Björgunarbátar eru ekki farþegaskip Eyþór Laxdal Arnalds skrifar 3. ágúst 2018 05:45 Það er eitthvað að í Reykjavík. Þrátt fyrir að miklir fjármunir fari í félagslega kerfið vaxa biðlistar eftir húsnæði. Þrátt fyrir loforð um úrbætur hefur leiguverð hækkað um nærri 100% á fjórum árum. Húsnæðislausu fólki hefur fjölgað um 95%. Sífellt fleiri þurfa að búa í foreldrahúsum. Það er ljóst að núverandi stefna hefur brugðist. Reykjavík hefur vanrækt skyldu sína að hér sé byggt hagkvæmt húsnæði. Byggt er mest á dýrum stöðum. Sífellt fleiri flytja annað. Sumir geta ekki eignast eða leigt á almennum markaði eins og hann er orðinn. Félagslega kerfið á þá að taka við en stór göt eru í möskvum öryggisnetsins. Félagsbústaðir hf. kaupa íbúðir á markaði sem hefur hækkað um 100% ekki síst vegna ákvarðana borgarinnar sjálfrar. Þetta háa markaðsverð fer beint í leiguverðið og hefur leiguverð hjá Félagsbústöðum hækkað mikið. Þeir sem eru svo „heppnir“ að fá húsnæði þurfa að borga mun hærra verð en fyrir nokkrum árum. Félagsbústaðir reikna sér svo tugmilljarða hagnað vegna endurmats á félagslegu húsnæði.Raunverulegar lausnir Það er grundvallaratriði að félagslega kerfið í Reykjavík hafi skýra stefnu og markmið um að koma fólki til sjálfshjálpar. Enginn vill festast inni í velferðarkerfinu, heldur á það að vera öryggisnet sem styður fólk til að geta lifað á eigin forsendum. Ýmis merki eru um að núverandi kerfi sé ekki að styðja við þetta grundvallaratriði, heldur flækjast margir í fátæktargildrum. Festast í netinu. Björgunarbátar eru ekki farþegaskip heldur neyðarúrræði. En mikilvægast er að koma í veg fyrir neyðina. Þess vegna viljum við breyta borginni þannig að fleiri geti verið á eigin forsendum í samfélaginu en ekki upp á náð og miskunn kerfisins. Almennar aðgerðir til að tryggja hagkvæmara húsnæði eru forgangsmál. Þess vegna höfum við lagt fram á annan tug tillagna til að leysa þessi mál. Lækka byggingargjöld, afnema innviðagjald, byggja á hagkvæmum stöðum og minnka skrifræðið. Þessar tillögur eru tækifæri fyrir borgarbúa. Vonandi fá þær brautargengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað að í Reykjavík. Þrátt fyrir að miklir fjármunir fari í félagslega kerfið vaxa biðlistar eftir húsnæði. Þrátt fyrir loforð um úrbætur hefur leiguverð hækkað um nærri 100% á fjórum árum. Húsnæðislausu fólki hefur fjölgað um 95%. Sífellt fleiri þurfa að búa í foreldrahúsum. Það er ljóst að núverandi stefna hefur brugðist. Reykjavík hefur vanrækt skyldu sína að hér sé byggt hagkvæmt húsnæði. Byggt er mest á dýrum stöðum. Sífellt fleiri flytja annað. Sumir geta ekki eignast eða leigt á almennum markaði eins og hann er orðinn. Félagslega kerfið á þá að taka við en stór göt eru í möskvum öryggisnetsins. Félagsbústaðir hf. kaupa íbúðir á markaði sem hefur hækkað um 100% ekki síst vegna ákvarðana borgarinnar sjálfrar. Þetta háa markaðsverð fer beint í leiguverðið og hefur leiguverð hjá Félagsbústöðum hækkað mikið. Þeir sem eru svo „heppnir“ að fá húsnæði þurfa að borga mun hærra verð en fyrir nokkrum árum. Félagsbústaðir reikna sér svo tugmilljarða hagnað vegna endurmats á félagslegu húsnæði.Raunverulegar lausnir Það er grundvallaratriði að félagslega kerfið í Reykjavík hafi skýra stefnu og markmið um að koma fólki til sjálfshjálpar. Enginn vill festast inni í velferðarkerfinu, heldur á það að vera öryggisnet sem styður fólk til að geta lifað á eigin forsendum. Ýmis merki eru um að núverandi kerfi sé ekki að styðja við þetta grundvallaratriði, heldur flækjast margir í fátæktargildrum. Festast í netinu. Björgunarbátar eru ekki farþegaskip heldur neyðarúrræði. En mikilvægast er að koma í veg fyrir neyðina. Þess vegna viljum við breyta borginni þannig að fleiri geti verið á eigin forsendum í samfélaginu en ekki upp á náð og miskunn kerfisins. Almennar aðgerðir til að tryggja hagkvæmara húsnæði eru forgangsmál. Þess vegna höfum við lagt fram á annan tug tillagna til að leysa þessi mál. Lækka byggingargjöld, afnema innviðagjald, byggja á hagkvæmum stöðum og minnka skrifræðið. Þessar tillögur eru tækifæri fyrir borgarbúa. Vonandi fá þær brautargengi.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun