Ég hefði ekki viljað missa af því að fæðast María Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 10:14 Titill þessarar greinar er einnig yfirheiti meistararitgerðar minnar í fötlunarfræðum en þar fjalla ég um reynslu fólks sem er fætt með hryggrauf/klofinn hrygg. Ég framkvæmdi eigindlega rannsókn þar sem aðalþátttakendur voru sjö fullorðnir einstaklingar sem allir fæddust með hryggrauf. Ég notaðist einnig við dæmi úr eigin lífi til að styðja við frásagnir þeirra, en ég fæddist með hryggrauf. Hryggrauf er meðfædd og og greinist yfirleitt í ómskoðun á 20.viku meðgöngu. Undanfarna áratugi hafa fóstureyðingar oft verið framkvæmdar í kjölfarið. Hryggrauf getur lýst sér á mjög fjölbreyttan hátt á milli einstaklinga, allt frá því að vera mjög væg og yfir í að vera alvarleg skerðing. Ekki er hægt að spá fyrir um alvarleika skerðingarinnar á meðgöngunni en það má segja að því ofar á hryggnum sem raufin er, því meiri verði lömunin. Markmið rannsóknar minnar var að afla þekkingar og öðlast skilning á upplifun og reynslu fólks sem fæddist með hryggrauf, á lífi sínu og aðstæðum, út frá þeirra eigin sjónarhorni en mér hefur fundist vanta þessar raddir í þá fræðslu sem verðandi foreldrar fá. Í ritgerðinni vitna ég í mæður barna með hryggrauf um reynslu þeirra en sumum var sagt að barnið myndi verða þroskahamlað og þurfa að notast alltaf við hjólastól sem varð svo ekki raunin. Áhrif skerðingarinnar voru ólík á milli þeirra sjö fullorðnu einstaklinga sem ég ræddi við (en þess má geta að einstaklingar á Íslandi sem hafa fæðst með hryggrauf frá árinu 1947 eru rúmlega fimmtíu talsins). Einn þurfti ekki að notast við nein stoðtæki, tveir notuðust einungis við fótspelkur, þrír gátu gengið að einhverju leyti en notuðust einnig við hjólastól og einn þátttakandi notaðist einungis við hjólastól. Þátttakendur voru á aldrinum 29 til 42 ára þegar viðtölin fóru fram. Í ritgerðinni er áhersla lögð á eftirfarandi: Í fyrsta lagi mikilvægi upplýsinga. Í öðru lagi að alast upp með hryggrauf og í þriðja lagi aðgengi að foreldrahlutverkinu og stuðningur. Allir höfðu gengið í almennan grunnskóla og flestir hófu nám í framhaldsskóla en sumir hættu framhaldsskólanámi vegna skorts á námsaðstoð við hæfi. Þrír höfðu hafið háskólanám. Allir voru fluttir að heiman og fimm af sjö þátttakendum voru í sambúð.Þrír þeirra, allt konur, höfðu eignast börn og var heilsa þeirra á meðgöngu almennt góð og voru þær í heildina ánægðar með samskipti sín við heilbrigðisstarfsfólk. Allir þátttakendur höfðu einhverja reynslu af vinnu á almennum vinnumarkaði. Þátttakendum fannst skerðingin ekki há sér, óháð því hvaða stoðtæki þeir notuðu. Þeim fannst mikilvægt að verðandi foreldrar barna með hryggrauf gætu talað við fólk með fötlunina og/eða foreldra barna með hryggrauf áður en ákvörðun væri tekin um framhald meðgöngu. Þeir lögðu áherslu á að það væri hægt að lifa góðu lífi með skerðingunni og að það að fæðast með hryggrauf væri ekki eins slæmt og margir halda. Stofnaður var lokaður hópur á Facebook, Félag áhugafólks um hryggrauf/klofinn hrygg en allir geta sótt um inngöngu. Á þeim vettvangi er hægt að skiptast á reynslusögum og spyrja þá sem betur þekkja til um það sem brennur á fólki. Það er von mín að þessi rannsókn verði hluti af því fræðsluefni sem verðandi foreldrar geti nýtt sér. Ritgerðina er hægt að lesa hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Titill þessarar greinar er einnig yfirheiti meistararitgerðar minnar í fötlunarfræðum en þar fjalla ég um reynslu fólks sem er fætt með hryggrauf/klofinn hrygg. Ég framkvæmdi eigindlega rannsókn þar sem aðalþátttakendur voru sjö fullorðnir einstaklingar sem allir fæddust með hryggrauf. Ég notaðist einnig við dæmi úr eigin lífi til að styðja við frásagnir þeirra, en ég fæddist með hryggrauf. Hryggrauf er meðfædd og og greinist yfirleitt í ómskoðun á 20.viku meðgöngu. Undanfarna áratugi hafa fóstureyðingar oft verið framkvæmdar í kjölfarið. Hryggrauf getur lýst sér á mjög fjölbreyttan hátt á milli einstaklinga, allt frá því að vera mjög væg og yfir í að vera alvarleg skerðing. Ekki er hægt að spá fyrir um alvarleika skerðingarinnar á meðgöngunni en það má segja að því ofar á hryggnum sem raufin er, því meiri verði lömunin. Markmið rannsóknar minnar var að afla þekkingar og öðlast skilning á upplifun og reynslu fólks sem fæddist með hryggrauf, á lífi sínu og aðstæðum, út frá þeirra eigin sjónarhorni en mér hefur fundist vanta þessar raddir í þá fræðslu sem verðandi foreldrar fá. Í ritgerðinni vitna ég í mæður barna með hryggrauf um reynslu þeirra en sumum var sagt að barnið myndi verða þroskahamlað og þurfa að notast alltaf við hjólastól sem varð svo ekki raunin. Áhrif skerðingarinnar voru ólík á milli þeirra sjö fullorðnu einstaklinga sem ég ræddi við (en þess má geta að einstaklingar á Íslandi sem hafa fæðst með hryggrauf frá árinu 1947 eru rúmlega fimmtíu talsins). Einn þurfti ekki að notast við nein stoðtæki, tveir notuðust einungis við fótspelkur, þrír gátu gengið að einhverju leyti en notuðust einnig við hjólastól og einn þátttakandi notaðist einungis við hjólastól. Þátttakendur voru á aldrinum 29 til 42 ára þegar viðtölin fóru fram. Í ritgerðinni er áhersla lögð á eftirfarandi: Í fyrsta lagi mikilvægi upplýsinga. Í öðru lagi að alast upp með hryggrauf og í þriðja lagi aðgengi að foreldrahlutverkinu og stuðningur. Allir höfðu gengið í almennan grunnskóla og flestir hófu nám í framhaldsskóla en sumir hættu framhaldsskólanámi vegna skorts á námsaðstoð við hæfi. Þrír höfðu hafið háskólanám. Allir voru fluttir að heiman og fimm af sjö þátttakendum voru í sambúð.Þrír þeirra, allt konur, höfðu eignast börn og var heilsa þeirra á meðgöngu almennt góð og voru þær í heildina ánægðar með samskipti sín við heilbrigðisstarfsfólk. Allir þátttakendur höfðu einhverja reynslu af vinnu á almennum vinnumarkaði. Þátttakendum fannst skerðingin ekki há sér, óháð því hvaða stoðtæki þeir notuðu. Þeim fannst mikilvægt að verðandi foreldrar barna með hryggrauf gætu talað við fólk með fötlunina og/eða foreldra barna með hryggrauf áður en ákvörðun væri tekin um framhald meðgöngu. Þeir lögðu áherslu á að það væri hægt að lifa góðu lífi með skerðingunni og að það að fæðast með hryggrauf væri ekki eins slæmt og margir halda. Stofnaður var lokaður hópur á Facebook, Félag áhugafólks um hryggrauf/klofinn hrygg en allir geta sótt um inngöngu. Á þeim vettvangi er hægt að skiptast á reynslusögum og spyrja þá sem betur þekkja til um það sem brennur á fólki. Það er von mín að þessi rannsókn verði hluti af því fræðsluefni sem verðandi foreldrar geti nýtt sér. Ritgerðina er hægt að lesa hér.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun