Facebook logar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 23. júlí 2018 10:00 Það hlýtur að vera ákjósanlegt að lifa fremur rólegu lífi í sátt við sem flesta. Þeir sem slíkt líf kjósa eru ekki líklegir til að rjúka upp við öll möguleg tækifæri og hella úr skálum reiði sinnar. Þeir sjá sér engan hag í því enda er vitað að slíkt er engan veginn gott fyrir sálarlífið og rænir fólk orku sem það gæti nýtt til mun þarfari verka. Það eru þó óþarflega margir einstaklingar sem kjósa einmitt að eyða ómældum tíma og orku í að skammast sem allra mest, helst sem oftast. Þannig virðist þeim líða best. Sumir þessara einstaklinga virðast vera geðvondir að upplagi meðan aðrir vilja bara láta taka eftir sér og telja að ákjósanlegasta leiðin til þess sé að hafa nógu hátt. Síðan er dágóður hópur, hvimleiður og einstaklega hávær, sem lifir í pólitískum rétttrúnaði sem hann vill þvinga upp á aðra og mislíkar allt sem ekki þjónar málstaðnum og bendir ásakandi á þá sem ekki vilja fylgja þeim. Á netinu eru kjöraðstæður fyrir alla þá sem hafa það nánast að tómstundagamni að þefa uppi það sem þeir telja vera ósóma. Þar er mögulegt að koma óánægju sinni á framfæri á örskotsstundu, fá sterk viðbrögð og vekja um leið rækilega athygli á sjálfum sér. Það er því engin furða að þar hafa margir hreiðrað um sig og eru beinlínis í leit að einhverju sem þeir geta gert að deiluefni. Þar sem þeir eru venjulega afar fundvísir hafa þeir stöðugt við eitthvað að iðja. Oft þarf ekki mikið til að gífurleg gremja grípi um sig hjá þessum hópi. Ótal dæmi má nefna, hér er eitt, sem er ekki hárnákvæmt en á sér því miður hliðstæður í íslenskum raunveruleika: Dólgafemínisti flettir endurútgáfu á sígildri og ljúfri barnabók þar sem stúlka situr við sauma meðan bróðir hennar er úti að leika. Femínistinn froðufellir vegna stórhættulegra kynjaviðhorfa sem endurspeglast í bókinni og fær skoðanasystur sínar á Facebook í lið með sér. Sameinaðar í fordæmingu koma þær sér í hlutverk geltandi varðhunda og krefjast þess að bókin verði tekin úr umferð hið snarasta. Hrekklausum útgefanda fer að líða eins og hann hafi framið glæp og hikstar nánast niðurbrotinn upp úr sér afsökunum, enda skilst honum að allt sé vitlaust á Facebook. Hann, eins og svo margir, þráir að fá þar like en ekki skammir. Þegar netverjar leggjast margir saman á árarnar í fordæmingu sinni þá heitir það í daglegu tali: „Facebook logar“. Hún logar náttúrlega alls ekki. Langflestir Facebook notendur hafa engan áhuga á málinu sem sagt er hafa kveikt í Facebook. Það sem gerðist var að hávaðahópur fékk mikla athygli og komst í fjölmiðla, en það jafngildir engan veginn því að skoðunin sé meirihlutaskoðun. Stór hópur tók alls ekki eftir málinu og þeir sem tóku eftir því hristu margir höfuðið og fannst hreinn vitleysisgangur hafa verið þar á ferð. Facebook „logar“ með reglulegu millibili, en það er engin sérstök ástæða til að kippa sér upp við það. Hópur hávaðafólks er stöðugt að finna sér mál til að hamast á en hefur samt ekki ýkja mikið úthald og missir áhugann eftir nokkra daga. Það er nefnilega komið upp nýtt mál, algjör skandall, sem þarf að einbeita sér að – í þrjá daga eða svo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Sjá meira
Það hlýtur að vera ákjósanlegt að lifa fremur rólegu lífi í sátt við sem flesta. Þeir sem slíkt líf kjósa eru ekki líklegir til að rjúka upp við öll möguleg tækifæri og hella úr skálum reiði sinnar. Þeir sjá sér engan hag í því enda er vitað að slíkt er engan veginn gott fyrir sálarlífið og rænir fólk orku sem það gæti nýtt til mun þarfari verka. Það eru þó óþarflega margir einstaklingar sem kjósa einmitt að eyða ómældum tíma og orku í að skammast sem allra mest, helst sem oftast. Þannig virðist þeim líða best. Sumir þessara einstaklinga virðast vera geðvondir að upplagi meðan aðrir vilja bara láta taka eftir sér og telja að ákjósanlegasta leiðin til þess sé að hafa nógu hátt. Síðan er dágóður hópur, hvimleiður og einstaklega hávær, sem lifir í pólitískum rétttrúnaði sem hann vill þvinga upp á aðra og mislíkar allt sem ekki þjónar málstaðnum og bendir ásakandi á þá sem ekki vilja fylgja þeim. Á netinu eru kjöraðstæður fyrir alla þá sem hafa það nánast að tómstundagamni að þefa uppi það sem þeir telja vera ósóma. Þar er mögulegt að koma óánægju sinni á framfæri á örskotsstundu, fá sterk viðbrögð og vekja um leið rækilega athygli á sjálfum sér. Það er því engin furða að þar hafa margir hreiðrað um sig og eru beinlínis í leit að einhverju sem þeir geta gert að deiluefni. Þar sem þeir eru venjulega afar fundvísir hafa þeir stöðugt við eitthvað að iðja. Oft þarf ekki mikið til að gífurleg gremja grípi um sig hjá þessum hópi. Ótal dæmi má nefna, hér er eitt, sem er ekki hárnákvæmt en á sér því miður hliðstæður í íslenskum raunveruleika: Dólgafemínisti flettir endurútgáfu á sígildri og ljúfri barnabók þar sem stúlka situr við sauma meðan bróðir hennar er úti að leika. Femínistinn froðufellir vegna stórhættulegra kynjaviðhorfa sem endurspeglast í bókinni og fær skoðanasystur sínar á Facebook í lið með sér. Sameinaðar í fordæmingu koma þær sér í hlutverk geltandi varðhunda og krefjast þess að bókin verði tekin úr umferð hið snarasta. Hrekklausum útgefanda fer að líða eins og hann hafi framið glæp og hikstar nánast niðurbrotinn upp úr sér afsökunum, enda skilst honum að allt sé vitlaust á Facebook. Hann, eins og svo margir, þráir að fá þar like en ekki skammir. Þegar netverjar leggjast margir saman á árarnar í fordæmingu sinni þá heitir það í daglegu tali: „Facebook logar“. Hún logar náttúrlega alls ekki. Langflestir Facebook notendur hafa engan áhuga á málinu sem sagt er hafa kveikt í Facebook. Það sem gerðist var að hávaðahópur fékk mikla athygli og komst í fjölmiðla, en það jafngildir engan veginn því að skoðunin sé meirihlutaskoðun. Stór hópur tók alls ekki eftir málinu og þeir sem tóku eftir því hristu margir höfuðið og fannst hreinn vitleysisgangur hafa verið þar á ferð. Facebook „logar“ með reglulegu millibili, en það er engin sérstök ástæða til að kippa sér upp við það. Hópur hávaðafólks er stöðugt að finna sér mál til að hamast á en hefur samt ekki ýkja mikið úthald og missir áhugann eftir nokkra daga. Það er nefnilega komið upp nýtt mál, algjör skandall, sem þarf að einbeita sér að – í þrjá daga eða svo.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun