Hækkuðu einkunnir karla til að fækka kvenlæknum Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2018 06:18 Forsvarsmenn skólans hneigðu sig við upphaf blaðamannafundarins í gær. Vísir/Getty Læknaháskóli í Tókýó hefur beðist afsökunar á því að hafa, áratugum saman, hagrætt úrslitum inntökuprófa til að tryggja að fleiri karlmenn hlytu brautargengi. Niðurstöður innri rannsóknar benda til að skólinn hafi átt við öll inntökupróf frá árinu 2006 hið minnsta, er fram kemur í japönskum fjölmiðlum. Á blaðamannafundi í Tókýó í gær sögðu forsvarsmenn skólans að þeir myndu hætta hagræðingunni hið snarasta. Þá væri jafnvel til skoðunar að hafa samband við allar þær konur sem undir eðlilegum kringumstæðum hefðu staðist prófið. Hvernig skólinn ætlar sér að gera það fylgdi þó ekki sögunni. Hagræðingin kom í ljós í úttekt sem ráðist var í eftir að sonur háttsetts embættismanns fékk inngöngu í skólann. Fyrrverandi rektor skólans og embættismaðurinn hafa verið ákærðir fyrir mútuþægni, en sá síðarnefndi lofaði skólanum rannsóknarstyrkjum gegn því að sonur hans stæðist inngönguprófið. Úttektin sýndi einnig fram á að skólinn hefði lækkað allar einkunnir á inntökuprófinu um hið minnsta 20 prósent - og síðan lagt 20 stig ofan á einkunnir karlkyns umsækjenda. Aðeins einkunnir þeirra karla sem höfðu fallið hið minnsta fjórum sinnum á prófinu voru ekki hækkaðar. Fyrrnefndur embættismannasonur fékk þessa meðferð, enda hafði hann aðeins fallið þrisvar á prófinu. Forsvarsmenn skólans segja að ástæðan fyrir hagræðingunni væri einföld: Þeir hafi viljað færri kvenkyns lækna því forsvarsmennirnir óttuðust að þær myndu einhvern tímann gera hlé á starfsferli sínum til að sinna móðurhlutverkinu. Haft er eftir lögmanninum Kenji Nakai að ferlið hafi einkennst af „djúpstæðu kynjamisrétti.“ Hann segir að grunur leiki á að forsvarsmenn skólans hafi einnig þegið peningagreiðslur frá foreldrum drengja sem vildu að þeir stæðust inntökuprófið. Hagræðingin var, að mati Nakai, hluti af menningu ógagnsæis og ósanngirni. Frekari rannsóknar væri því þörf enda kynni meira að leynast undir yfirborðinu. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Læknaháskóli í Tókýó hefur beðist afsökunar á því að hafa, áratugum saman, hagrætt úrslitum inntökuprófa til að tryggja að fleiri karlmenn hlytu brautargengi. Niðurstöður innri rannsóknar benda til að skólinn hafi átt við öll inntökupróf frá árinu 2006 hið minnsta, er fram kemur í japönskum fjölmiðlum. Á blaðamannafundi í Tókýó í gær sögðu forsvarsmenn skólans að þeir myndu hætta hagræðingunni hið snarasta. Þá væri jafnvel til skoðunar að hafa samband við allar þær konur sem undir eðlilegum kringumstæðum hefðu staðist prófið. Hvernig skólinn ætlar sér að gera það fylgdi þó ekki sögunni. Hagræðingin kom í ljós í úttekt sem ráðist var í eftir að sonur háttsetts embættismanns fékk inngöngu í skólann. Fyrrverandi rektor skólans og embættismaðurinn hafa verið ákærðir fyrir mútuþægni, en sá síðarnefndi lofaði skólanum rannsóknarstyrkjum gegn því að sonur hans stæðist inngönguprófið. Úttektin sýndi einnig fram á að skólinn hefði lækkað allar einkunnir á inntökuprófinu um hið minnsta 20 prósent - og síðan lagt 20 stig ofan á einkunnir karlkyns umsækjenda. Aðeins einkunnir þeirra karla sem höfðu fallið hið minnsta fjórum sinnum á prófinu voru ekki hækkaðar. Fyrrnefndur embættismannasonur fékk þessa meðferð, enda hafði hann aðeins fallið þrisvar á prófinu. Forsvarsmenn skólans segja að ástæðan fyrir hagræðingunni væri einföld: Þeir hafi viljað færri kvenkyns lækna því forsvarsmennirnir óttuðust að þær myndu einhvern tímann gera hlé á starfsferli sínum til að sinna móðurhlutverkinu. Haft er eftir lögmanninum Kenji Nakai að ferlið hafi einkennst af „djúpstæðu kynjamisrétti.“ Hann segir að grunur leiki á að forsvarsmenn skólans hafi einnig þegið peningagreiðslur frá foreldrum drengja sem vildu að þeir stæðust inntökuprófið. Hagræðingin var, að mati Nakai, hluti af menningu ógagnsæis og ósanngirni. Frekari rannsóknar væri því þörf enda kynni meira að leynast undir yfirborðinu.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira