Femínískt framtak gegn loftslagsbreytingum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2018 11:11 Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands og fyrrverandi framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna hafði frumkvæðið að stofnun samtakanna Mothers of Invention. Vísir/getty Konur um allan heim, sem eru í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, hafa tekið sig saman að frumkvæði fyrrverandi forseta Írlands, Mary Robinson, og ætla að starfa saman til að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum. Framtakið nefnist „Mothers of Invention“ og miðar að því að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum í krafti alþjóðlegrar hreyfingar kvenna. The Guardian greinir frá þessu. Konurnar hafa ákveðið að baráttan verði að einkennast af bjartsýnu viðhorfi. Þær segja að femínískar lausnir séu best til þess fallnar að kljást við vandamál sem hljótast af hnattrænni hlýnun og þá horfa þær ekki síst til fátækra heimshluta. Fyrsta verkefnið er hlaðvarp um loftslagsmál en fyrsti þátturinn er þegar kominn í loftið. Í þáttunum er ætlunin sú að varpa ljósi á grasrótarstarf sem unnið er í þágu umhverfisins. Þá verða ræddar leiðir fyrir ríki, sem hafa skuldbundið sig Parísarsamkomulaginu, til að ná settum markmiðum. Þá miðlar fólk í vísindum og stjórnmálum af reynslu sinni í þáttunum. „Loftslagsbreytingar eru manngert vandamál sem krefst femínískra lausna,“ segir Mary Robinson sem hefur verið forvígismaður í loftslagsbaráttunni um langt skeið. Fyrir 15 árum stofnaði hún góðgerðasamtökin „Mary Robinson Foundation – Climate Justice“. Mary Robinson er einnig fyrrverandi framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þá er Robinson stofnmeðlimur áhrifahóps fyrrum þjóðarleiðtoga og áhrifafólks sem kalla sig öldungahópinn eða „The elders“. Öldungahópurinn hefur talsvert látið sig varða málefni á borð við loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulagið. „Loftslagsbreytingar eru ekki kynhlutlausar, þær hafa mun meiri áhrif á konur. Þetta snýst kannski ekki bara um loftslagsbreytingar heldur líka réttlæti.“Grínistinn Mary Higgins vonast til þess að ljá umræðunni loftslagsmál annan blæ með sinni aðkomu.vísir/gettyRobinson hefur fengið til liðs við sig írska grínistann Maeve Higgins til að taka á þessu grafalvarlega máli. Higgins segir að það sé dómsdagsbragur og drungi yfir öllu tali um loftslagsvána en þær hyggist hafa loftslagsspjallið sitt með öðrum hætti. „Þetta er hannað fyrir fólk, alveg eins og mig sjálfa, sem líður eins og það sé fast. Það veit fullvel að það þarf að grípa til aðgerða en það er algjörlega lamað af örvæntingu og uppgjöf. Hið kapítalíska feðraveldi mun ekki leysa þessi vandamál. Við þurfum að láta til okkar taka,“ segir Higgins. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Konur um allan heim, sem eru í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, hafa tekið sig saman að frumkvæði fyrrverandi forseta Írlands, Mary Robinson, og ætla að starfa saman til að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum. Framtakið nefnist „Mothers of Invention“ og miðar að því að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum í krafti alþjóðlegrar hreyfingar kvenna. The Guardian greinir frá þessu. Konurnar hafa ákveðið að baráttan verði að einkennast af bjartsýnu viðhorfi. Þær segja að femínískar lausnir séu best til þess fallnar að kljást við vandamál sem hljótast af hnattrænni hlýnun og þá horfa þær ekki síst til fátækra heimshluta. Fyrsta verkefnið er hlaðvarp um loftslagsmál en fyrsti þátturinn er þegar kominn í loftið. Í þáttunum er ætlunin sú að varpa ljósi á grasrótarstarf sem unnið er í þágu umhverfisins. Þá verða ræddar leiðir fyrir ríki, sem hafa skuldbundið sig Parísarsamkomulaginu, til að ná settum markmiðum. Þá miðlar fólk í vísindum og stjórnmálum af reynslu sinni í þáttunum. „Loftslagsbreytingar eru manngert vandamál sem krefst femínískra lausna,“ segir Mary Robinson sem hefur verið forvígismaður í loftslagsbaráttunni um langt skeið. Fyrir 15 árum stofnaði hún góðgerðasamtökin „Mary Robinson Foundation – Climate Justice“. Mary Robinson er einnig fyrrverandi framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þá er Robinson stofnmeðlimur áhrifahóps fyrrum þjóðarleiðtoga og áhrifafólks sem kalla sig öldungahópinn eða „The elders“. Öldungahópurinn hefur talsvert látið sig varða málefni á borð við loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulagið. „Loftslagsbreytingar eru ekki kynhlutlausar, þær hafa mun meiri áhrif á konur. Þetta snýst kannski ekki bara um loftslagsbreytingar heldur líka réttlæti.“Grínistinn Mary Higgins vonast til þess að ljá umræðunni loftslagsmál annan blæ með sinni aðkomu.vísir/gettyRobinson hefur fengið til liðs við sig írska grínistann Maeve Higgins til að taka á þessu grafalvarlega máli. Higgins segir að það sé dómsdagsbragur og drungi yfir öllu tali um loftslagsvána en þær hyggist hafa loftslagsspjallið sitt með öðrum hætti. „Þetta er hannað fyrir fólk, alveg eins og mig sjálfa, sem líður eins og það sé fast. Það veit fullvel að það þarf að grípa til aðgerða en það er algjörlega lamað af örvæntingu og uppgjöf. Hið kapítalíska feðraveldi mun ekki leysa þessi vandamál. Við þurfum að láta til okkar taka,“ segir Higgins.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“