Golf

Haraldur Franklín lék á átta undir pari og bætti vallarmetið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haraldur var heldur betur í stuði í dag.
Haraldur var heldur betur í stuði í dag. vísir/getty
Íslandsmótið í höggleik er í fullum gangi í Vestmannaeyjum og þar gerði Haraldur Franklín Magnús sér lítið fyrir og bætti vallarmetið.

Haraldur var í vandræðum í gær en hann var á tveimur höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn, alls sjö höggum á eftir forystusauðnum Axel Bóassyni.

Haraldur spýtti í lófana í dag og rúmlega það. Hann spilaði á átta undir pari sem er nýtt vallarmet í Eyjum. Hann er höggi á eftir Axel sem leiðir enn eftir að hafa spilað á þremur undir pari í dag.

Í þriðja sætinu eru svo þeir Andri Már Óskarsson og Björn Óskar Guðjónsson á fimm höggum undir pari en tveir hringir eru eftir af mótinu í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×