar hafi gerst brotlegur í sínu starfi og gagnvart lögum LUF, þegar ályktun um brottvísun mína var send út á fjölmiðla. Brottvísunin var aldrei samþykkt á stjórnarfundi, heldur af meirihluta framkvæmdarstjórnar á spjallsíðum og í tölvupóstsamskiptum. Vinnubrögð sem þessi teljast ekki lýðræðisleg og setja þau svartan blett á sambandið og ákvörðunarhætti innan þess og framkvæmdastjórnar.Í greininni greini ég aldrei frá þeirri skoðun að ég sé á móti því að gera kynjafræði að skyldufagi í framhaldsskólum, sem er samþykkt stefna SÍF. Hins vegar skrifaði ég að „kynjafræði væri ekki töfralausnin til þess að ná árangri á sviði jafnréttismála“ og að sem dæmi væri „hægt að láta nemendafélög og skólayfirvöld vinna saman að ýmsum verkefnum tengdum jafnrétti, í stað þess að skylda alla að nema pólitíska hugmyndafræði.“ Í greininni tala ég aldrei á móti samþykktri stefnu SÍF, þó sumir geta smíðað sér ályktanir út frá greininni. Hins vegar vek ég upp ýmsar spurningar um t.d. gildi kynjafræðinnar og hvort kynjafræðin sé ekki byggð á pólitískri hugmyndafræði. Ef ekki má spyrja spurninga sem þessar, má álykta að allar skoðanir og spurningar um stefnumál SÍF séu með öllu ólögmætar og teljist brot á lögum sambandsins, og þeir sem gerast brotlegir, skulu þá víkja úr störfum. Reynslu- og þekkingarleysi stíga sumum til höfuðs þegar kemur að erfiðum ákvarðanatökum. Að framkvæmdarstjórn SÍF, hagsmunaafl allra framhaldsskólanema á Íslandi geti tekið slíka illa rökstudda ákvörðun, sem fer á bága við lög og samþykktir sambandsins, án afleiðinga. Veldur það eðlilega áhyggjum út á við, þegar lög eru ekki virt að vettugi og í þessi tilfelli þar sem formaður er sakaður um vanhæfi í starfi. Lítur undirritaður svo á, að ef meirihluti framkvæmdarstjórnar beri ekki virðingu fyrir lögum og reglum félagsins, sem ábyrgðaraðilar innan SÍF, sé meirihlutinn með öllu vanhæfur til að starfa fyrir félagið. Þegar spurt er að leikslokum - er stórt spurt, og sennilega fátt um svör. Höfundur er fyrrverandi formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23
SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12
Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun