Femínískt framtak gegn loftslagsbreytingum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2018 11:11 Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands og fyrrverandi framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna hafði frumkvæðið að stofnun samtakanna Mothers of Invention. Vísir/getty Konur um allan heim, sem eru í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, hafa tekið sig saman að frumkvæði fyrrverandi forseta Írlands, Mary Robinson, og ætla að starfa saman til að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum. Framtakið nefnist „Mothers of Invention“ og miðar að því að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum í krafti alþjóðlegrar hreyfingar kvenna. The Guardian greinir frá þessu. Konurnar hafa ákveðið að baráttan verði að einkennast af bjartsýnu viðhorfi. Þær segja að femínískar lausnir séu best til þess fallnar að kljást við vandamál sem hljótast af hnattrænni hlýnun og þá horfa þær ekki síst til fátækra heimshluta. Fyrsta verkefnið er hlaðvarp um loftslagsmál en fyrsti þátturinn er þegar kominn í loftið. Í þáttunum er ætlunin sú að varpa ljósi á grasrótarstarf sem unnið er í þágu umhverfisins. Þá verða ræddar leiðir fyrir ríki, sem hafa skuldbundið sig Parísarsamkomulaginu, til að ná settum markmiðum. Þá miðlar fólk í vísindum og stjórnmálum af reynslu sinni í þáttunum. „Loftslagsbreytingar eru manngert vandamál sem krefst femínískra lausna,“ segir Mary Robinson sem hefur verið forvígismaður í loftslagsbaráttunni um langt skeið. Fyrir 15 árum stofnaði hún góðgerðasamtökin „Mary Robinson Foundation – Climate Justice“. Mary Robinson er einnig fyrrverandi framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þá er Robinson stofnmeðlimur áhrifahóps fyrrum þjóðarleiðtoga og áhrifafólks sem kalla sig öldungahópinn eða „The elders“. Öldungahópurinn hefur talsvert látið sig varða málefni á borð við loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulagið. „Loftslagsbreytingar eru ekki kynhlutlausar, þær hafa mun meiri áhrif á konur. Þetta snýst kannski ekki bara um loftslagsbreytingar heldur líka réttlæti.“Grínistinn Mary Higgins vonast til þess að ljá umræðunni loftslagsmál annan blæ með sinni aðkomu.vísir/gettyRobinson hefur fengið til liðs við sig írska grínistann Maeve Higgins til að taka á þessu grafalvarlega máli. Higgins segir að það sé dómsdagsbragur og drungi yfir öllu tali um loftslagsvána en þær hyggist hafa loftslagsspjallið sitt með öðrum hætti. „Þetta er hannað fyrir fólk, alveg eins og mig sjálfa, sem líður eins og það sé fast. Það veit fullvel að það þarf að grípa til aðgerða en það er algjörlega lamað af örvæntingu og uppgjöf. Hið kapítalíska feðraveldi mun ekki leysa þessi vandamál. Við þurfum að láta til okkar taka,“ segir Higgins. Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Sjá meira
Konur um allan heim, sem eru í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, hafa tekið sig saman að frumkvæði fyrrverandi forseta Írlands, Mary Robinson, og ætla að starfa saman til að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum. Framtakið nefnist „Mothers of Invention“ og miðar að því að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum í krafti alþjóðlegrar hreyfingar kvenna. The Guardian greinir frá þessu. Konurnar hafa ákveðið að baráttan verði að einkennast af bjartsýnu viðhorfi. Þær segja að femínískar lausnir séu best til þess fallnar að kljást við vandamál sem hljótast af hnattrænni hlýnun og þá horfa þær ekki síst til fátækra heimshluta. Fyrsta verkefnið er hlaðvarp um loftslagsmál en fyrsti þátturinn er þegar kominn í loftið. Í þáttunum er ætlunin sú að varpa ljósi á grasrótarstarf sem unnið er í þágu umhverfisins. Þá verða ræddar leiðir fyrir ríki, sem hafa skuldbundið sig Parísarsamkomulaginu, til að ná settum markmiðum. Þá miðlar fólk í vísindum og stjórnmálum af reynslu sinni í þáttunum. „Loftslagsbreytingar eru manngert vandamál sem krefst femínískra lausna,“ segir Mary Robinson sem hefur verið forvígismaður í loftslagsbaráttunni um langt skeið. Fyrir 15 árum stofnaði hún góðgerðasamtökin „Mary Robinson Foundation – Climate Justice“. Mary Robinson er einnig fyrrverandi framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þá er Robinson stofnmeðlimur áhrifahóps fyrrum þjóðarleiðtoga og áhrifafólks sem kalla sig öldungahópinn eða „The elders“. Öldungahópurinn hefur talsvert látið sig varða málefni á borð við loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulagið. „Loftslagsbreytingar eru ekki kynhlutlausar, þær hafa mun meiri áhrif á konur. Þetta snýst kannski ekki bara um loftslagsbreytingar heldur líka réttlæti.“Grínistinn Mary Higgins vonast til þess að ljá umræðunni loftslagsmál annan blæ með sinni aðkomu.vísir/gettyRobinson hefur fengið til liðs við sig írska grínistann Maeve Higgins til að taka á þessu grafalvarlega máli. Higgins segir að það sé dómsdagsbragur og drungi yfir öllu tali um loftslagsvána en þær hyggist hafa loftslagsspjallið sitt með öðrum hætti. „Þetta er hannað fyrir fólk, alveg eins og mig sjálfa, sem líður eins og það sé fast. Það veit fullvel að það þarf að grípa til aðgerða en það er algjörlega lamað af örvæntingu og uppgjöf. Hið kapítalíska feðraveldi mun ekki leysa þessi vandamál. Við þurfum að láta til okkar taka,“ segir Higgins.
Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Sjá meira