Golf

Karlarnir á pari en konurnar á botninum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið er á pari eftir fyrsta keppnisdag
Íslenska karlalandsliðið er á pari eftir fyrsta keppnisdag golf.is

Íslenska karlalandsliðið í golfi er á pari og situr í 10.sæti af 16 eftir fyrsta keppnisdaginn á Evrópumótinu sem fram fer í Þýskalandi þessa dagana.

Átta efstu þjóðirnar komast í A-riðil á meðan liðin í sætum níu og neðar keppa í B-riðli. Tvær neðstu þjóðirnar falla svo niður í 2.deild. Á fyrstu tveimur keppnisdögunum er leikinn höggleikur þar sem fimm bestu skorin telja.

Gísli Sveinbergsson úr GK og Rúnar Arnórsson, einnig úr GK léku best á fyrsta degi á tveimur höggum undir pari en samtals er íslenska liðið á pari.

Íslenska kvennalandsliðið keppir í Austurríki og er í 19.sæti af 19 eftir fyrsta daginn á samtals 26 höggum yfir pari.

Þar átti Andrea Björg Bergsdóttir úr GKG bestu frammistöðuna, lék hringinn á tveimur höggum yfir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.