Facebook logar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 23. júlí 2018 10:00 Það hlýtur að vera ákjósanlegt að lifa fremur rólegu lífi í sátt við sem flesta. Þeir sem slíkt líf kjósa eru ekki líklegir til að rjúka upp við öll möguleg tækifæri og hella úr skálum reiði sinnar. Þeir sjá sér engan hag í því enda er vitað að slíkt er engan veginn gott fyrir sálarlífið og rænir fólk orku sem það gæti nýtt til mun þarfari verka. Það eru þó óþarflega margir einstaklingar sem kjósa einmitt að eyða ómældum tíma og orku í að skammast sem allra mest, helst sem oftast. Þannig virðist þeim líða best. Sumir þessara einstaklinga virðast vera geðvondir að upplagi meðan aðrir vilja bara láta taka eftir sér og telja að ákjósanlegasta leiðin til þess sé að hafa nógu hátt. Síðan er dágóður hópur, hvimleiður og einstaklega hávær, sem lifir í pólitískum rétttrúnaði sem hann vill þvinga upp á aðra og mislíkar allt sem ekki þjónar málstaðnum og bendir ásakandi á þá sem ekki vilja fylgja þeim. Á netinu eru kjöraðstæður fyrir alla þá sem hafa það nánast að tómstundagamni að þefa uppi það sem þeir telja vera ósóma. Þar er mögulegt að koma óánægju sinni á framfæri á örskotsstundu, fá sterk viðbrögð og vekja um leið rækilega athygli á sjálfum sér. Það er því engin furða að þar hafa margir hreiðrað um sig og eru beinlínis í leit að einhverju sem þeir geta gert að deiluefni. Þar sem þeir eru venjulega afar fundvísir hafa þeir stöðugt við eitthvað að iðja. Oft þarf ekki mikið til að gífurleg gremja grípi um sig hjá þessum hópi. Ótal dæmi má nefna, hér er eitt, sem er ekki hárnákvæmt en á sér því miður hliðstæður í íslenskum raunveruleika: Dólgafemínisti flettir endurútgáfu á sígildri og ljúfri barnabók þar sem stúlka situr við sauma meðan bróðir hennar er úti að leika. Femínistinn froðufellir vegna stórhættulegra kynjaviðhorfa sem endurspeglast í bókinni og fær skoðanasystur sínar á Facebook í lið með sér. Sameinaðar í fordæmingu koma þær sér í hlutverk geltandi varðhunda og krefjast þess að bókin verði tekin úr umferð hið snarasta. Hrekklausum útgefanda fer að líða eins og hann hafi framið glæp og hikstar nánast niðurbrotinn upp úr sér afsökunum, enda skilst honum að allt sé vitlaust á Facebook. Hann, eins og svo margir, þráir að fá þar like en ekki skammir. Þegar netverjar leggjast margir saman á árarnar í fordæmingu sinni þá heitir það í daglegu tali: „Facebook logar“. Hún logar náttúrlega alls ekki. Langflestir Facebook notendur hafa engan áhuga á málinu sem sagt er hafa kveikt í Facebook. Það sem gerðist var að hávaðahópur fékk mikla athygli og komst í fjölmiðla, en það jafngildir engan veginn því að skoðunin sé meirihlutaskoðun. Stór hópur tók alls ekki eftir málinu og þeir sem tóku eftir því hristu margir höfuðið og fannst hreinn vitleysisgangur hafa verið þar á ferð. Facebook „logar“ með reglulegu millibili, en það er engin sérstök ástæða til að kippa sér upp við það. Hópur hávaðafólks er stöðugt að finna sér mál til að hamast á en hefur samt ekki ýkja mikið úthald og missir áhugann eftir nokkra daga. Það er nefnilega komið upp nýtt mál, algjör skandall, sem þarf að einbeita sér að – í þrjá daga eða svo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Það hlýtur að vera ákjósanlegt að lifa fremur rólegu lífi í sátt við sem flesta. Þeir sem slíkt líf kjósa eru ekki líklegir til að rjúka upp við öll möguleg tækifæri og hella úr skálum reiði sinnar. Þeir sjá sér engan hag í því enda er vitað að slíkt er engan veginn gott fyrir sálarlífið og rænir fólk orku sem það gæti nýtt til mun þarfari verka. Það eru þó óþarflega margir einstaklingar sem kjósa einmitt að eyða ómældum tíma og orku í að skammast sem allra mest, helst sem oftast. Þannig virðist þeim líða best. Sumir þessara einstaklinga virðast vera geðvondir að upplagi meðan aðrir vilja bara láta taka eftir sér og telja að ákjósanlegasta leiðin til þess sé að hafa nógu hátt. Síðan er dágóður hópur, hvimleiður og einstaklega hávær, sem lifir í pólitískum rétttrúnaði sem hann vill þvinga upp á aðra og mislíkar allt sem ekki þjónar málstaðnum og bendir ásakandi á þá sem ekki vilja fylgja þeim. Á netinu eru kjöraðstæður fyrir alla þá sem hafa það nánast að tómstundagamni að þefa uppi það sem þeir telja vera ósóma. Þar er mögulegt að koma óánægju sinni á framfæri á örskotsstundu, fá sterk viðbrögð og vekja um leið rækilega athygli á sjálfum sér. Það er því engin furða að þar hafa margir hreiðrað um sig og eru beinlínis í leit að einhverju sem þeir geta gert að deiluefni. Þar sem þeir eru venjulega afar fundvísir hafa þeir stöðugt við eitthvað að iðja. Oft þarf ekki mikið til að gífurleg gremja grípi um sig hjá þessum hópi. Ótal dæmi má nefna, hér er eitt, sem er ekki hárnákvæmt en á sér því miður hliðstæður í íslenskum raunveruleika: Dólgafemínisti flettir endurútgáfu á sígildri og ljúfri barnabók þar sem stúlka situr við sauma meðan bróðir hennar er úti að leika. Femínistinn froðufellir vegna stórhættulegra kynjaviðhorfa sem endurspeglast í bókinni og fær skoðanasystur sínar á Facebook í lið með sér. Sameinaðar í fordæmingu koma þær sér í hlutverk geltandi varðhunda og krefjast þess að bókin verði tekin úr umferð hið snarasta. Hrekklausum útgefanda fer að líða eins og hann hafi framið glæp og hikstar nánast niðurbrotinn upp úr sér afsökunum, enda skilst honum að allt sé vitlaust á Facebook. Hann, eins og svo margir, þráir að fá þar like en ekki skammir. Þegar netverjar leggjast margir saman á árarnar í fordæmingu sinni þá heitir það í daglegu tali: „Facebook logar“. Hún logar náttúrlega alls ekki. Langflestir Facebook notendur hafa engan áhuga á málinu sem sagt er hafa kveikt í Facebook. Það sem gerðist var að hávaðahópur fékk mikla athygli og komst í fjölmiðla, en það jafngildir engan veginn því að skoðunin sé meirihlutaskoðun. Stór hópur tók alls ekki eftir málinu og þeir sem tóku eftir því hristu margir höfuðið og fannst hreinn vitleysisgangur hafa verið þar á ferð. Facebook „logar“ með reglulegu millibili, en það er engin sérstök ástæða til að kippa sér upp við það. Hópur hávaðafólks er stöðugt að finna sér mál til að hamast á en hefur samt ekki ýkja mikið úthald og missir áhugann eftir nokkra daga. Það er nefnilega komið upp nýtt mál, algjör skandall, sem þarf að einbeita sér að – í þrjá daga eða svo.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun