Fox stendur með blaðamanni CNN Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2018 12:05 Blaðamenn í Bandaríkjunum eru æfir vegna ákvörðunar yfirmanna samskiptamála hjá Hvíta húsinu að banna blaðamanni CNN að mæta á blaðamannafund. Vísir/AP Kaitlan Collins, fréttamaður á CNN, var bannað að sitja blaðamannafund sem haldinn var í Rósa-garðinum við Hvítahúsið í gær vegna þess að yfirmenn samskiptamála voru ósáttir við spurningar Collins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sátu fyrir svörum á fundinum. Bandarískir blaðamenn eru upp til hópa afar ósáttir við framgöngu yfirmanna samskiptamála og telja að með ákvörðun þeirra hafi verið vegið gróflega að fjölmiðlafrelsi. Einn þeirra sem hefur stigið fram til varnar Collins er Bret Baier, fréttamaður á fréttastofu Fox.As a member of the White House Press pool- @FoxNews stands firmly with @CNN on this issue and the issue of access https://t.co/TFwfLQtP9h— Bret Baier (@BretBaier) July 25, 2018 Í stöðuuppfærslu á Twitter segir hann að fréttastofa Fox standi heilshugar með fréttastofu CNN í málinu. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sarah Sanders, sendi fréttatilkynningu þar sem hún gerir grein fyrir ákvörðuninni. Hún segir að Collins hafi hrópað spurningar að forsetanum og neitað að yfirgefa salinn þegar hún hafi ítrekað verið beðin um það. Því hafi hún ekki verið velkomin í næsta fund.Sarah Sanders statement on White House decision to ban a reporter who asked questions. pic.twitter.com/w3b9FCIvIo— WHCA (@whca) July 25, 2018 Trump hefur fréttastofu Fox í hávegum og hefur margoft veitt þeim ítarleg viðtöl á sama tíma og hann hefur harðlega gagnrýnt CNN.Tímabært að ókurteisi hafi afleiðingar Ekki virðast þó allir vera á einu máli innan fréttastofu Fox því þáttastjórnandi Fox Business, Lou Dobbs, hæddist að blaðamanni CNN, Kaitlyn Collins, í þætti sínum þar sem hann gerði blaðamannafundinn umtalaða að umfjöllunarefni sínu. Sjá myndbrot. Það liggur ekki fyrir hvort hann hafi vitað af stuðningsyfirlýsingu samstarfsfélaga síns hjá Fox þegar hann tók afstöðu með yfirmönnum samskiptamála hjá Hvíta húsinu. „Það eina sem ég hef að segja um þetta mál er að það er tími til kominn að hafi afleiðingar að hafa í frammi ókurteisi í Hvíta húsinu.“ Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Kaitlan Collins, fréttamaður á CNN, var bannað að sitja blaðamannafund sem haldinn var í Rósa-garðinum við Hvítahúsið í gær vegna þess að yfirmenn samskiptamála voru ósáttir við spurningar Collins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sátu fyrir svörum á fundinum. Bandarískir blaðamenn eru upp til hópa afar ósáttir við framgöngu yfirmanna samskiptamála og telja að með ákvörðun þeirra hafi verið vegið gróflega að fjölmiðlafrelsi. Einn þeirra sem hefur stigið fram til varnar Collins er Bret Baier, fréttamaður á fréttastofu Fox.As a member of the White House Press pool- @FoxNews stands firmly with @CNN on this issue and the issue of access https://t.co/TFwfLQtP9h— Bret Baier (@BretBaier) July 25, 2018 Í stöðuuppfærslu á Twitter segir hann að fréttastofa Fox standi heilshugar með fréttastofu CNN í málinu. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sarah Sanders, sendi fréttatilkynningu þar sem hún gerir grein fyrir ákvörðuninni. Hún segir að Collins hafi hrópað spurningar að forsetanum og neitað að yfirgefa salinn þegar hún hafi ítrekað verið beðin um það. Því hafi hún ekki verið velkomin í næsta fund.Sarah Sanders statement on White House decision to ban a reporter who asked questions. pic.twitter.com/w3b9FCIvIo— WHCA (@whca) July 25, 2018 Trump hefur fréttastofu Fox í hávegum og hefur margoft veitt þeim ítarleg viðtöl á sama tíma og hann hefur harðlega gagnrýnt CNN.Tímabært að ókurteisi hafi afleiðingar Ekki virðast þó allir vera á einu máli innan fréttastofu Fox því þáttastjórnandi Fox Business, Lou Dobbs, hæddist að blaðamanni CNN, Kaitlyn Collins, í þætti sínum þar sem hann gerði blaðamannafundinn umtalaða að umfjöllunarefni sínu. Sjá myndbrot. Það liggur ekki fyrir hvort hann hafi vitað af stuðningsyfirlýsingu samstarfsfélaga síns hjá Fox þegar hann tók afstöðu með yfirmönnum samskiptamála hjá Hvíta húsinu. „Það eina sem ég hef að segja um þetta mál er að það er tími til kominn að hafi afleiðingar að hafa í frammi ókurteisi í Hvíta húsinu.“
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“