Hækkuðu einkunnir karla til að fækka kvenlæknum Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2018 06:18 Forsvarsmenn skólans hneigðu sig við upphaf blaðamannafundarins í gær. Vísir/Getty Læknaháskóli í Tókýó hefur beðist afsökunar á því að hafa, áratugum saman, hagrætt úrslitum inntökuprófa til að tryggja að fleiri karlmenn hlytu brautargengi. Niðurstöður innri rannsóknar benda til að skólinn hafi átt við öll inntökupróf frá árinu 2006 hið minnsta, er fram kemur í japönskum fjölmiðlum. Á blaðamannafundi í Tókýó í gær sögðu forsvarsmenn skólans að þeir myndu hætta hagræðingunni hið snarasta. Þá væri jafnvel til skoðunar að hafa samband við allar þær konur sem undir eðlilegum kringumstæðum hefðu staðist prófið. Hvernig skólinn ætlar sér að gera það fylgdi þó ekki sögunni. Hagræðingin kom í ljós í úttekt sem ráðist var í eftir að sonur háttsetts embættismanns fékk inngöngu í skólann. Fyrrverandi rektor skólans og embættismaðurinn hafa verið ákærðir fyrir mútuþægni, en sá síðarnefndi lofaði skólanum rannsóknarstyrkjum gegn því að sonur hans stæðist inngönguprófið. Úttektin sýndi einnig fram á að skólinn hefði lækkað allar einkunnir á inntökuprófinu um hið minnsta 20 prósent - og síðan lagt 20 stig ofan á einkunnir karlkyns umsækjenda. Aðeins einkunnir þeirra karla sem höfðu fallið hið minnsta fjórum sinnum á prófinu voru ekki hækkaðar. Fyrrnefndur embættismannasonur fékk þessa meðferð, enda hafði hann aðeins fallið þrisvar á prófinu. Forsvarsmenn skólans segja að ástæðan fyrir hagræðingunni væri einföld: Þeir hafi viljað færri kvenkyns lækna því forsvarsmennirnir óttuðust að þær myndu einhvern tímann gera hlé á starfsferli sínum til að sinna móðurhlutverkinu. Haft er eftir lögmanninum Kenji Nakai að ferlið hafi einkennst af „djúpstæðu kynjamisrétti.“ Hann segir að grunur leiki á að forsvarsmenn skólans hafi einnig þegið peningagreiðslur frá foreldrum drengja sem vildu að þeir stæðust inntökuprófið. Hagræðingin var, að mati Nakai, hluti af menningu ógagnsæis og ósanngirni. Frekari rannsóknar væri því þörf enda kynni meira að leynast undir yfirborðinu. Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Sjá meira
Læknaháskóli í Tókýó hefur beðist afsökunar á því að hafa, áratugum saman, hagrætt úrslitum inntökuprófa til að tryggja að fleiri karlmenn hlytu brautargengi. Niðurstöður innri rannsóknar benda til að skólinn hafi átt við öll inntökupróf frá árinu 2006 hið minnsta, er fram kemur í japönskum fjölmiðlum. Á blaðamannafundi í Tókýó í gær sögðu forsvarsmenn skólans að þeir myndu hætta hagræðingunni hið snarasta. Þá væri jafnvel til skoðunar að hafa samband við allar þær konur sem undir eðlilegum kringumstæðum hefðu staðist prófið. Hvernig skólinn ætlar sér að gera það fylgdi þó ekki sögunni. Hagræðingin kom í ljós í úttekt sem ráðist var í eftir að sonur háttsetts embættismanns fékk inngöngu í skólann. Fyrrverandi rektor skólans og embættismaðurinn hafa verið ákærðir fyrir mútuþægni, en sá síðarnefndi lofaði skólanum rannsóknarstyrkjum gegn því að sonur hans stæðist inngönguprófið. Úttektin sýndi einnig fram á að skólinn hefði lækkað allar einkunnir á inntökuprófinu um hið minnsta 20 prósent - og síðan lagt 20 stig ofan á einkunnir karlkyns umsækjenda. Aðeins einkunnir þeirra karla sem höfðu fallið hið minnsta fjórum sinnum á prófinu voru ekki hækkaðar. Fyrrnefndur embættismannasonur fékk þessa meðferð, enda hafði hann aðeins fallið þrisvar á prófinu. Forsvarsmenn skólans segja að ástæðan fyrir hagræðingunni væri einföld: Þeir hafi viljað færri kvenkyns lækna því forsvarsmennirnir óttuðust að þær myndu einhvern tímann gera hlé á starfsferli sínum til að sinna móðurhlutverkinu. Haft er eftir lögmanninum Kenji Nakai að ferlið hafi einkennst af „djúpstæðu kynjamisrétti.“ Hann segir að grunur leiki á að forsvarsmenn skólans hafi einnig þegið peningagreiðslur frá foreldrum drengja sem vildu að þeir stæðust inntökuprófið. Hagræðingin var, að mati Nakai, hluti af menningu ógagnsæis og ósanngirni. Frekari rannsóknar væri því þörf enda kynni meira að leynast undir yfirborðinu.
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent