Jörðin, við og veðrið Guðmundur Steingrímsson skrifar 30. júlí 2018 09:45 Á fimmtudaginn var ég staddur í London með konu minni og börnum. Það var heitasti dagur ársins. Hitinn fór upp í 36 gráður. Í slíkum hita inni í miðri stórborg er ekki beinlínis hægt að segja að maður njóti sólarinnar. Maður reynir frekar að forðast hana. Maður sækir í loftræstingu verslananna. Í neðanjarðarlestinni hefði maður allt eins getað reynt að snúa ferðinni upp í sauna. Setið með handklæði utan um sig miðjan, svitnað og spjallað við fólkið. En ég las frekar The Guardian á milli þess sem ég notaði The Guardian sem blævæng. Í blaðinu var greinaflokkur um einmitt þetta: Þennan óskaplega hita. Veðrið. Því var haldið fram með rökum, og vitnað í vísindasamfélagið, að við séum nú – jarðarbúar – að upplifa nákvæmlega það sem spáð hefur verið að myndi gerast. Gróðurhúsaáhrifin eru skollin á af fullum krafti.Hiti og dauðsföll Áhrifin eru að birtast okkur sem meiri öfgar í veðurfari. Við lesum fréttir af óskaplegum hita á Norðurlöndum. Skógar brenna í Svíþjóð, jafnvel norðan við heimsskautsbaug sem er fáheyrt. Skraufþurr gróður í Grikklandi logar líka og afleiðingarnar eru skelfilegar. Fólk deyr. Í Kaliforníu loga líka eldar. Í Japan hafa um 23 þúsund manns þurft að leggjast inn á spítala vegna hitans. Um 90 manns hafa látið lífið út af hitanum í Japan síðan í maí. Við Tókýo mældist hitinn um 42 gráður einn daginn. Í Alsír hefur verið sett nýtt afrískt hitamet þegar hitinn fór í 52,3 gráður. Í Kanada deyr fólk út af hita. Í Reykjavík rignir bara og rignir. Reyndar var hitabylgja í nokkrar klukkustundir í gær, þegar hitinn fór yfir 20 gráður. En svo átti að bresta á með þrumuveðri jafnvel seinnipartinn, þegar þetta er skrifað. Öfgar í veðri sem sagt. Oft með tilheyrandi stórskaða og dauðsföllum. Þetta er það sem er að gerast. Spurningin sem blasir við er sú hvort fólk telji almennt að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu, eða er þetta bara allt í sóma? Er veðrið ekki alltaf einhvern veginn hvort sem er? Getum við ekki aðlagast þessu eins og öðru?Tvenn viðbrögð Kannanir hafa sýnt, til dæmis í Bretlandi, að mikill meirihluti fólks – um tveir þriðju úrtaks – trúir því að gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar sé raunverulega að gerast. Hins vegar sýna sömu kannanir að einungis um 25% aðspurðra hafa af því miklar áhyggjur. Þetta er auðvitað svolítið merkilegt, en líka skiljanlegt. Oft hafa gárungar grínast með það á Íslandi, að hér mætti alveg hlýna pínulítið og því fínt að fá þessi gróðurhúsaáhrif. Það yrði bara huggulegt. Sama umræða hefur átt sér stað í Bretlandi. Þar hefur fólk aldeilis mátt búa við ömurleg, köld rignarsumur í gegnum tíðina. Mörgum finnst hitinn undanfarið miklu skemmtilegri og góður fyrir ferðaþjónustuna. Niðurstaðan í Guardian er athyglisverð. Í rauninni þurfa viðbrögð jarðarbúa við þessari þróun að vera af tvennum toga. Annars vegar þarf fólk að aðlagast breyttum veruleika. Öfgakenndar hitasveiflur verða tíðari. Það þarf augljóslega til dæmis í London að gera eitthvað í loftræstingunni í neðanjarðarlestunum. Það þarf að endurskoða hvernig frárennslismálum í byggingum er háttað og hvernig hús eru einangruð. Og hitt er svo alveg rétt að sums staðar er hægt að njóta lífsins í meiri hita og sleikja sólina í auknum mæli. En þó svo aðlögunin verði að eiga sér stað, þá má alls ekki missa sjónar á hinu: Þetta er vegur til helvítis. Ef gróðurhúsaáhrifin fengju að halda áfram óáreitt eins og til dæmis forseti Bandaríkjanna vill, yrðu áhrifin hrikaleg.Reykingar og jarðsprengjur Í úttekt Guardian er þetta útskýrt ágætlega. Gróðurhúsaáhrifin virka í raun og veru eins og reykingar virka á lungun, sagði einn vísindamaður þar. Reykingar geta valdið banvænu lungnakrabbameini, en fólk getur líka fengið krabbamein af öðrum völdum. Orsakasamhengi milli reykinga og krabbameins er hins vegar ótvírætt. Gróðurhúsaáhrifin virka svipað. Það er ótvírætt orsakasamhengi milli öfgakenndra veðurtilbrigða – eins og banvæns hita, fellibylja, brjálaðra storma og hrikalegra rigninga – og gróðurhúsalofttegunda. Ef við viljum reyna að afstýra því að veður verði svo válynd að við ráðum varla við búsetu á jörðinni lengur, þá verðum við semsagt að hætta að reykja. Og það verður að gerast hratt. Annar lýsti ástandinu með annarri líkingu. Hann sagði það ekki beinlínis rétt að jarðarbúar væru að stefna fram af hengiflugi, heldur væri önnur líking betri: Við erum komin inn á jarðsprengjusvæði. Og jarðsprengjunum fjölgar eftir því sem við göngum lengra inn á svæðið. Í þannig stöðu er skynsamlegt að gera tvennt: Panikera ekki. En afdráttarlaust líka: Snúa við. Og það strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtudaginn var ég staddur í London með konu minni og börnum. Það var heitasti dagur ársins. Hitinn fór upp í 36 gráður. Í slíkum hita inni í miðri stórborg er ekki beinlínis hægt að segja að maður njóti sólarinnar. Maður reynir frekar að forðast hana. Maður sækir í loftræstingu verslananna. Í neðanjarðarlestinni hefði maður allt eins getað reynt að snúa ferðinni upp í sauna. Setið með handklæði utan um sig miðjan, svitnað og spjallað við fólkið. En ég las frekar The Guardian á milli þess sem ég notaði The Guardian sem blævæng. Í blaðinu var greinaflokkur um einmitt þetta: Þennan óskaplega hita. Veðrið. Því var haldið fram með rökum, og vitnað í vísindasamfélagið, að við séum nú – jarðarbúar – að upplifa nákvæmlega það sem spáð hefur verið að myndi gerast. Gróðurhúsaáhrifin eru skollin á af fullum krafti.Hiti og dauðsföll Áhrifin eru að birtast okkur sem meiri öfgar í veðurfari. Við lesum fréttir af óskaplegum hita á Norðurlöndum. Skógar brenna í Svíþjóð, jafnvel norðan við heimsskautsbaug sem er fáheyrt. Skraufþurr gróður í Grikklandi logar líka og afleiðingarnar eru skelfilegar. Fólk deyr. Í Kaliforníu loga líka eldar. Í Japan hafa um 23 þúsund manns þurft að leggjast inn á spítala vegna hitans. Um 90 manns hafa látið lífið út af hitanum í Japan síðan í maí. Við Tókýo mældist hitinn um 42 gráður einn daginn. Í Alsír hefur verið sett nýtt afrískt hitamet þegar hitinn fór í 52,3 gráður. Í Kanada deyr fólk út af hita. Í Reykjavík rignir bara og rignir. Reyndar var hitabylgja í nokkrar klukkustundir í gær, þegar hitinn fór yfir 20 gráður. En svo átti að bresta á með þrumuveðri jafnvel seinnipartinn, þegar þetta er skrifað. Öfgar í veðri sem sagt. Oft með tilheyrandi stórskaða og dauðsföllum. Þetta er það sem er að gerast. Spurningin sem blasir við er sú hvort fólk telji almennt að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu, eða er þetta bara allt í sóma? Er veðrið ekki alltaf einhvern veginn hvort sem er? Getum við ekki aðlagast þessu eins og öðru?Tvenn viðbrögð Kannanir hafa sýnt, til dæmis í Bretlandi, að mikill meirihluti fólks – um tveir þriðju úrtaks – trúir því að gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar sé raunverulega að gerast. Hins vegar sýna sömu kannanir að einungis um 25% aðspurðra hafa af því miklar áhyggjur. Þetta er auðvitað svolítið merkilegt, en líka skiljanlegt. Oft hafa gárungar grínast með það á Íslandi, að hér mætti alveg hlýna pínulítið og því fínt að fá þessi gróðurhúsaáhrif. Það yrði bara huggulegt. Sama umræða hefur átt sér stað í Bretlandi. Þar hefur fólk aldeilis mátt búa við ömurleg, köld rignarsumur í gegnum tíðina. Mörgum finnst hitinn undanfarið miklu skemmtilegri og góður fyrir ferðaþjónustuna. Niðurstaðan í Guardian er athyglisverð. Í rauninni þurfa viðbrögð jarðarbúa við þessari þróun að vera af tvennum toga. Annars vegar þarf fólk að aðlagast breyttum veruleika. Öfgakenndar hitasveiflur verða tíðari. Það þarf augljóslega til dæmis í London að gera eitthvað í loftræstingunni í neðanjarðarlestunum. Það þarf að endurskoða hvernig frárennslismálum í byggingum er háttað og hvernig hús eru einangruð. Og hitt er svo alveg rétt að sums staðar er hægt að njóta lífsins í meiri hita og sleikja sólina í auknum mæli. En þó svo aðlögunin verði að eiga sér stað, þá má alls ekki missa sjónar á hinu: Þetta er vegur til helvítis. Ef gróðurhúsaáhrifin fengju að halda áfram óáreitt eins og til dæmis forseti Bandaríkjanna vill, yrðu áhrifin hrikaleg.Reykingar og jarðsprengjur Í úttekt Guardian er þetta útskýrt ágætlega. Gróðurhúsaáhrifin virka í raun og veru eins og reykingar virka á lungun, sagði einn vísindamaður þar. Reykingar geta valdið banvænu lungnakrabbameini, en fólk getur líka fengið krabbamein af öðrum völdum. Orsakasamhengi milli reykinga og krabbameins er hins vegar ótvírætt. Gróðurhúsaáhrifin virka svipað. Það er ótvírætt orsakasamhengi milli öfgakenndra veðurtilbrigða – eins og banvæns hita, fellibylja, brjálaðra storma og hrikalegra rigninga – og gróðurhúsalofttegunda. Ef við viljum reyna að afstýra því að veður verði svo válynd að við ráðum varla við búsetu á jörðinni lengur, þá verðum við semsagt að hætta að reykja. Og það verður að gerast hratt. Annar lýsti ástandinu með annarri líkingu. Hann sagði það ekki beinlínis rétt að jarðarbúar væru að stefna fram af hengiflugi, heldur væri önnur líking betri: Við erum komin inn á jarðsprengjusvæði. Og jarðsprengjunum fjölgar eftir því sem við göngum lengra inn á svæðið. Í þannig stöðu er skynsamlegt að gera tvennt: Panikera ekki. En afdráttarlaust líka: Snúa við. Og það strax.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun